Wednesday, August 8, 2007

Argentina aftur

Eg tok loksins rutu yfir fjallaskardid yfir til Argentinu. Thad var djofulli fint ad sitja i rutu og skoda Andesfjollin thar sem frelsishetjurnar foru yfir thegar thaer sviptu spanska leppa voldum her um arid. Islensk nattura thykir vida, ad mati margra, prydd steingerdum trollum og a leid minni um Andesfjollin sa eg ad slik er einnig raunin á theim slodum. Ég sá m.a. simpansaandlit og nokkur önnur andlit sem geta ekki annad en verid troll sem litu solina augum i fyrndinni. Einnig minnti landslagid mig a Toblerone sukkuladi og sukkuladiissosu sem auglyst var í sjonvarpi fyrir ca. fimmtan arum og er ofaanleg nu (Slikur er mattur auglysinga ad snaevi thaktir fjallstindar minna mann á sukkuladi).

Rutuferdin endadi i Mendoza og gisti eg thar a finum stad sem kenndur er vid asiurikid Laos, hvers vegna.....ekki hugmynd. Eignadist thar fljotlega vin i hundsham, stor tveggja ara schäfer hündür sem er vaegast sagn ognandi vid fyrstu syn en ljufur sem lamb vid nanari athugun, feiknarlegt ferliki samt.

Hvutti

Eg vard fyrir theirri ovaentu anaegju thegar eg atti mina fyrstu klosettferd i Mendoza, ad eg rakst aftur a skitsmulinn goda, sem eg hef ekki sed sidan eg var i Ecuador. Eg for ad hugsa um thad hvernig vid gaetum baett islenskt samfelag ef vid myndum láta klósettpappírinn fjúka (ég fann kommutakkann rétt í thessu) og innleida smúlinn í stadinn. Reyndar erum vid Skarphédinssynir thekktir fyrir andóf thví Hjálmar, yngsti bródir minn, er í midstjórn pólitísks thrýstihóps sem kallar sig 'Bununa burt' og berst fyrir thvi ad nuddbunan i midpotti Vesturbaejarlaugar verdi fjarlaegd hid snarasta. Ég legg til ad nú verdi stofnud ný samtök, 'Smúlinn heim', sem munu beita öllum tiltaekum rádum til ad fá smúlinn til ad taka vid hlutverki klósettpappírs í íslensku samfélagi. Fólk sem innleiddi smúlinn heima hjá sér fengi í kjölfarid afnot af visthaefum bílastaedum og onnur frídindi sem hvata.

Ég minntist á thad í innleggi fyrir ca. 5 mánudum ad Argentína vaeri blessunarlega laus vid thjódfélagsvandamálin sem herja á Brasilíu, en núna skilst mér ad hagsmunagaesla hástéttarinnar (betur thekkt sem lögreglan) í Mendoza vakti fátaekrahverfin og gaeti thess ad stéttleysingjar haldi sig ad mestu thar og pirri thar af leidandi ekki 'fyrirmyndarborgara' í midborginni. Argentínumenn tala gjarnan um ad landid sé thridja heims ríki en eina sem minnir ferdamann á thridja heiminn hérna er verdlagid thví infrastrúktur landsins virkar gódur frá auga gestsins. Gaurinn sem á hostelid fraeddi mig thá um fátaekrahverfin, sem voru skammt undan, og Apartheid stefnu logreglunnar. Ég er búinn ad heyra ad lögreglan hérna í Argentínu sé full valdamikil og leidinleg ad fást vid. Svipad er ad segja um lögregluna í Chile, en búningarnir theirra á veturna eru mjög fasistalegir og minna helst á vetrarbúninga thýskra og sovéskra hermanna á tímum seinni heimsstyrjaldar.

Á markadi í Mendoza rakst ég á litla bók um Ernesto "Che" Guevara á spaensku og keypti hana í thví skyni ad aefa mig í spaensku og laera um kappann. Thegar ég hóf lestur laerdi ég ad eg var á heimaslódum hans og búinn ad ferdast um stóran hluta sögusvids aevi hans. Eftir ad ég flaug sudur fór innri klukkan mín aftur í fokk, eins og hún er alltaf heima. Eg staldradi stutt i Mendoza og tok rutu til Cordóba.

Í Cordoba a eg vinkonu sem eg kynntist i Brasiliu og heitir Erika (kollud Eri). Hún er búin ad vera ad sýna mér borgina ad undanfornu og líst mér alls ekki illa á. Föstudaginn sl. fór ég ásamt Eri og vinkonum hennar á tónleika med vinsaelasta bandi Uruguay sem ber heitir Las Vuelas Puercas. Bandid fyllti gamla rafstod med ca. 4000-5000 manns og hélt uppi gódri stemmningu á medan tónleikunum stód. Einhvernveginn komst Eri yfir nokkra baksvidspassa og fórum vid eftir tónleikana i partý baksvids med bandlimum. Theim fannst spennandi ad hitta Íslending og vildu heyra tungumálid. Ég fór thá med rímur úr laginu "Graenir fingur" med Móra og vakti thad talsverda lukku.

Í gaer fór ég svo med Eri og Anitu vinkonu hennar til baejarins Alta Gracia, sem er á heimsminjaskrá Sameinudu Thjódanna og heimabaer Che Guevara. Vid kíktum thar heim til kauda thar sem nú er ad finna safn. Seinna sama dag forum vid i bae sem er byggdur thýsku fólki sem flúdi nasismann á sínum tíma, og afkomendum theirra. Sá baer var eins og leiksvid úr bandarískri kvikmynd, thýskara en allt thýskt á stereótýpískan hátt og algjörlega á skjön vid adra byggdarkjarna i landinu.

Thegar ég kom aftur á gistiheimilid mitt maetti ég í dyrunum félaga mínum sem vinnur thar. Hann sagdi vid mig "¿Reggae?" og ég játti. Ég taldi mig vera á leidinni á bar en thegar á stadinn var komid virkadi thetta helst eins og partý í heimahúsi, med live bandi. Thetta var annad gistiheimili...og svalara en mitt. Ég aetla thó ekki ad refsa mínu heimili fyrir thann djarfa leik ad fara med vidskiptavinina til keppinautanna. Á gistiheimilinu voru tónleikar og veitti eg thví athygli ad songvarinn/gítarleikari mundadi fidluboga vid gítarleik. Eftir tónleikana spurdi ég hann hvort hann kannadist vid Sigur-rós (sem einnig munda fidluboga) og hann sagdi mér ad um vaeri ad raeda uppáhaldshljómsveit hans. Vid Íslendingar eigum nebbla ekki bara áhrifamikla audvaldskaupmenn. Á ferd minni um álfunna hef hitt grídarlega marga sem kunna ad meta hana Björk okkar og Sigur-rós og einnig nokkra sem thekkja til Múm og meira ad segja Emilíönu Torrini. Thetta eru einnig their tónlistarmenn sem ég held hvad mest upp á í heimalandinu og er thví ánaegdur med góda landkynningu. Enn á ég eftir ad hitta áhangendur Skítamórals, Sóldaggar, Á móti sól og Nylon, their virdast halda sig ad mestu utan álfunnar.

6 comments:

Anonymous said...

óskar

ég sakna þín og ég sakna kólumbíu.. sakna suður ameríku!

mig langar að segja ég vil fá þig heim en helst af öllu vildi ég vera hjá þér!

lífið hérna er svosum bara alltaf eins,
vinna-borða-sofa-hitta vinina

repeat

það verður samt mjög skemmtilegt að fá þig heim. svo kemur þú bara með okkur til asíu í næsta ferðalag

ágúst á næsta ári :)

til?

sigga

Anna Sigga said...

Þú ert snillingur!!!

peramaria said...

Halló Frændi Flakkari! Nú er mín barasta komin til Californiu til að heiðra capitalisma og njóta, æðislegs veðurs.
Kv Þorgerður María (th.maria.halldors@gmail.com)

Oskar said...

Vóhh...thrjú komment!! Jeyy

Sigga: Takk fyrir hjartnaemasta kommentid á blogginu til thessa :):):)
Asía hljómar ekki illa, ég aetla ekki ad ákveda neitt strax but dónt kánt mí át.

Anna Sigga: Ég veit :) ..gott ad fleiri vita.

Thorgerdur Maria: Haebb og gaman ad "sjá" thig! Ég er búinn ad hitta thónokkra kaliforníubúa hérna í Súrameríku og their eru ekki sem verstir. Á ekki ad skella sér á Burning Man (27. ágúst til 3 sept) fyrst thú ert tharna í nágrenninu?

Anonymous said...

Halló Skari,

Hitti Steina og hann sagði mér frá blogginu þínu. Gott að heyra að "hróður" Nylons nái ekki alla leið til Suður Ameríku.

Hafðu það gott í útlandinu.

Sif

Oskar said...

Blessud Sif!!

Ég hélt ad Steinar vaeri í Noregi...en greinilega ekki.

Leit mín ad addáendum Naelon heldur áfram og ég laet vita ef ég finn slíka.