Sunday, September 23, 2007

Salsa, Uruguay og Brasilía

Thá er madur kominn aftur til fyrirheitna landsins, Brasiliu. Thví fylgdu blendnar tilfinningar ad yfirgefa Argentínu. Í Buenos Aires festist ég hálfpartinn í ad endurupplifa sama daginn aftur og aftur, nema med nýju fólki, svipad og í kvikmyndinni Groundhog day. Seinustu 3 naeturnar bjó ég á hosteli sem ber heitid Clan Hostel og er thad besta af theim thremur sem ég gisti á. Einn kostur vid hostelid fram yfir hin var sá ad thar voru ekki einungis enskumaelandi túristar heldur einnig fólk frá ôdrum lôndum Sudur-Ameríku, adallega Chile. Á Clan Hostel tók ég byrjendanámsskeid í salsa dansi, sem var ókeypis tharna einn daginn í bodi vidskiptavinar frá Dóminíska Lýdveldinu. Ég fékk thar einnig leidsogn í Merenge, sem er dans aettadur frá Kólumbíu. Ég komst ad thví ad thetta er bara djôfulli skemmtilegt og ég stefni nú ad thví ad verda salsakóngur Íslands. Ég er búinn ad naga stóran part af handarbôkum mínum fyrir ad laera thetta ekki fyrr, thví hingad til í ferdinni hef ég horft ôfundsjúkur á adra salsakónga theyta fôngulegu kvenfólki um dansgólfid í trylltum dansi medan ég stód hjá eins og auli.

Ég eignadist marga góda vini í Buenos Aires, ber thar haest Steven, Mark og Paul og erum vid búnir ad ákveda leida saman hross vor einhversstadar í Evrópu á naesta ári, jafnvel á Íslandi. Ég er ad hugsa um ad draga drengina á Thjódhátíd í Eyjum, enda eru litlar líkur á ad their verdi vonsviknir med slíkt sukk (Mark og Steven eru Írar).

Mér tókst loksins ad losa mig úr thessari djammgildru sem Buenos Aires er og tók stefnuna á Montevideo í Uruguay. Ég kom thangad kl. 7 um morgun og ákvad ad eyda einum degi thar og taka rútu til Florianopolis í Brasilíu um kvôldid. Í Montevideo skrádi ég mig í skodunarferd hjá fyrirtaeki einu. Ég var sá eini í mini-rútunni og fékk thví minn eigin leidsôgumann og bílstjóra um borgina. Thad var bara hressandi og ég óskadi eftir thví ad kynnisferdin yrdi á spaensku. Montevideo er bara helvíti vel útlítandi borg, opin rými, fallegar byggingar, og ég gat séd heidbláan himinn og tré og fleira sem var lítid um í midborg Buenos Aires. Eitt sem sló mig var thad ad thad eru svo gott sem engir Indíánar í landinu, indíánabyggdum var útrýmt. Thegar túrinn var ca. hálfnadur `komu upp vandraedi med mini-rútuna´ (s.s. thad var ekki efnahagi fyrirtaekisins í hag ad keyra um borgina med einn vidskiptavin) og ég var settur í annan hóp sem samanstód af brasilískum bissnessmônnum, og túrinn á portúgôlsku. Spaenskan mín er loksins ordin vidunandi, ég er ordinn vidraeduhaefur á tungumálinu og samtôlin sem ég á núna á spaensku eru ekki bara yfirbordsumraedur samsettar úr einfôldum setningum. Thad var thví hálfleidinlegt ad yfirgefa spaenskumaelandi part álfunnar yfir til portúgôlskumaelandi Brasilíu. Um kvôldid tók vid 18 stunda rútuferd til Florianopolis í Brasilíu. Florianopolis, eda Floripa eins og borgin er kôllud, var stadur sem mig langadi alltaf ad heimsaekja, thví ég var búinn ad heyra góda hluti um stadinn og ad ég myndi falla thar inn eins og flís vid rass. Floripa er á eyju sem heitir Ilha Santa Catarina og thrjár brýr tengja eyna vid meginlandid og eru badstrendur út um allt og godar almenningssamgongur. Velmegun er meiri í sudurhluta Brasilíu og madur verdur ekki jafn var vid thjódfélagsvandamálin sem herja á landid. Í samanburdi vid Rio er Floripa mun meira ad mínu skapi, Rio er alltof stressandi stadur og madur tharf ad halda sig í einsskonar sápukúlu til ad halda sig frá haettu og hlutum sem madur vill helst ekki sjá og/eda upplifa. Reyndar thegar ég paeli í thví er Rio einn af theim stôdum sem ég myndi aldrei vilja búa á og sômu sôgu er ad segja um São Paolo, thar sem ástandid er svipad. Hins vegar er ôldin ônnur í Floripa og gaeti ég vel hugsad mér ad búa thar.

Ég gisti á hosteli sem heitir Backpackers sharehouse, utan borgarinnar, en samt á eynni, sem er eins og stórborg med môrgum kjôrnum dreifdum hér og thar. Tímasetningin var samt ekki sú besta, thad er búid ad vera skýjad og rigning sídan ég kom. Ástrali nokkur ad nafni Ruairi maeldi med hostelinu, thví thar eru strendur og fallegt landslag. Á sólríkum dôgum má líka sjá hvali buslandi í sjávarmálinu. Ruairi upplifdi thetta allt nokkrum dôgum ádur en ég kom, en ég hef hvorki séd bláan himinn né nein sjávarspendýr. Ég er búinn ad kynnast nokkrum strákum frá borginni og á laugardeginum budu their mér og tveimur bandaríkjamônnum af hostelinu í lítid partý í heimahúsi í midborginni.

Thad lídur ad heimkomu og ég hlakka til ad koma heim og hitta vini og aettingja. Ég er thó strax farinn ad plana endurkomu mína í álfuna, enda eru nokkrir stadir í álfunni sem mig langar ad flytja til thannig ad hjarta mitt verdur skilid eftir í álfunni. Naesta stopp er Ríó, svo verdur tekid flug til Parísar og ég lendi á klakanum fôstudaginn 5. október.
Sjáumst!

P.S. Seinasta innlegg á blogginu fyrir heimfôr kemur brádlega.

Monday, September 17, 2007

Tèkk this sjitt àt

Èg maeli med thessu vìdjòi.



Ef thig langar ad vita af hverju skodanir Òskars eru svona sèrstakar à stundum thà aettir thù ad rekast à svarid hèr.

Wednesday, September 12, 2007

"I see dead people"

Èg er bùinn ad staldra hèr ì Buenos Aires ì rùmar tvaer vikur og thad er bùid ad vera ljómandi fìnt. Ad vìsu er èg aftur dottinn inn ì tùristamennsku og flestallir sem èg er bùinn ad kynnast eru annad hvort frà Englandi eda Ìrlandi. Naeturlífid hèrna er svakalegt og thad er haegt ad heimsaekja trodfulla klùbba alla daga vikunnar. Mestan tìmann hef èg gist à hosteli sem ber heitid Milhouse og thad verdur varla flùid ad fara ùt flestöll kvöldin ì stòrri tùristahjörd. Thar sem lidid er langt fram à seinni hluta ferdarinnar er kannski ekki svo slaemt ad kynnast aftur evrópulífi, en borgin hefur mjög Evròpskan blae. Thad sem ég hef helst ùt à borgina ad setja er yfirgengilegur fjöldi bìla og umferdarhàvadi, og loftid ì borg hins góda lofts er fremur vidbjódslegt á stundum. Straetisvagnarnir hèrna eru hàvaerar mengunarmaskìnur sem teknar hafa verid ùr notkun ì Bandarìkjunum og fluttar hingad. Straetisvagnabìlstjòrarnir eru brjàlaedingar en leigubìlstjòrarnir hins vegar flestallir bestu skinn, svo er lìka svo òdýrt ad taka leigubíl hérna. Reyndar lenti èg ì thvì um daginn thegar èg tòk leigubìl, ad bìlstjòrinn var bliiiindfullur og èg var frelsinu feginn thegar bìlferdinni lauk og gat andad lèttar. Ölvunarakstur hèrna ì Sudur-Amerìku er mjög algengur og hef èg nokkrum sinnum séd mjög ölvada ökumenn undir stýri, og akstur eftir nokkra bjòra er almennt stundadur. Eitt skiptid thegar èg var á leidinni af djamminu ásamt nýju vinum mínum, theim Paul, Steven og Mark, stoppadi leigubíllinn vid hlidina á nokkrum strákum sem voru ad koma af sama stad og voru í grídarlegu studi og greinilega undir áhrifum. Vid tókum vídjó af theim sem ég fae líklega einhverntímann og get thá póstad hér, reyndar fyndid, en samt ekki. Umferdarslys eru víst ein adaldaudaorsökin hérna í Buenos Aires og ég get varla sagt ad thad komi mér á óvart. Bílbeltanotkun er sjaldgaeft fyrirbrigdi og baksaetisfarthegum býdst yfirleitt ekki kostur á ad geta spennt öryggisbelti sín.

Klùbbarnir hèrna eru svakalegir og m.a. heimsòtti èg um daginn klùbb sem ber heitid Sunset og er flottasti naeturklùbbur sem èg hef komid à og ekki spillti útsýnid fyrir. Thad er kannski til lìtils ad lýsa stadnum hèr en tvaer myndir segja meira en tvöthúsund ord. Ég jàta thad ad èg er ekki bùinn ad vera neitt sèrlega menningarlegur hèrna, enda erfitt thegar madur er umkringdur Írum allan daginn. Their eru partyljòn og drekka mikid.

Paul, Steven og Èg tókum nokkur vel valin dansspor fyrir myndavélina

Fagurskapadir líkamar á Sunset (jafnréttisnóta: thad voru líka einhverjir hunks ad dansa berir ad ofan ofan á bordum thannig ad fyllsta jafnréttis var gaett)

Ég kíkti í kirkjugard hérna um daginn, uppakirkjugardur thar sem m.a. má finna Evu Perón og fleiri audkýfinga. Thessi kirkjugardur er magnadur, grafhýsi út um allt og madur getur meira ad segja séd líkkisturnar inni í theim. Einnig var thad undarlegt ad kettir voru allsrádandi í gardinum, eins og their vaeru verndarar hinna daudu (sem egyptar trúdu). Ég hef àdur komid i kirkjugard af svipudu kalìberi, ì Parìs, thar sem Jim Morrison hvìlir, en thessi slaer öllu vid.

Verndarar hinna làtnu

Kisi er greinilega vanur myndatokum

Fyrir mig hefur Buenos Aires verid hàlfgerd borg daudans thví nokkrum dögum eftir kirkjugardsferdina fór ég á sýningu sem ber heitid Bodies. Thýskur madur hefur fengid ì hendurnar lìk og bùid til ùr theim lìffraedileg mòdel sem sýna byggingu mannslíkamans á mun nákvaemari hátt en eitthvad plastdrasl eda ljósmyndir. Ég var mjög hrifinn af thessari sýningu, enda líffraedingur ad mennt, og gat tharna séd í eigin persónu hversu grídarlega flóknar og listilega fallega samsettar maskínur vid erum. Mér vard hugsad til thess ad ofbeldisseggir hefdu gott af thví ad sjá thetta svo their gaetu áttad sig á thví hvad their vaeru ad skemma thegar their taekju upp á thví ad stunda thetta mjög svo vafasama áhugamál sitt.

Einn mannshamurinn sýningarinnar

Thar sem styttist í heimkomu er einnig tilvalid ad skipta út gömlum tuskum fyrir ný föt. Ég er búinn ad kaupa mér tvenn pör af skóm, fernar buxur, tvaer skyrtur og jakka og lít núna út eins og nýr madur. Ég tek líka eftir thví ad ég kann ad hafa ordid álitlegri karlkostur fyrir vikid enda virdist allflest fólk daema bók eftir kápunni, thar á medal ég. Ástkaer módir mín tharf thví vart ad hafa áhyggjur af thví á naestunni ad yngsti sonur hennar minni á útigangsmann. Gallabuxurnar mìnar voru ordnar gatslitnar med óthrífanlegum blettum og meiradsegja mèr, sem hef grídarlegt ògedsgallabuxnathol, var farinn ad blöskra ùtgangurinn à sjàlfum mér.

Ég skipti sìdan um hostel àsamt Paul, Steven og Mark enda búnir ad fà of stòran skammt af skemmtanalìfi ì hjörd Englendinga og Íra. Nýja hostelid er smaerra og heimilislegra, en annars ekkert svaka spes.

Í dag fór ég á knassbirnuleik med Boca Juniors, en addáendur theirra thykja med ofstaekisfyllri knassbirnuàhugamönnum. Boca vann 2-0 en annars var leikurinn ekkert thad merkilegur og stemmningin eftir thví. Í S-Ameríku er knattspyrna eins konar trùarbrögd og minnir stemmningin um margt á trúarsamkomur í Afríku, med tilheyrandi bumbuslaetti, söng og dansi/hoppi sem oft á tídum koma fólki í nokkurs konar leidsluástand, sérstaklega thegar vel gengur. Annars er knassbirnan ekki svo slaem trúarbrögd í samanburdi vid önnur rótgrónari kerfi eins og t.d. kristni, gydingdóm og islam, sem allt eru ofbeldisfull fedraveldisstjórnunartól, stýrikerfi valdasjúkra manna (èg er tilbùinn ad rökraeda thetta à kommentakerfinu).

Ég var ad skrá mig á facebook.com . Èg lét undan eftir ad hafa verid spurdur í thúsundasta skipti med breskum hreim "Are you on Facebook?". Thrátt fyrir ad thetta kerfi sé himnasending fyrir stóra bródur heimsins hef èg ákvedid ad fara gegn hugsjónum mínum til ad geta haldid betur sambandi vid túristana sem ég er búinn ad kynnast í ferdinni. Reyndar er ég farinn ad taka eftir thví ad ég hef lítid hagnast á thví sjálfur ad fylgja hugsjónum mínum og hafa thaer oft verid takmarkandi tháttur í velgengni minni hér á jörd. Ég aetla thvì ad leggja nokkurn hluta hugsjóna minna á hilluna á naestunni og vera sellout hóra hvad vardar persónufrelsi og neyslu, ganga í merkjavöruumbùdum og jafnvel snaeda à McDonalds (allt ì thàgu vìsindanna, ad sjàlfsögdu) og drekka kók. Baràttan vid vèlina/(stýri)kerfid/matrix/vegginn (a la Pink Floyd) er ad mestu glötud og aetla èg ad laera ad mjólka vèlina í stadinn og plögga mig inn ì Matrixid um stund. Èg hef vanraekt bloggid thvì èg er ordinn fèsbòkarfìkill og farinn ad endurnýja samskipti vid gamla vini og ferdafèlaga. Èg fer lìka bràdlega ad fara ad finna thar myndir sem hafa verid teknar mèr ì ferdinni. Ef thù ert à fèsbòk/grìmuskruddu er um ad gera ad adda mèr.

Ég aetla ad skreppa í dagsferd til Uruguay á naestu dögum, en annars hef ég ekki ákvedid hvert ég held naest. Mig langar aftur til Córdoba, enda er ég farinn ad gaela vid ad halda námi mínu áfram í theirri borg. Satt best ad segja langar mig lítid aftur til Brasilíu, thví thar er dýrt ad vera (í samanburdi vid naerliggjandi lond) og madur finnur ekki fyrir sömu öryggistilfinningu og á flestum ödrum stödum. Mér fannst glansmyndin sem ég hafdi í huga mínum fyrir ferdina mun meira spennandi en raunveruleikinn. Reyndar er ég mjög hrifinn af brasilískri menningu og tónlist (besta tónlistin í S-Ameríku, ad mínu mati), en ókostirnir (misskipting auds, ofbeldi og rán og verdlag) vega thungt. Fleira verdur thad ekki ad thessu sinni.

Fridur

Sunday, September 2, 2007

Myndir

Nokkrar myndir frá Kólumbíu sem ég tók ádur en myndavélin mín lét lífid.


Pelíkani í Tayrona Park.


Hraeringurinn sem ég var svo hrifinn af.


Asnar eru krúttlegir en hljódin sem their gefa frá sér eru asnaleg (en ekki hvad?).


Thessi madur kom mér alltaf í gott skap. Minnti mig svolítid á hann födur minn heitinn, enda ungur í anda.


Pabbi hefdi vafalaust verid hressari á sínum sídustu árum hefdi hann búid í Kólumbíu.


Frá vinstri: Kókaín, Kannabis, Áfengi (mynd tekin í lok djamms).


Gódkunningi lögreglunnar (jább, thetta eru lögreglumenn).


Ég fékk svedjuréttindi í Tayrona Park og er thví ordinn alvöru karlmadur.


Úlfhédinn Skarphédinsson varpar sér í úlfsham.