Thursday, August 23, 2007

Cordóba

Er enntha staddur í Cordoba og hér er hreint ekki slaemt ad vera. Ad vísu er ennthá vetur hérna fyrir sunnan og thví kalt. Thad er thó farid ad hlýna adeins og núna er ágaetis vedur á daginn en ennthá kalt á kvoldin og nóttunni. Ef einhver er ad reyna ad nota dagsetningarnar á bloggfaerslum til ad átta sig á gangi tímans hjá mér thá er dagsetningin á sídustu faerslu röng. Ég setti innleggid inn í kringum 16. ágúst en thann 8. var ég staddur í Mendoza og skrifadi fyrri helming faerslunnar (og thar af leidandi stendur 8. ágúst á henni).

Ég var búinn ad hlakka til ad kíkja á naeturlífid hérna enda er ég búinn ad kynnast ágaetis summu af Cordóbistum thannig ad ég er ekki thessi týpiski (heimski) túristi hérna eins og á flestum stödum sem ég hef farid á. Ég var thess vegna heldur betur svekktur thegar ég fékk flensu sem spillti helginni fyrir mér. Ekki baetti úr skák ad sömu helgi komu 26 gaurar frá naerliggjandi borg og tóku yfir hostelid fyrir bachelor-partý, og gat ég hvergi flúid laetin í theim. Ég hugsadi um thad hversu óheppinn ég var ad thetta voru ekki 26 gellur, en ég hefdi örugglega pirrad mig enn meira á thví ad vera veikur og tussulegur í slíkum félagsskap.

Ég er búinn ad vera ad gista á hosteli sem ber heitid Hostel Art. Thad er búid ad vera naestum tómt sídan ég kom thangad (ad bachelor helginni undanskilinni) og ég hef ekki kynnst neinum túristum hérna. Á hostelinu er ég búinn ad hanga mikid med Enrique sem vinnur thar og býr einnig. Thegar hann er ekki ad vinna er hann idjuleysingi og hentar túristum vel ad thekkja slíkt fólk thví idjuleysingjar eru ekki jafn uppteknir og stressadir og annad fólk.

Argentínumenn eru naestum allir hádir jurtate sem kallad er yierba maté, eda bara maté. Maté inniheldur eitthvad ávanabindandi efni sem stór hluti landsmanna er hádur (svipad og med kaffi og kók heima) og eru Argentínskir túristar audthekkjanlegir í álfunni thar sem their hafa alltaf med sér maté bolla, sem minnir óinnvígda helst á vatnspípu.

Che ad fá sér maté

Fyrir nokkrum dögum vorum vid heima hjá Anitu, vinkonu Eri og hringdi síminn thar. Hún rétti mér tólid og sagdi mér ad tala íslensku sem ég og gerdi. Mér var thá svarad á íslensku (sem mér thótti afar skrýtid) og spurdi....Hver ert thú?! Thetta var hann Pablo Bravo, sem á íslenska barnsmódur og bjó á klakanum fyrir nokkrum árum, og flytur thangad aftur í vetur. Thad var fyrir tilviljun ad hann hringdi...enda vildi hann ná tali af systur Anitu, en ekki mér. Í kjölfar símtals kíkti Pablo í heimsókn thangad. Íslenskan hans er bara thokkalega gód og vid töludum saman á íslensku. Hann baud mér gistingu heima hjá sér og ég thádi.

Pablo er mjög hrifinn af Íslandi og Íslendingum og thad sem honum fannst helst ad Íslandi er ad skítsmúlinn vantar á badherbergin (Thetta kann ad hljóma eins og sögufölsun fyrir bitastaedara blogg, en svo er ekki raunin). Ég greip thessi ummaeli hans á lofti og baud honum ad ganga í samtökin "Smúlinn heim" og eru núna tveir skrádir medlimir. Skráning almennra borgara í samtökin er nú hafin á kommentakerfinu fyrir thetta innlegg og skora ég á THIG! ad skrá thig og leggja gódu málefni lid.

Ég saeki myndavélina mína í vidgerd á morgun, ef thad hefur thá tekist ad laga hana. Thá getur fólk aftur farid ad búast vid myndum inn á bloggid. Reyndar á ég gommu af myndum frá Kólumbíu á minniskortinu og kannski finn ég í mér nennu brádlega til ad setja nokkrar á bloxíduna. Ég aetla ad vera hérna í Cordoba a.m.k. fram yfir helgi og svo verdur stefnan tekin á borg hins góda lopts.

8 comments:

Oskar said...

Samtökin "Smúlinn Heim"
Medlimum er heimilt ad velja sér titil vid haefi.

Medlimaskrá:

Stofnlimur: Óskar Brasilíufari

Heidurslimur: Pablo Bravo

Anonymous said...

Ég vil ganga í þessi samtök, þó ég viti ekki með vissu hvað "Smúli" er þrátt fyrir lýsingar þínar. Þarft eiginlega að setja inn mynd af þessu svo fólk viti hvað það er að festa nafnið sitt við.

kv,
Teddi frændi.

Anonymous said...

Sammála Tedda frænda:)
Ég sé þig alveg fyrir mér þegar þú greipst ummælin og sagðir Pablo frá samtökunum.. mikið sakna ég þín mikið elsku óskar!!!
bráðum kemuru heim, er það ekki??

kv, Halla.

Oskar said...

Skítsmúll er graejan sem madur notar til ad skola/spúla/smúla afturenda eftir haegdir. Oft er um ad raeda nokkurs konar sturtuhaus á slongu sem madur notar til ad skola med. Einnig eru til svokalladar skolskálar, eda bidet, sem ég er ekki jafn hrifinn af (örugglega vegna eigin reynsluleysis).

Ég held samt ad
innbyggdur klósettsmúll
sé toppurinn á tilverunni.

Heimkoma er áaetlud 5. okt. Föstudagur ....er októberfest háskólans ekki alveg örugglega fyrstu helgina í okt?

Anonymous said...

Já, þetta er snilld! Ég vil eignast klósett sem pissar!!!

Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim!

kv,
Teddi

Anna Sigga said...

Já frábært.. ég var ekki alveg að átta mig á þessu heldur fyrst, en mér hefur alltaf þótt þetta úber sniðugt og því vil ég ólm ganga í tökin!

Skráðu mig núna!

Anna Sigga Smúlari

Anonymous said...

Smúllinn er vinur minn.
Því tel ég mig verða að vera lim í tökum yðar.

Anonymous said...

ég er 2 kúl for smúl. Hinsvegar finnst mér þetta sniðug lausn;
http://www.wulffmorgenthaler.com/default.aspx?id=3571acfd-6401-4f0a-b219-839ad2e0f1c9
verst að þetta er tveggja manna process.

Múmú (tholli)