Friday, February 23, 2007

Brasiliskur veruleiki

Thridja innleggid i thessu internetstoppi, solin uti er brennnheit og axlirnar a mer thurfa sma hvild. Eg attadi mig a thvi ad margir hlutir sem mer finnst nuna sjalfsagdir eru ekki ad komast til skila i gegnum blogg thannig ad eg aetla ad lysa nokkrum hlutum herna sem eru odruvisi en heima.

Simar:
Simar herna eru bogg og simkortin lika, simafyrirtaekin herna nota alls kyns brogd til ad mjolka vidskiptavini sina og serstaklega tha turista og folk sem hringir a milli kerfa og a milli landshluta.

Hradbankar:
Hradbankarnir virka flestir bara fyrir Brasilisk kort og thad tekur sma tima ad finna og laera ad nota tha sem virka. Einnig eru alls kyns varnaglar til thess ad hrekja glaepamenn fra thvi ad stela af folki. Lenti i veseni herna fyrst med hradbankana og simana en nu er oldin onnur.

Klosettin:
Herna er bannad ad sturta nidur klosettpappir og thess vegna er yfirleitt skemmtilega lyktandi karfa med skitugum pappir vid hlid klosettanna. Margir stadir hafa einnig skitsmúlinn goda, sem er mun betri kostur en illthefjandi pappir. Tha skolar madur bara saurgatid med smúlnum og allt tandurhreint a eftir. Eg held ad eg se nu thegar i ferdinni buinn ad stifla tvo klosett i ferdinni, eda a.m.k. ad sja til thess ad einhver (annar en eg) thyrfti ad saxa skitinn nidur til ad geta sturtad honum nidur.

Sturturnar:
Sturturnar herna eru rafmagnadar i ordsins fyllstu merkingu, vatnid rennur i gegnum einhvern rafmagnsgraejusturtuhaus sem hitar vatnid adur en thad bunar yfir mann. Thess vegna ma oft sja rafmagnssnurur og vira rett hja rennandi vatni og rafmagnsblossa i graejunni thegar madur skiptir um hitastig a vatninu, thess vegna hafa turistar verid ad kalla thetta suicide showers. Eg hef tho lifad thetta af hingad til.

Loggur:
I Rio er loggan mjog sjaanleg og a sumum stodum a hverju gotuhorni. Oryggisverdir eru i flestum budum og vid innganga a fjolbylishusum. Thad eru nokkrar mismunandi gerdir af loggum. Venjulegar loggur, Turistaloggur og Herloggur (Policia Militar). Loggurnar i Rio hafa serlega slaemt ord a ser og eru m.a. thekktar fyrir ad hafa peninga af grunlausum turistum, serstaklega ef their na theim med buxurnar a haelunum (t.d. ad fa ser sex on the beach), eda med thurrkud blom i vasanum. Tha fara their jafnvel med folkid ut i banka til ad lata thad taka ut pening. Herloggugaurarnir eru oft med fylusvip a ser og hafa hvad verst ord a ser. Annars er thad orugglega thannig ad einhver hluti theirra kemur vondu ordi a hina, en thad er lika stadreynd ad folk sem hefur allt a hreinu vill ekki ganga i logregluna i Rio.

Fataeklingar:
Fataeklingar eru mjog sjaanlegir naestum hvar sem madur fer um Brasiliu. Margir sofa a gotunni, adrir eru ad selja drykki uti a gotum eda strondum, adrir betla, sumir thurrka drullu af rudum a bilum, adrir selja eitthvad rusl eda nytsamlega hluti og bons af lidi safnar dosum og floskum. Brasilia er reyndar thad land sem hefur hvad mesta endurvinnslutidni og thad er ekki vegna thess ad folkid herna er serstaklega umhugad um endurvinnslu heldur vegna thess ad ef thad heyrist dosaskellur i gotunni er upptinslutiminn yfirleitt a bilinu 1-10 sekundur i mannfjolda, nokkrar minutur annars stadar thar sem folk er a ferli. Sidan ma ekki gleyma blessudum raeningjunum.

Raeningjar:
Eg thekki nuna talsvert af folki sem hefur verid raent. Yfirleitt hefur madur notad thad sem visi a stadi sem eru oruggir ad ef krakkar eru a ferli ad tha er ekkert ad ottast. I Brasiliu er onnur saga thvi krakkar geta verid litid skarri i thessum bransa og jafnvel vopnadir. Herna er betra ad lita i kringum sig og ef madur ser ljoskur, tha er stadurinn tiltolulega oruggur. Flestir af theim sem eru tho ad raena folk og ad flagga hnifum eru tho ekki med ofbeldi i huga, og ef folk er nogu gafad ad vera ekki med mikinn pening a ser og vera ekki med laeti ef einhver aetlar ad raena mann, ad tha er madur ekki ad fara ad lenda i miklu veseni. Tvaer stelpur sem gistu med mer a hosteli i Olinda fengu ad skoda byssu eins raeningjans i skiptum fyrir myndavelar og onnur verdmaeti.

Stettaskipting:
Herna er stettaskipting gridarlega mikil og hudlitur, skobunadur og klaednadur folks agaetis visir a stettir folks. Laegstu stettirnar skipa their sem eru afkomendur thraelanna sem settust ad i fataekrahverfunum eftir ad thraelahald var lagt nidur. Thraelarnir komu allflestir fra Afriku og lagstettin thvi horundsdekkri en adrir. Flestir brassar eru af blondudum uppruna. Thad ma reyndar deila um thad hvort thraelahaldid se ekki enn til stadar thvi folkid ur fataekrahverfunum er notad i alls kyns skitastorf fyrir skitapening, fyrir rika folkid. Their sem eiga peninga flagga oft stodutaknum og serstaklega their sem eru hvad dekkstir a horund. Tha vill folk oft vera med dyra hargreidslu, flettur eda eitthvad harfluff. Solgleraugu herna eru vinsaelt stodutakn og otrulega dyr. Fullt af budum herna selja solgleraugu med alls kyns `finum` merkjum sem gefa til kynna ad thu sert ekki fataeklingur. Skor og beltissylgjur einnig, og audvitad fot. Ef folk er ad flagga stodutaknum tha fer thad ekki a vissa stadi og thvi verda til stadir thar sem er bara rikt og fallegt folk (rikir gaurar eignast fallegar kaerustur) og fataeklingar eru litt sjaanlegir. Ef farid er a adra stadi a kvoldin eru stodutaknin skilin eftir heima. Stodutaknshargreidslur eru snidugar thvi enginn vill stela harinu manns. God enskukunnatta hjalpar folki upp um stett og ef madur aetlar ad fa agaetis vinnu hjalpar mikid ad tala goda ensku.

Voxtur:
Adur en eg for ut atti eg erfitt med ad utskyra af hverju eg filadi brassarassa en ekki islenska rassa thott badir vaeru storir. Reyndar er staerdin ekki kosturinn heldur massinn. Munurinn er sa ad brassarassar (a sambasvaedum) eru massarassar og bera vott um ad eigandi hafi hreyft hann mikid i gegnum tidina. Islenskir rassar bera vott um hid gagnstaeda, hreyfingarleysi og fordasofnun (tharna er ekki att vid alla islenska kvenmannsrassa og ekki thinn).

Atlantic to Pacific turinn hafinn

Nuna er eg kominn i budget travel turinn sem eg skradi mig i og er a pleisi sem heitir Parati. Parati er helviti finn stadur og flottur til ad slappa af a. Eg er i trukki med 30 odrum adilum, adallega fra Englandi, Astraliu og Nyja Sjalandi, mest kvenfolk. Ekki nog med thad heldur eru hinir Suduramrikuturarnir fra budget travel i samfloti med okkur (allir ad koma af Rio carnaval) thannig ad vid erum ca. 200 gringos (utlendingar) saman og gjorsamlega tokum yfir tjaldsvaedid tharna og hroktum fjolskyldufolkid i burtu. I einni rutunni eru 3 islenskar stelpur sem eru ad fara um alla alfuna, helviti snidugar og er buinn ad vera ad hanga med theim i bland vid folkid ur minum trukki. Eftir nokkra daga forum vid til Pantanal sem er stort villt svaedi i sudurhluta landsins, thad verdur agaetis tilbreyting ad njota natturunnar og slappa adeins af. Ef eg er heppinn kynnist eg nokkrum anacondum, krokodilum og OSN (ovenju storum nagdyrum). Eftir thad verdur farid ad Foz do Iguazu, sem eru svakalegir fossar sem fa Niagara til ad lita ut eins og pelabarn, og einn helsti turistastadurinn i Brasiliu. I gaer for eg i batsferd um nagrenni Parati, synti i sjonum og snorkladi og drakk bjor med trukkalidinu milli thess sem vid forum a milli stada, helviti finn dagur. Mer list bara agaetlega a thetta og a eftir ad upplifa mikid a thessum 7 vikum sem turinn stendur yfir. Buddan min er ordin soldid threytt, enda vonlaust ad spara peninga ef madur er islendingur i odyru landi (hvernig sem thad svosem meikar sens). Thad verdur enntha bid a myndum thvi eg attadi mig a thvi um daginn thegar eg aetladi ad henda inn myndum a bloggid ad eg tok ranga snuru med mer og tharf thvi ad komast i kortalesara eda hlada af myndavel sem notar eins kort og min.

Carnaval

Jaeja.. tha er carnavalid buid. Eins og eg hafdi sagt adur var eg ekki i Rio eins og eg hafdi buist vid i fyrstu heldur flaug eg nordur til Olinda og Recife fyrir carnavalid. Eg kom tharna 8. feb og tha strax voru byrjadar uppakomur i sambandi vid carnavalid og var svipud stemmning og a menningarnott naestu tvaer naetur. Sunnudagurinn 11. feb, nokkrum dogum adur en official carnivalid byrjadi var klikkadasti dagurinn i Olinda. Tha var djammid byrjad klukkan 11 og komnir feitir trukkar a gotuna og spiludu tonlist a mjog haum styrkleika. Thennan dag er vist venjan ad gaurar klaedi sig i kvenmannsfot og liggur vid ad madur se hommalegur ef madur gerir thad ekki. Eg vildi ad sjalfsogdu ekki vera hommalegur og klaeddi mig upp asamt nokkrum odrum gaurum af hostelinu. Eg minnti helst a Aphex Twin i window licker myndbandinu, s.s. mjog aesandi, og kynferdislegt areiti fra innfaeddum gridarlega mikid. Naestu dagar voru med tribal trommusyningar her og thar og mjog mikil afrikustemmning I kringum allt. Hostelid sem eg var a var algjor snilld og eg kynntist fullt af lidi sem eg aetla ad halda sambandi vid. Tveim dogum fyrir carnaval flugu svo Rafael og vinir hans, Daniel, George og Rafael nordur og eg hekk med theim thar til eg flaug aftur sudur, eg flutti mig tha yfir a annad hostel thvi goda hostelid sem eg var a var fullbokad yfir carnaval. Nyja hostelid var skitur midad vid gamla og eg fekk ekki einu sinni lak til ad breida yfir mig a nottunni thratt fyrir ad eg vaeri ad borga fjorfalt normal verd fyrir gistinguna (it`s carnaval er notad sem afsokun fyrir alls kyns peningaplokki) Loksins thegar carnavalid byrjadi var madur buinn ad fa nog af djammi og einnig af stemmningunni i Olinda thvi thad var litid nytt ad gerast og thad er EKKERT SAMBA i thessum hluta Brasiliu heldur tonlist og dans sem heitir Frevo. Frevo samanstendur af 3 logum sem voru spilud aftur og aftur og aftur allt carnavalid og dansinn litid spennandi samanborid vid sambadrottningarnar i Rio. Til ad lysa Olinda carnaval er best ad imynda ser einhverskonar kokkteil af 17. juni, menningarnott og Thjodhatid i Eyjum, en ad mestu an Islendinga. Eftir a ad hyggja hefdi eg verid i Rio vegna thess ad their sem hafa Fashion television heima sau allt goodstuffid sem mig langadi mest ad sja. En thad thydir ekki ad grata Bjorn bonda, ekkert leidinlegt ad vita ad madur tharf ad snua aftur til ad fara a Rio carnaval einhverntimann a naestu arum, thegar madur er buinn ad laera adeins meira inn a brasiliskan raunveruleika. Thannig ad carnavalid fyrir mig var adallega upplifun a Afro-Brasiliu frekar en klikkunin sem eg hafdi buist vid i fyrstu (samt odruvisi klikkun).

Saturday, February 10, 2007

Favela tour

For fyrir nokkrum dogum i turistaferd inn i Rocinha, sem er staersta fataekrahverfid i Sudur-Ameriku med svipadan ibuafjolda og Islandid okkar. Theirri ferd gleymir madur seint. Astandid thar var tho betra en madur atti von a thvi Rocinha er thad favela thar sem folkid hefur thad hvad best og thar er m.a. straetisvagnaumferd. Tharna eru budir, bakari og rafmagn. Allir, eda flestallir stela rafmagni thannig ad thad eru milljon rafmagnslinur tengdar i rafmangsstaurana sem eru tharna. Thad eru sjonvorp inni i husunum og madur sa m.a. folk leika ser i Playstation 2. Skolpkerfid er tho ekki upp a marga fiska, bara opnir skolplaekir sem leka tharna nidur med videigandi lykt. Stigarnir tharna eru mjog throngir og eg sa bara eina gotu sem bilar gatu keyrt um. Logreglan er ekki velkomin i hverfid og lyfjabaronar rada rikjum thar og halda hverfinu oruggu i skiptum fyrir ad hafa einokun a markadnum. Klikan sem hefur voldin heitir Amigos do Amigos (ADA), vinir vina sinna, og eru bunir ad tagga allt hverfid til ad vita hver raedur. Hofudpaur ADA er 22 ara gamall og hefur vist um 3 milljonir dollara i tekjur a manudi, sem fer ad miklu leiti i ad halda hverfinu uppi. Gaurinn getur ekki yfirgefid hverfid thvi tha yrdi hann handtekinn/skotinn strax. Ran og ofbeldi eru slaem fyrir vidskiptin theirra thannig ad folk laetur turista alveg i fridi, annars faer thad ad kenna a thvi. Turistarnir eru einnig tekjulind og med thvi ad fara i turinn var madur ad styrkja uppbyggingu a svaedinu. Madur sa nokkra verdi sem satu og tekkudu a hvort loggan vaeri a leidinni, en engar velbyssur, en hinn hopurinn sama dag rakst a slikan vord sem labbadi um med byssuna sina. Ef loggan kemur skjota their upp flugeldum til ad vara samstarfsmenn sina vid. Flestir sem bua tharna eru tho venjulegt fataekt folk, gamalt, ungt og mjog margir hafa loglega vinnu annars stadar i Rio, nog af odyru vinnuafli. Raeningjalidid kemur tho lika ur favelunum, en stundar glaepi sina ad mestu annars stadar. Vordurinn sem stal myndavelinni minni byr einmitt tharna (sja fyrra innlegg). Eg tok nokkrar flottar myndir og hendi theim inn a bloggid vid gott taekifaeri. Annars er eg voda latur vid ad taka myndir og henda theim inn i tolvu, mar vill frekar upplifa Brasiliu i gegnum skilningavitin en i gegnum litinn LCD skja a myndavelinni sinni, thott eg eigi orugglega eftir ad sja eftir thvi seinna. Um kvoldid sama dag for eg med Rafael og vinum hans a knattspyrnuleik a hinum risastora Maracana stadium thar sem Romario og felagar sporkudu i tudru. Eg hef nu ekki verid thekktur fyrir ad vera mikill knassbirnuahugamadur en eg vildi tho taka nokkrar myndir fyrir Stebba og Gulla og gefa theim astaedu til ad drepa mig. Nuna er eg kominn til Olinda, thar sem eg aetla ad vera yfir Carnaval. Thetta er frekar oruggur stadur, og Carnavalid a vist ad vera svakalegt. Thad var tekid a moti mer a flugvellinum i Recife (6 km fra Olinda) af hljomsveit og danshopi. Thar var reyndar fleira skemmtilegt ad sja, dvergur sem tekkadi a toskunni minni og skuringagaur a linuskautum. I gaer var sma carnavalupphitun i Olinda, en stod stutt. Hostelid sem eg er a er voda fint, hengirum (eg elska hengirum) alls stadar og fin tjilladstada. Eg hef reyndar ekki sofid i herberginu minu thessar tvaer naetur sem eg hef verid herna, hef bara sofid uti i gardi i hengirumi. Eg kiki til Recife i kvold. Meira um Olinda og Recife i naesta innleggi.

Tuesday, February 6, 2007

Copacabana og Ipanema


Ipanema strondin

Eg gisti a hosteli vid Copacabana strondina og hef veitt thvi athygli ad hlutinn sem eg er i i Rio minnir mig heilmikid a heimaslodir minar. Thegar madur situr a Copacabana strondinni um kvold med sjoinn vinstra megin vid sig, minnir hun mann soldid a strondina vid Eidsgranda og Orfyrisey er fyrir framan mann. Rett hja er tjorn sem sem heitir Tjornin (Lagoa) og thar er laekur ut i sjo (Laekjargata). I Reykjavik verdur ibud verdmaetari ef sja ma Esju ut um stofugluggann en i Rio verdur ibud verdmaetari ef sja ma Jesu ut um stofugluggan. I gaer atti eg fyrsta strandardaginn minn i Rio, en madur hefur sifellt frestad strondinni thvi thad hefur verid nog annad ad gera. Vid forum nokkur a Ipanema strondina, thar sem rika og fallega folkid heldur til og madur fekk ser sundsprett i sjonum. Sjorinn vid Ipanema er gridarlega skemmtilegur thvi thar er oldugangur og madur leikur ser ad ad synda upp oldurnar og passar ad lata thaer ekki na ser ovidbunum. Thetta hljomar kannski ekki spennandi en thetta er alveg malid. Ein aldan nadi mer tho...hun var mun staerri en allar hinar og reif solgleraugun min af mer og at thau. Madur er strax ordinn mjolkursukkuladibrunn en madur tekur kannski ekki jafn mikid eftir thvi vegna thess ad allir i kringum mig eru einnig i Brasiliu og eg er frekar ljos herna, serstaklega midad vid ibuana.

Glaepamal

Thad kom upp glaepamal a hostelinu. Ein norsku stelpnanna gleymdi myndavelinni minni og sinni i tolvuherberginu og hun var horfin thegar hennar var vitjad. Thetta var um nottina og grunur beindist fljott ad oryggisverdi einum (sem er buinn ad vinna herna i 2-3 vikur) thvi hann var ordinn tvisaga naestum fra byrjun og fylgdi ekki reglum vardandi hluti sem tynast/finnast. Hann sagdist hafa tekid thaer og gleymt theim annars stadar. Starfslidid herna trudi honum ekki og i dag foru rekstrarstjorinn og yfiroryggisvordurinn heim til gaursins i ovaenta heimsokn og fundu thar badar myndavelarnar. Gaurinn hefur nuna verid rekinn, enda er djobbid hans ad sja til thess ad svona hlutir gerist ekki. Thvi midur var buid ad taema minniskortid thannig ad eg er buinn ad missa allar myndirnar minar til thessa, en eg fekk velina aftur og get thvi haldid afram ad taka myndir fyrir naesta gaur sem stelur henni.

Saturday, February 3, 2007

Fyrsta vikan

Eins og eg sagdi var fyrsta vikan mjog vidburdarik. Eg aetla ad stikla a storu og rekja atburdarrasina fyrstu vikuna eda svo.
Thegar eg maetti a stadinn hafdi eg samband vid Rafael sem var a sama hosteli og eg i Paris i sumar. Hann syndi mer borgina og vid keyrdum medal annars ad sugarloaf mountain (sem er a postkortsmyndunum). Thar sa madur villta apa i fyrsta skipti (og ekki seinasta). Forum svo a bar/veitingastad sem afi hans a og fengum okkur faedu og bjor. Um kvoldid hittum vid vini hans og vinkonur, forum a bar og sidan a skemmtistad. Thad litur ut fyrir ad Rafael og felagar hans seu vel settir thvi thad var randyrt ad fara a thennan skemmtistad. Thad er skemmst fra thvi ad segja ad allar vinkonur hans sem eg hef hitt nu thegar eru gullfallegar eins og eg hafdi imyndad mer ad kvenfolkid herna vaeri. Tho eru thaer ekki allar svona flottar...thetta virdist vera eitthvad svona stettaskiptingardaemi. Stelpur sem eru gullfallegar komast audveldlega i hastett. Stettaskiptingin er mikil og um 25% folksins lifa i fataekrahverfunum sem eru kollud favelas. Thau setja ljotan svip a annars frabaera borg. Thad litur ut fyrir samt ad vid seum ad stefna i svipada att a Islandi thvi stettaskiptingin er ad aukast...nog um thad samt (fokkin aularikisstjorn). Thad var helviti gaman fyrsta kvoldid og madur var i gledivimu daginn eftir tho madur hafi endad madur einsamall. Madur var bara ekki ad atta sig a taekifaerunum sem madur hafdi. Reyndar er lika erfitt ad tja sig vid flestar innfaeddar thvi thaer tala ekki svo goda ensku og portugalskan min er hormung.
Annan daginn hitti eg Islending, sem eg var tho buinn ad sja adur en vid hofdum ekki hugmynd um ad hinn vaeri samlandi. Tok daginn rolega enda mikid fjor kvoldid adur. Hann kenndi mer nokkra mikilvaega hluti til thess ad komast af i Brasiliu, snidugur gaur. Hann var ad fara nordur en eg hekk sidan med gaur sem hann var buinn ad ferdast med sem heitir Chris og er fra Birmingham.
Thridja daginn kikti eg med Chris og odru hostelfolki i regnskog sem er stadsettur i midri borginni. Thar kynntist eg nokkrum strakum sem eg er buinn ad vera ad hanga med sidan.
Naestu daga kiktum vid i Lapa street party, sem er svipad og baerinn var i denn thegar allt lokadi klukkan thrju, nema betri stemmning. Eg og Chris endudum inni a einhverjum sambastad og thad var meirihattar. Thar voru einhverjar sambadrottningar, (og sambadragdrottningar) ad hrista rassinn a ser a fullu og eg verd ad vidurkenna ad eg er ordinn forfallinn sambaaddaandi. Thad er bara ekkert meira sexy en kvenfolk sem er vel vaxid og kann ad dansa samba (thad fer oft saman). Brasiliurassarnir eru kjotmiklir og sambad segir manni ad thaer kunni sitthvad fyrir ser a odrum vettvangi en a dansgolfinu.
Naesta dag tok madur thessar typisku turistaferdir svo madur gaeti att ¨standard¨ Rio myndir i myndaalbumid sitt. Madur kikti upp a Sugarloaf mountain thar sem er gott utsyni yfir borgina (sem er mjog falleg) og svo seinna um daginn kikti madur upp a fjall og heilsadi upp a Jesum Krist, Drottinn vorn.
A sunnudagskvoldinu i fyrstu vikunni for sidan hostellidid a favela funk party sem eg minntist a i fyrra innleggi. Fyrr thad kvold var kom folk fra bardagaskola i einu fataekrahverfinu og var med Capoeira syningu. Capoeira er dans/bardagalist sem thraelarnir i den bjuggu til i thvi skyni ad geta fluid fra thraelaholdurunum og barist vid ef thyrfti. Their aefdu thad med thvi ad thykjast vera ad dansa og thad skyrir hvers vegna ithrottin er svona serstok. Uppruna breikdansins ma rekja til Capoeira. Eg var dreginn upp til ad ¨berjast¨ vid masterinn, thad var voda gaman. Syningin var mognud og Capoeira er eitthvad sem eg gaeti hugsad mer ad leggja stund a i nainni framtid.
Eftir helgina helt eg svo asamt nokkrum norskum stelpum og gaur frã Boston til eyjar sem heitir Ilha Grande, thar sem folksbilar eru bannadir og enga vegi er ad finna. Eyjan er thakin regnskogi og badstrendur ut um allt. Thetta var mjog hippalegur stadur og mikid af hippalegu folki thar. Tharna var mjog gott ad slappa adeins af thvi Rio er intense, serstaklega thegar kemur ad skemmtanalifinu. Vorum tharna i nokkra daga og nu er madur kominn aftur til Rio og verdur thar i nokkra daga, eda thangad til eg held nordur til Recife. Eg aetla ekki ad vera i Rio medan a Carnavali stendur heldur fer eg til Olinda med Rafael og vinum hans. Thad a vist ad vera hin brjaladasta kjotkvedjuhatid sem finnst i landi gulls og hunangs og tilhlokkunin er mikil. Madur er buinn ad vera soldid mikill turisti, sem er ekki gott i Rio thvi madur gefur alls kyns thjofapakki og hozlerum faeri a ser og manni lidur soldid eins og villibrad. Thad er samt meira oryggi og minna stress utan storborganna og madur eydir orugglega ekki jafn miklu og herna I Rio. Rio er fokkin dyr borg og turistapeningaplokksgildrur a hverju strai.
Tha er eg buinn ad rekja soguna I storum drattum til dagsins i dag. Naestu innlegg verda thvi mun styttri.
Fridur