Thursday, August 30, 2007

Tannburstinn minn :(

Ég var búinn ad segja frá thví ad ég fékk gistingu hjá Pablo, vini systur vinkonu vinkonu minnar (sem nú eru öll vinir mínir). Pablo býr med 3 vinum sínum, theim Martin, Reuben og Sebastian (kalladur Chino). Reuben er laeknir, soldid feiminn og fyrst thegar ég sá hann var hann ad koma úr vinnunni med plastpoka fullan af alls kyns lyfjum sem lyfjaframleidendur vilja ólmir gefa honum. Í Argentínu eru lyfjaauglýsingar sífellt í sjónvarpinu og meiradsegja ein sem er beint ad börnum (teiknadar fígúrur ad syngja lag um gaedi barna-parasetamóls). Ég sé alveg fyrir mér ad argentinsk aeska heimti barna-parasetamól vid öllum meinum sem kunna ad hrjá hana enda vart haegt ad búast vid ad krakkar hafi vit á hvenaer og hvernig skuli nota lyf, og vid hverju. Chino er helviti fínn náungi, kalladur Chino vegna thess ad hann er thrívíddarforritari med tölvuthreytt augu sem minna folk á Kínverja. Martin kynntist ég sama og ekki neitt.

Dagana sem ég bjó heima hjá Pablo gerdi ég ekki mikid, sem var mjög fínt. Ég hékk tharna med taernar upp í loftid og horfdi mikid á spaenskukennarann minn, sjónvarpid. Simpson fjölskyldan er alltaf í sjónvarpinu í Súrameríku og ég hef ekki heyrt Hómer tala ensku í meira en hálft ár. Reyndar er Simpson fjölskyldan thad fólk sem ég skil hvad best spaenskuna hjá thví spaenskan theirra er sú sama hvort sem ég er í Kólumbíu, Chile eda Argentínu. Heima hjá Pablo fékk ég ad upplifa thessa thaegilegu tilfinningu sem fólk kallar home/heima (Hér vitna ég í spakmaelid: "Home is not a place, it´s a feeling") sem ég hef ekki upplifad sídan ég hélt af Ís-landi brott. Pablo lét mér eftir herbergid sitt og svaf heima hjá kaerustunni sinni í stadinn. Svo kom ad kvedjustund og ég tók rútu til Buenos Aires. Mér fannst leidinlegt ad yfirgefa Córdoba og thurfa ad kvedja Eriku, Pablo, Anitu og Chino. Reyndar er ég ordinn daudleidur á ad vera alltaf ad kvedja fólk, sérstaklega fólk sem madur er nýbúinn ad kynnast og er ennthá ad kynnast.

Thad fyrsta sem ég gerdi thegar ég kom til Buenos Aires var ad fara á internetid á rútustödinni í 10 mín til ad finna mér náttstad. Ég settist út í horn vid tölvu og setti farangurinn minn vid hlidina á mér, innan handar. Par settist vid tölvurnar fyrir aftan mig sem mér thótti svolítid skrýtid thar sem tölvurnar voru biladar, en fólk vill oft fá sér saeti á rútustödvum og thví ekkert endilega óedlilegt. Thau virkudu mjög sakleysisleg og ég paeldi ekki meira í thví. Skömmu seinna var bankad á glervegg vid hlidina á mér...madur á rútustödinni ad spyrja á einföldu táknmáli hvad klukkan vaeri, gegnum glerid. Ég setti thá 8 fingur í loptid thví klukkan var átta. Thá gaf hann til kynna ad hann skildi mig ekki, og aftur, og eftir thrjú skipti ákvad ad hunsa hann. Thá fór ég ad tengja saman og tók eftir thví ad parid var horfid, og litli bakpokinn minn (s.s. ekki bakpokaferdalangsbakpokinn minn) var horfinn einnig. Ég hafdi verid raendur af thriggja manna teymi og féll fyrir gamla góda distraction bragdinu. Reyndar ótrúlegur kjarkur í fólkinu ad thora svona lögudu, og takast thad, á jafn fjölförnum stad, med öryggisvördum allsstadar og ganga út af netkaffinu med tösku sem thau gengu ekki inn med nokkrum mínútum ádur. Thetta virdist vera vinsael adferd hérna fyrir sunnan thví sídan ég flaug til Santiago fyrir rúmum mánudi hef ég hitt thrjár túrista sem lentu í nákvaemlega thví sama. Nú var komid af mér, enda enginn madur med mönnum nema hann sé raendur a.m.k. einu sinni í svona stórri ferd.

Thetta var svosem ekkert mikill skadi en í bakpokanum var:
  • Allt handverk mitt frá hippatímabili ferdarinnar og thad sem tharf til handverksgerdar.
  • Tannburstinn minn :(, svitalyktareydir, sjampó, tannkrem etc.
  • Uppáhaldsbolurinn minn og ullarnaerbolur
  • Gjöf handa thér
  • Ónýti iPodinn minn (100% ónýtur)

Sem sagt....ég lifi.

Reyndar er vid haefi nú ad greina hér frá annarri reynslu sem ég átti í Ríó fyrir rúmum 6 mánudum. Thá lenti ég nefnilega í vopnudu ráni. Ég greindi ekki frá thví á blogginu thar sem módir mín var afar hraedd um litla drenginn sinn einan í Brasilíu og ég vildi ekki valda henni sálarskada (er ekki betra ad frétta thetta svona, mamma?). Thá var ég staddur ásamt tveimur Bretum á Copacabana ströndinni snemma morguns. Vid vorum nýkomnir á hostelid af djammi og thad var byrjad ad birta til. Vid ákvádum ad fara og horfa á sólarupprásina vid ströndina og ádur en vid fórum út settum vid verdmaeti okkar öruggan stad, enda vinnuregla ad vera verdmaetalaus á Copacabana ströndinni.
Dagurinn var ad hefjast og fólk var farid ad koma á ströndina og krakkar ad leik nálaegt, sem yfirleitt má taka sem skilabod um ad stadurinn sé öruggur (En ekki í Ríó). Skömmu eftir ad sólin kom upp komu tveir dúddar ad okkur og blödrudu eitthvad á portúgölsku og thegar their voru vissir um ad vid vaerum allir útlendingar dró annar theirra upp steikarhníf, halladi sér ad okkur og sagdi: "money money money money". Thad kann ad hljóma lygasögu líkast, en ég var ekki hraeddur heldur var hugsunin "OHHHH" í höfdi mínu og ég sagdi thad upphátt (Rán eru algeng í Ríó og raeningjar hafa ekki ofbeldi í huga, vopnid er til thess ad ránid gangi hradar fyrir sig og hinir raendu séu samvinnuthýdari, og sértu samvinnuthýd/ur er lítil sem engin haetta á líkamsskada). Vid taemdum vasa okkar og their hlupu í burtu med ránsfenginn. Annar Bretinn, Chris, hafdi gleymt ad skilja úrid sitt eftir á hostelinu og tapadi thví thví.. Eftir ránid sátum vid áfram í nokkrar mínútur og horfdum á gaurana hlaupa í burtu. Thad hvarfladi ekki ad neinum ad tala vid lögguna, thví margir lögreglumenn í Ríó (og reyndar allri álfunni) eru afkastameiri raeningjar en fátaeklingarnir sem raendu okkur. Thegar vid loksins stódum upp og héldum til baka sáum vid thrjár löggur ganga í átt ad okkur (s.s. einhver lét lögguna vita) med skammbyssur í hönd (Skammbyssur lögreglumanna eru annars ALLTAF í hulstrinu); thá hugsadi ég "FOKK!, mig langar EKKI ad díla vid lögguna í Ríó" og thá fyrst vard ég smeykur; vildi enga frekari málavexti. Thúsundkall er ágaetis prís fyrir reynslu af vopnudu ráni og madur vill helst ekki ad einhverjir vesalingar séu fangelsadir eda skotnir fyrir thúsundkallinn manns. Til allrar hamingju höfdu thessar löggur lítinn áhuga á ad ná thjófunum (thad hefdi verid lítid mál ad láta grípa gaurana ef vid hefdum látid vita strax, thví thad er erfitt ad fela sig á jafn stóru, opnu svaedi og Copacabana ströndin er) og fljótlega voru their farnir ad tala um fótbolta (dýrd sé maettinum fyrir fótbolta). Sídan sögdust their mundu tékka á thessu og leidir skildu, engir eftirmálar.

Núna er stadan 2-1 raeningjum í hag, ég fékk eitt stig í Lima thegar distraction bragdid klikkadi (einhver sem hefur gott íslenskt ord fyrir distraction?).

Fall er fararheill og ég er heill.
Ég vona ad thau fari vel med thig Bjössi :(.

P.S. Myndavélina mína var ekki haegt ad laga. Einhver sem vill splaesa í nýja myndavél?

5 comments:

Anonymous said...

Elsku Oskar. Thad er otrulega gaman ad fylgjast med ther. Kikjum reglulega a bloggid thitt en thad hefur dregist a langinn ad skrifa komment, thvi midur. Haltu afram ad njota lifsins. Astarkvedjur Jonsi, Hofi og co

Anonymous said...

Elsku Oskar. Thad er otrulega gaman ad fylgjast med ther. Kikjum reglulega a bloggid thitt en thad hefur dregist a langinn ad skrifa komment, thvi midur. Haltu afram ad njota lifsins. Astarkvedjur Jonsi, Hofi og co

Anna Sigga said...

OMG.. eins gott að þú ert heill á húfi maður :)

Já það er svo innilega rétt hjá þér.. það er bara hluti af þessu að fara í svona ferð að vera rændur. Þokkalega hafa ræningjarnir orðið pirraðir þegar þeir opnuðu pokann og sáu að þar var ekki mikið verðmætt að fá hehe.. so the jokes on them!!

Jaa.. ég er þó ennþá þokkalega pirruð að þau skyldu hafa stolið gjöfinni minni ;(

Eins get ég séð að handverkið er sárt að sjá á eftir!

En jæja enn ein sagan komin í safnið! Það er alltaf gaman að segja frá svona sögum seinna meir!

Sigurbjörg said...

einu sinni var kippt í veskið mitt á leiðini út úr mjög troðinni lest, ég snéri mér við og var tilbúin að lemja einhvern þegar ég sá að það var bara Halla að reyna að koma sér með mér í gegn um þvöguna :)

Oskar said...

Fyrst folk hefur gaman ad glaepasogum, tha er eg med eina i vidbot. Eg var a klubbi i gaer og einn gaur af hostelinu var raendur a dansgolfinu. S.s. einhver tok veskid hans ur vasa hans, tok peningana ur thvi en skildi allt annad efir, og setti sidan veskid hans aftur i vasann.

Rett eins og eg dadist af raeningjum minum fyrir hugrekki, tha var hann alls ekki reidur heldur hafdi hann a ordi ad thad hafi verid mjog hugulsamt af vasathjofsa ad taka ekki kortin og lata hann fa veskid aftur.