Sunday, September 23, 2007

Salsa, Uruguay og Brasilía

Thá er madur kominn aftur til fyrirheitna landsins, Brasiliu. Thví fylgdu blendnar tilfinningar ad yfirgefa Argentínu. Í Buenos Aires festist ég hálfpartinn í ad endurupplifa sama daginn aftur og aftur, nema med nýju fólki, svipad og í kvikmyndinni Groundhog day. Seinustu 3 naeturnar bjó ég á hosteli sem ber heitid Clan Hostel og er thad besta af theim thremur sem ég gisti á. Einn kostur vid hostelid fram yfir hin var sá ad thar voru ekki einungis enskumaelandi túristar heldur einnig fólk frá ôdrum lôndum Sudur-Ameríku, adallega Chile. Á Clan Hostel tók ég byrjendanámsskeid í salsa dansi, sem var ókeypis tharna einn daginn í bodi vidskiptavinar frá Dóminíska Lýdveldinu. Ég fékk thar einnig leidsogn í Merenge, sem er dans aettadur frá Kólumbíu. Ég komst ad thví ad thetta er bara djôfulli skemmtilegt og ég stefni nú ad thví ad verda salsakóngur Íslands. Ég er búinn ad naga stóran part af handarbôkum mínum fyrir ad laera thetta ekki fyrr, thví hingad til í ferdinni hef ég horft ôfundsjúkur á adra salsakónga theyta fôngulegu kvenfólki um dansgólfid í trylltum dansi medan ég stód hjá eins og auli.

Ég eignadist marga góda vini í Buenos Aires, ber thar haest Steven, Mark og Paul og erum vid búnir ad ákveda leida saman hross vor einhversstadar í Evrópu á naesta ári, jafnvel á Íslandi. Ég er ad hugsa um ad draga drengina á Thjódhátíd í Eyjum, enda eru litlar líkur á ad their verdi vonsviknir med slíkt sukk (Mark og Steven eru Írar).

Mér tókst loksins ad losa mig úr thessari djammgildru sem Buenos Aires er og tók stefnuna á Montevideo í Uruguay. Ég kom thangad kl. 7 um morgun og ákvad ad eyda einum degi thar og taka rútu til Florianopolis í Brasilíu um kvôldid. Í Montevideo skrádi ég mig í skodunarferd hjá fyrirtaeki einu. Ég var sá eini í mini-rútunni og fékk thví minn eigin leidsôgumann og bílstjóra um borgina. Thad var bara hressandi og ég óskadi eftir thví ad kynnisferdin yrdi á spaensku. Montevideo er bara helvíti vel útlítandi borg, opin rými, fallegar byggingar, og ég gat séd heidbláan himinn og tré og fleira sem var lítid um í midborg Buenos Aires. Eitt sem sló mig var thad ad thad eru svo gott sem engir Indíánar í landinu, indíánabyggdum var útrýmt. Thegar túrinn var ca. hálfnadur `komu upp vandraedi med mini-rútuna´ (s.s. thad var ekki efnahagi fyrirtaekisins í hag ad keyra um borgina med einn vidskiptavin) og ég var settur í annan hóp sem samanstód af brasilískum bissnessmônnum, og túrinn á portúgôlsku. Spaenskan mín er loksins ordin vidunandi, ég er ordinn vidraeduhaefur á tungumálinu og samtôlin sem ég á núna á spaensku eru ekki bara yfirbordsumraedur samsettar úr einfôldum setningum. Thad var thví hálfleidinlegt ad yfirgefa spaenskumaelandi part álfunnar yfir til portúgôlskumaelandi Brasilíu. Um kvôldid tók vid 18 stunda rútuferd til Florianopolis í Brasilíu. Florianopolis, eda Floripa eins og borgin er kôllud, var stadur sem mig langadi alltaf ad heimsaekja, thví ég var búinn ad heyra góda hluti um stadinn og ad ég myndi falla thar inn eins og flís vid rass. Floripa er á eyju sem heitir Ilha Santa Catarina og thrjár brýr tengja eyna vid meginlandid og eru badstrendur út um allt og godar almenningssamgongur. Velmegun er meiri í sudurhluta Brasilíu og madur verdur ekki jafn var vid thjódfélagsvandamálin sem herja á landid. Í samanburdi vid Rio er Floripa mun meira ad mínu skapi, Rio er alltof stressandi stadur og madur tharf ad halda sig í einsskonar sápukúlu til ad halda sig frá haettu og hlutum sem madur vill helst ekki sjá og/eda upplifa. Reyndar thegar ég paeli í thví er Rio einn af theim stôdum sem ég myndi aldrei vilja búa á og sômu sôgu er ad segja um São Paolo, thar sem ástandid er svipad. Hins vegar er ôldin ônnur í Floripa og gaeti ég vel hugsad mér ad búa thar.

Ég gisti á hosteli sem heitir Backpackers sharehouse, utan borgarinnar, en samt á eynni, sem er eins og stórborg med môrgum kjôrnum dreifdum hér og thar. Tímasetningin var samt ekki sú besta, thad er búid ad vera skýjad og rigning sídan ég kom. Ástrali nokkur ad nafni Ruairi maeldi med hostelinu, thví thar eru strendur og fallegt landslag. Á sólríkum dôgum má líka sjá hvali buslandi í sjávarmálinu. Ruairi upplifdi thetta allt nokkrum dôgum ádur en ég kom, en ég hef hvorki séd bláan himinn né nein sjávarspendýr. Ég er búinn ad kynnast nokkrum strákum frá borginni og á laugardeginum budu their mér og tveimur bandaríkjamônnum af hostelinu í lítid partý í heimahúsi í midborginni.

Thad lídur ad heimkomu og ég hlakka til ad koma heim og hitta vini og aettingja. Ég er thó strax farinn ad plana endurkomu mína í álfuna, enda eru nokkrir stadir í álfunni sem mig langar ad flytja til thannig ad hjarta mitt verdur skilid eftir í álfunni. Naesta stopp er Ríó, svo verdur tekid flug til Parísar og ég lendi á klakanum fôstudaginn 5. október.
Sjáumst!

P.S. Seinasta innlegg á blogginu fyrir heimfôr kemur brádlega.

Monday, September 17, 2007

Tèkk this sjitt àt

Èg maeli med thessu vìdjòi.



Ef thig langar ad vita af hverju skodanir Òskars eru svona sèrstakar à stundum thà aettir thù ad rekast à svarid hèr.

Wednesday, September 12, 2007

"I see dead people"

Èg er bùinn ad staldra hèr ì Buenos Aires ì rùmar tvaer vikur og thad er bùid ad vera ljómandi fìnt. Ad vìsu er èg aftur dottinn inn ì tùristamennsku og flestallir sem èg er bùinn ad kynnast eru annad hvort frà Englandi eda Ìrlandi. Naeturlífid hèrna er svakalegt og thad er haegt ad heimsaekja trodfulla klùbba alla daga vikunnar. Mestan tìmann hef èg gist à hosteli sem ber heitid Milhouse og thad verdur varla flùid ad fara ùt flestöll kvöldin ì stòrri tùristahjörd. Thar sem lidid er langt fram à seinni hluta ferdarinnar er kannski ekki svo slaemt ad kynnast aftur evrópulífi, en borgin hefur mjög Evròpskan blae. Thad sem ég hef helst ùt à borgina ad setja er yfirgengilegur fjöldi bìla og umferdarhàvadi, og loftid ì borg hins góda lofts er fremur vidbjódslegt á stundum. Straetisvagnarnir hèrna eru hàvaerar mengunarmaskìnur sem teknar hafa verid ùr notkun ì Bandarìkjunum og fluttar hingad. Straetisvagnabìlstjòrarnir eru brjàlaedingar en leigubìlstjòrarnir hins vegar flestallir bestu skinn, svo er lìka svo òdýrt ad taka leigubíl hérna. Reyndar lenti èg ì thvì um daginn thegar èg tòk leigubìl, ad bìlstjòrinn var bliiiindfullur og èg var frelsinu feginn thegar bìlferdinni lauk og gat andad lèttar. Ölvunarakstur hèrna ì Sudur-Amerìku er mjög algengur og hef èg nokkrum sinnum séd mjög ölvada ökumenn undir stýri, og akstur eftir nokkra bjòra er almennt stundadur. Eitt skiptid thegar èg var á leidinni af djamminu ásamt nýju vinum mínum, theim Paul, Steven og Mark, stoppadi leigubíllinn vid hlidina á nokkrum strákum sem voru ad koma af sama stad og voru í grídarlegu studi og greinilega undir áhrifum. Vid tókum vídjó af theim sem ég fae líklega einhverntímann og get thá póstad hér, reyndar fyndid, en samt ekki. Umferdarslys eru víst ein adaldaudaorsökin hérna í Buenos Aires og ég get varla sagt ad thad komi mér á óvart. Bílbeltanotkun er sjaldgaeft fyrirbrigdi og baksaetisfarthegum býdst yfirleitt ekki kostur á ad geta spennt öryggisbelti sín.

Klùbbarnir hèrna eru svakalegir og m.a. heimsòtti èg um daginn klùbb sem ber heitid Sunset og er flottasti naeturklùbbur sem èg hef komid à og ekki spillti útsýnid fyrir. Thad er kannski til lìtils ad lýsa stadnum hèr en tvaer myndir segja meira en tvöthúsund ord. Ég jàta thad ad èg er ekki bùinn ad vera neitt sèrlega menningarlegur hèrna, enda erfitt thegar madur er umkringdur Írum allan daginn. Their eru partyljòn og drekka mikid.

Paul, Steven og Èg tókum nokkur vel valin dansspor fyrir myndavélina

Fagurskapadir líkamar á Sunset (jafnréttisnóta: thad voru líka einhverjir hunks ad dansa berir ad ofan ofan á bordum thannig ad fyllsta jafnréttis var gaett)

Ég kíkti í kirkjugard hérna um daginn, uppakirkjugardur thar sem m.a. má finna Evu Perón og fleiri audkýfinga. Thessi kirkjugardur er magnadur, grafhýsi út um allt og madur getur meira ad segja séd líkkisturnar inni í theim. Einnig var thad undarlegt ad kettir voru allsrádandi í gardinum, eins og their vaeru verndarar hinna daudu (sem egyptar trúdu). Ég hef àdur komid i kirkjugard af svipudu kalìberi, ì Parìs, thar sem Jim Morrison hvìlir, en thessi slaer öllu vid.

Verndarar hinna làtnu

Kisi er greinilega vanur myndatokum

Fyrir mig hefur Buenos Aires verid hàlfgerd borg daudans thví nokkrum dögum eftir kirkjugardsferdina fór ég á sýningu sem ber heitid Bodies. Thýskur madur hefur fengid ì hendurnar lìk og bùid til ùr theim lìffraedileg mòdel sem sýna byggingu mannslíkamans á mun nákvaemari hátt en eitthvad plastdrasl eda ljósmyndir. Ég var mjög hrifinn af thessari sýningu, enda líffraedingur ad mennt, og gat tharna séd í eigin persónu hversu grídarlega flóknar og listilega fallega samsettar maskínur vid erum. Mér vard hugsad til thess ad ofbeldisseggir hefdu gott af thví ad sjá thetta svo their gaetu áttad sig á thví hvad their vaeru ad skemma thegar their taekju upp á thví ad stunda thetta mjög svo vafasama áhugamál sitt.

Einn mannshamurinn sýningarinnar

Thar sem styttist í heimkomu er einnig tilvalid ad skipta út gömlum tuskum fyrir ný föt. Ég er búinn ad kaupa mér tvenn pör af skóm, fernar buxur, tvaer skyrtur og jakka og lít núna út eins og nýr madur. Ég tek líka eftir thví ad ég kann ad hafa ordid álitlegri karlkostur fyrir vikid enda virdist allflest fólk daema bók eftir kápunni, thar á medal ég. Ástkaer módir mín tharf thví vart ad hafa áhyggjur af thví á naestunni ad yngsti sonur hennar minni á útigangsmann. Gallabuxurnar mìnar voru ordnar gatslitnar med óthrífanlegum blettum og meiradsegja mèr, sem hef grídarlegt ògedsgallabuxnathol, var farinn ad blöskra ùtgangurinn à sjàlfum mér.

Ég skipti sìdan um hostel àsamt Paul, Steven og Mark enda búnir ad fà of stòran skammt af skemmtanalìfi ì hjörd Englendinga og Íra. Nýja hostelid er smaerra og heimilislegra, en annars ekkert svaka spes.

Í dag fór ég á knassbirnuleik med Boca Juniors, en addáendur theirra thykja med ofstaekisfyllri knassbirnuàhugamönnum. Boca vann 2-0 en annars var leikurinn ekkert thad merkilegur og stemmningin eftir thví. Í S-Ameríku er knattspyrna eins konar trùarbrögd og minnir stemmningin um margt á trúarsamkomur í Afríku, med tilheyrandi bumbuslaetti, söng og dansi/hoppi sem oft á tídum koma fólki í nokkurs konar leidsluástand, sérstaklega thegar vel gengur. Annars er knassbirnan ekki svo slaem trúarbrögd í samanburdi vid önnur rótgrónari kerfi eins og t.d. kristni, gydingdóm og islam, sem allt eru ofbeldisfull fedraveldisstjórnunartól, stýrikerfi valdasjúkra manna (èg er tilbùinn ad rökraeda thetta à kommentakerfinu).

Ég var ad skrá mig á facebook.com . Èg lét undan eftir ad hafa verid spurdur í thúsundasta skipti med breskum hreim "Are you on Facebook?". Thrátt fyrir ad thetta kerfi sé himnasending fyrir stóra bródur heimsins hef èg ákvedid ad fara gegn hugsjónum mínum til ad geta haldid betur sambandi vid túristana sem ég er búinn ad kynnast í ferdinni. Reyndar er ég farinn ad taka eftir thví ad ég hef lítid hagnast á thví sjálfur ad fylgja hugsjónum mínum og hafa thaer oft verid takmarkandi tháttur í velgengni minni hér á jörd. Ég aetla thvì ad leggja nokkurn hluta hugsjóna minna á hilluna á naestunni og vera sellout hóra hvad vardar persónufrelsi og neyslu, ganga í merkjavöruumbùdum og jafnvel snaeda à McDonalds (allt ì thàgu vìsindanna, ad sjàlfsögdu) og drekka kók. Baràttan vid vèlina/(stýri)kerfid/matrix/vegginn (a la Pink Floyd) er ad mestu glötud og aetla èg ad laera ad mjólka vèlina í stadinn og plögga mig inn ì Matrixid um stund. Èg hef vanraekt bloggid thvì èg er ordinn fèsbòkarfìkill og farinn ad endurnýja samskipti vid gamla vini og ferdafèlaga. Èg fer lìka bràdlega ad fara ad finna thar myndir sem hafa verid teknar mèr ì ferdinni. Ef thù ert à fèsbòk/grìmuskruddu er um ad gera ad adda mèr.

Ég aetla ad skreppa í dagsferd til Uruguay á naestu dögum, en annars hef ég ekki ákvedid hvert ég held naest. Mig langar aftur til Córdoba, enda er ég farinn ad gaela vid ad halda námi mínu áfram í theirri borg. Satt best ad segja langar mig lítid aftur til Brasilíu, thví thar er dýrt ad vera (í samanburdi vid naerliggjandi lond) og madur finnur ekki fyrir sömu öryggistilfinningu og á flestum ödrum stödum. Mér fannst glansmyndin sem ég hafdi í huga mínum fyrir ferdina mun meira spennandi en raunveruleikinn. Reyndar er ég mjög hrifinn af brasilískri menningu og tónlist (besta tónlistin í S-Ameríku, ad mínu mati), en ókostirnir (misskipting auds, ofbeldi og rán og verdlag) vega thungt. Fleira verdur thad ekki ad thessu sinni.

Fridur

Sunday, September 2, 2007

Myndir

Nokkrar myndir frá Kólumbíu sem ég tók ádur en myndavélin mín lét lífid.


Pelíkani í Tayrona Park.


Hraeringurinn sem ég var svo hrifinn af.


Asnar eru krúttlegir en hljódin sem their gefa frá sér eru asnaleg (en ekki hvad?).


Thessi madur kom mér alltaf í gott skap. Minnti mig svolítid á hann födur minn heitinn, enda ungur í anda.


Pabbi hefdi vafalaust verid hressari á sínum sídustu árum hefdi hann búid í Kólumbíu.


Frá vinstri: Kókaín, Kannabis, Áfengi (mynd tekin í lok djamms).


Gódkunningi lögreglunnar (jább, thetta eru lögreglumenn).


Ég fékk svedjuréttindi í Tayrona Park og er thví ordinn alvöru karlmadur.


Úlfhédinn Skarphédinsson varpar sér í úlfsham.

Thursday, August 30, 2007

Tannburstinn minn :(

Ég var búinn ad segja frá thví ad ég fékk gistingu hjá Pablo, vini systur vinkonu vinkonu minnar (sem nú eru öll vinir mínir). Pablo býr med 3 vinum sínum, theim Martin, Reuben og Sebastian (kalladur Chino). Reuben er laeknir, soldid feiminn og fyrst thegar ég sá hann var hann ad koma úr vinnunni med plastpoka fullan af alls kyns lyfjum sem lyfjaframleidendur vilja ólmir gefa honum. Í Argentínu eru lyfjaauglýsingar sífellt í sjónvarpinu og meiradsegja ein sem er beint ad börnum (teiknadar fígúrur ad syngja lag um gaedi barna-parasetamóls). Ég sé alveg fyrir mér ad argentinsk aeska heimti barna-parasetamól vid öllum meinum sem kunna ad hrjá hana enda vart haegt ad búast vid ad krakkar hafi vit á hvenaer og hvernig skuli nota lyf, og vid hverju. Chino er helviti fínn náungi, kalladur Chino vegna thess ad hann er thrívíddarforritari med tölvuthreytt augu sem minna folk á Kínverja. Martin kynntist ég sama og ekki neitt.

Dagana sem ég bjó heima hjá Pablo gerdi ég ekki mikid, sem var mjög fínt. Ég hékk tharna med taernar upp í loftid og horfdi mikid á spaenskukennarann minn, sjónvarpid. Simpson fjölskyldan er alltaf í sjónvarpinu í Súrameríku og ég hef ekki heyrt Hómer tala ensku í meira en hálft ár. Reyndar er Simpson fjölskyldan thad fólk sem ég skil hvad best spaenskuna hjá thví spaenskan theirra er sú sama hvort sem ég er í Kólumbíu, Chile eda Argentínu. Heima hjá Pablo fékk ég ad upplifa thessa thaegilegu tilfinningu sem fólk kallar home/heima (Hér vitna ég í spakmaelid: "Home is not a place, it´s a feeling") sem ég hef ekki upplifad sídan ég hélt af Ís-landi brott. Pablo lét mér eftir herbergid sitt og svaf heima hjá kaerustunni sinni í stadinn. Svo kom ad kvedjustund og ég tók rútu til Buenos Aires. Mér fannst leidinlegt ad yfirgefa Córdoba og thurfa ad kvedja Eriku, Pablo, Anitu og Chino. Reyndar er ég ordinn daudleidur á ad vera alltaf ad kvedja fólk, sérstaklega fólk sem madur er nýbúinn ad kynnast og er ennthá ad kynnast.

Thad fyrsta sem ég gerdi thegar ég kom til Buenos Aires var ad fara á internetid á rútustödinni í 10 mín til ad finna mér náttstad. Ég settist út í horn vid tölvu og setti farangurinn minn vid hlidina á mér, innan handar. Par settist vid tölvurnar fyrir aftan mig sem mér thótti svolítid skrýtid thar sem tölvurnar voru biladar, en fólk vill oft fá sér saeti á rútustödvum og thví ekkert endilega óedlilegt. Thau virkudu mjög sakleysisleg og ég paeldi ekki meira í thví. Skömmu seinna var bankad á glervegg vid hlidina á mér...madur á rútustödinni ad spyrja á einföldu táknmáli hvad klukkan vaeri, gegnum glerid. Ég setti thá 8 fingur í loptid thví klukkan var átta. Thá gaf hann til kynna ad hann skildi mig ekki, og aftur, og eftir thrjú skipti ákvad ad hunsa hann. Thá fór ég ad tengja saman og tók eftir thví ad parid var horfid, og litli bakpokinn minn (s.s. ekki bakpokaferdalangsbakpokinn minn) var horfinn einnig. Ég hafdi verid raendur af thriggja manna teymi og féll fyrir gamla góda distraction bragdinu. Reyndar ótrúlegur kjarkur í fólkinu ad thora svona lögudu, og takast thad, á jafn fjölförnum stad, med öryggisvördum allsstadar og ganga út af netkaffinu med tösku sem thau gengu ekki inn med nokkrum mínútum ádur. Thetta virdist vera vinsael adferd hérna fyrir sunnan thví sídan ég flaug til Santiago fyrir rúmum mánudi hef ég hitt thrjár túrista sem lentu í nákvaemlega thví sama. Nú var komid af mér, enda enginn madur med mönnum nema hann sé raendur a.m.k. einu sinni í svona stórri ferd.

Thetta var svosem ekkert mikill skadi en í bakpokanum var:
  • Allt handverk mitt frá hippatímabili ferdarinnar og thad sem tharf til handverksgerdar.
  • Tannburstinn minn :(, svitalyktareydir, sjampó, tannkrem etc.
  • Uppáhaldsbolurinn minn og ullarnaerbolur
  • Gjöf handa thér
  • Ónýti iPodinn minn (100% ónýtur)

Sem sagt....ég lifi.

Reyndar er vid haefi nú ad greina hér frá annarri reynslu sem ég átti í Ríó fyrir rúmum 6 mánudum. Thá lenti ég nefnilega í vopnudu ráni. Ég greindi ekki frá thví á blogginu thar sem módir mín var afar hraedd um litla drenginn sinn einan í Brasilíu og ég vildi ekki valda henni sálarskada (er ekki betra ad frétta thetta svona, mamma?). Thá var ég staddur ásamt tveimur Bretum á Copacabana ströndinni snemma morguns. Vid vorum nýkomnir á hostelid af djammi og thad var byrjad ad birta til. Vid ákvádum ad fara og horfa á sólarupprásina vid ströndina og ádur en vid fórum út settum vid verdmaeti okkar öruggan stad, enda vinnuregla ad vera verdmaetalaus á Copacabana ströndinni.
Dagurinn var ad hefjast og fólk var farid ad koma á ströndina og krakkar ad leik nálaegt, sem yfirleitt má taka sem skilabod um ad stadurinn sé öruggur (En ekki í Ríó). Skömmu eftir ad sólin kom upp komu tveir dúddar ad okkur og blödrudu eitthvad á portúgölsku og thegar their voru vissir um ad vid vaerum allir útlendingar dró annar theirra upp steikarhníf, halladi sér ad okkur og sagdi: "money money money money". Thad kann ad hljóma lygasögu líkast, en ég var ekki hraeddur heldur var hugsunin "OHHHH" í höfdi mínu og ég sagdi thad upphátt (Rán eru algeng í Ríó og raeningjar hafa ekki ofbeldi í huga, vopnid er til thess ad ránid gangi hradar fyrir sig og hinir raendu séu samvinnuthýdari, og sértu samvinnuthýd/ur er lítil sem engin haetta á líkamsskada). Vid taemdum vasa okkar og their hlupu í burtu med ránsfenginn. Annar Bretinn, Chris, hafdi gleymt ad skilja úrid sitt eftir á hostelinu og tapadi thví thví.. Eftir ránid sátum vid áfram í nokkrar mínútur og horfdum á gaurana hlaupa í burtu. Thad hvarfladi ekki ad neinum ad tala vid lögguna, thví margir lögreglumenn í Ríó (og reyndar allri álfunni) eru afkastameiri raeningjar en fátaeklingarnir sem raendu okkur. Thegar vid loksins stódum upp og héldum til baka sáum vid thrjár löggur ganga í átt ad okkur (s.s. einhver lét lögguna vita) med skammbyssur í hönd (Skammbyssur lögreglumanna eru annars ALLTAF í hulstrinu); thá hugsadi ég "FOKK!, mig langar EKKI ad díla vid lögguna í Ríó" og thá fyrst vard ég smeykur; vildi enga frekari málavexti. Thúsundkall er ágaetis prís fyrir reynslu af vopnudu ráni og madur vill helst ekki ad einhverjir vesalingar séu fangelsadir eda skotnir fyrir thúsundkallinn manns. Til allrar hamingju höfdu thessar löggur lítinn áhuga á ad ná thjófunum (thad hefdi verid lítid mál ad láta grípa gaurana ef vid hefdum látid vita strax, thví thad er erfitt ad fela sig á jafn stóru, opnu svaedi og Copacabana ströndin er) og fljótlega voru their farnir ad tala um fótbolta (dýrd sé maettinum fyrir fótbolta). Sídan sögdust their mundu tékka á thessu og leidir skildu, engir eftirmálar.

Núna er stadan 2-1 raeningjum í hag, ég fékk eitt stig í Lima thegar distraction bragdid klikkadi (einhver sem hefur gott íslenskt ord fyrir distraction?).

Fall er fararheill og ég er heill.
Ég vona ad thau fari vel med thig Bjössi :(.

P.S. Myndavélina mína var ekki haegt ad laga. Einhver sem vill splaesa í nýja myndavél?

Thursday, August 23, 2007

Cordóba

Er enntha staddur í Cordoba og hér er hreint ekki slaemt ad vera. Ad vísu er ennthá vetur hérna fyrir sunnan og thví kalt. Thad er thó farid ad hlýna adeins og núna er ágaetis vedur á daginn en ennthá kalt á kvoldin og nóttunni. Ef einhver er ad reyna ad nota dagsetningarnar á bloggfaerslum til ad átta sig á gangi tímans hjá mér thá er dagsetningin á sídustu faerslu röng. Ég setti innleggid inn í kringum 16. ágúst en thann 8. var ég staddur í Mendoza og skrifadi fyrri helming faerslunnar (og thar af leidandi stendur 8. ágúst á henni).

Ég var búinn ad hlakka til ad kíkja á naeturlífid hérna enda er ég búinn ad kynnast ágaetis summu af Cordóbistum thannig ad ég er ekki thessi týpiski (heimski) túristi hérna eins og á flestum stödum sem ég hef farid á. Ég var thess vegna heldur betur svekktur thegar ég fékk flensu sem spillti helginni fyrir mér. Ekki baetti úr skák ad sömu helgi komu 26 gaurar frá naerliggjandi borg og tóku yfir hostelid fyrir bachelor-partý, og gat ég hvergi flúid laetin í theim. Ég hugsadi um thad hversu óheppinn ég var ad thetta voru ekki 26 gellur, en ég hefdi örugglega pirrad mig enn meira á thví ad vera veikur og tussulegur í slíkum félagsskap.

Ég er búinn ad vera ad gista á hosteli sem ber heitid Hostel Art. Thad er búid ad vera naestum tómt sídan ég kom thangad (ad bachelor helginni undanskilinni) og ég hef ekki kynnst neinum túristum hérna. Á hostelinu er ég búinn ad hanga mikid med Enrique sem vinnur thar og býr einnig. Thegar hann er ekki ad vinna er hann idjuleysingi og hentar túristum vel ad thekkja slíkt fólk thví idjuleysingjar eru ekki jafn uppteknir og stressadir og annad fólk.

Argentínumenn eru naestum allir hádir jurtate sem kallad er yierba maté, eda bara maté. Maté inniheldur eitthvad ávanabindandi efni sem stór hluti landsmanna er hádur (svipad og med kaffi og kók heima) og eru Argentínskir túristar audthekkjanlegir í álfunni thar sem their hafa alltaf med sér maté bolla, sem minnir óinnvígda helst á vatnspípu.

Che ad fá sér maté

Fyrir nokkrum dögum vorum vid heima hjá Anitu, vinkonu Eri og hringdi síminn thar. Hún rétti mér tólid og sagdi mér ad tala íslensku sem ég og gerdi. Mér var thá svarad á íslensku (sem mér thótti afar skrýtid) og spurdi....Hver ert thú?! Thetta var hann Pablo Bravo, sem á íslenska barnsmódur og bjó á klakanum fyrir nokkrum árum, og flytur thangad aftur í vetur. Thad var fyrir tilviljun ad hann hringdi...enda vildi hann ná tali af systur Anitu, en ekki mér. Í kjölfar símtals kíkti Pablo í heimsókn thangad. Íslenskan hans er bara thokkalega gód og vid töludum saman á íslensku. Hann baud mér gistingu heima hjá sér og ég thádi.

Pablo er mjög hrifinn af Íslandi og Íslendingum og thad sem honum fannst helst ad Íslandi er ad skítsmúlinn vantar á badherbergin (Thetta kann ad hljóma eins og sögufölsun fyrir bitastaedara blogg, en svo er ekki raunin). Ég greip thessi ummaeli hans á lofti og baud honum ad ganga í samtökin "Smúlinn heim" og eru núna tveir skrádir medlimir. Skráning almennra borgara í samtökin er nú hafin á kommentakerfinu fyrir thetta innlegg og skora ég á THIG! ad skrá thig og leggja gódu málefni lid.

Ég saeki myndavélina mína í vidgerd á morgun, ef thad hefur thá tekist ad laga hana. Thá getur fólk aftur farid ad búast vid myndum inn á bloggid. Reyndar á ég gommu af myndum frá Kólumbíu á minniskortinu og kannski finn ég í mér nennu brádlega til ad setja nokkrar á bloxíduna. Ég aetla ad vera hérna í Cordoba a.m.k. fram yfir helgi og svo verdur stefnan tekin á borg hins góda lopts.

Wednesday, August 8, 2007

Argentina aftur

Eg tok loksins rutu yfir fjallaskardid yfir til Argentinu. Thad var djofulli fint ad sitja i rutu og skoda Andesfjollin thar sem frelsishetjurnar foru yfir thegar thaer sviptu spanska leppa voldum her um arid. Islensk nattura thykir vida, ad mati margra, prydd steingerdum trollum og a leid minni um Andesfjollin sa eg ad slik er einnig raunin á theim slodum. Ég sá m.a. simpansaandlit og nokkur önnur andlit sem geta ekki annad en verid troll sem litu solina augum i fyrndinni. Einnig minnti landslagid mig a Toblerone sukkuladi og sukkuladiissosu sem auglyst var í sjonvarpi fyrir ca. fimmtan arum og er ofaanleg nu (Slikur er mattur auglysinga ad snaevi thaktir fjallstindar minna mann á sukkuladi).

Rutuferdin endadi i Mendoza og gisti eg thar a finum stad sem kenndur er vid asiurikid Laos, hvers vegna.....ekki hugmynd. Eignadist thar fljotlega vin i hundsham, stor tveggja ara schäfer hündür sem er vaegast sagn ognandi vid fyrstu syn en ljufur sem lamb vid nanari athugun, feiknarlegt ferliki samt.

Hvutti

Eg vard fyrir theirri ovaentu anaegju thegar eg atti mina fyrstu klosettferd i Mendoza, ad eg rakst aftur a skitsmulinn goda, sem eg hef ekki sed sidan eg var i Ecuador. Eg for ad hugsa um thad hvernig vid gaetum baett islenskt samfelag ef vid myndum láta klósettpappírinn fjúka (ég fann kommutakkann rétt í thessu) og innleida smúlinn í stadinn. Reyndar erum vid Skarphédinssynir thekktir fyrir andóf thví Hjálmar, yngsti bródir minn, er í midstjórn pólitísks thrýstihóps sem kallar sig 'Bununa burt' og berst fyrir thvi ad nuddbunan i midpotti Vesturbaejarlaugar verdi fjarlaegd hid snarasta. Ég legg til ad nú verdi stofnud ný samtök, 'Smúlinn heim', sem munu beita öllum tiltaekum rádum til ad fá smúlinn til ad taka vid hlutverki klósettpappírs í íslensku samfélagi. Fólk sem innleiddi smúlinn heima hjá sér fengi í kjölfarid afnot af visthaefum bílastaedum og onnur frídindi sem hvata.

Ég minntist á thad í innleggi fyrir ca. 5 mánudum ad Argentína vaeri blessunarlega laus vid thjódfélagsvandamálin sem herja á Brasilíu, en núna skilst mér ad hagsmunagaesla hástéttarinnar (betur thekkt sem lögreglan) í Mendoza vakti fátaekrahverfin og gaeti thess ad stéttleysingjar haldi sig ad mestu thar og pirri thar af leidandi ekki 'fyrirmyndarborgara' í midborginni. Argentínumenn tala gjarnan um ad landid sé thridja heims ríki en eina sem minnir ferdamann á thridja heiminn hérna er verdlagid thví infrastrúktur landsins virkar gódur frá auga gestsins. Gaurinn sem á hostelid fraeddi mig thá um fátaekrahverfin, sem voru skammt undan, og Apartheid stefnu logreglunnar. Ég er búinn ad heyra ad lögreglan hérna í Argentínu sé full valdamikil og leidinleg ad fást vid. Svipad er ad segja um lögregluna í Chile, en búningarnir theirra á veturna eru mjög fasistalegir og minna helst á vetrarbúninga thýskra og sovéskra hermanna á tímum seinni heimsstyrjaldar.

Á markadi í Mendoza rakst ég á litla bók um Ernesto "Che" Guevara á spaensku og keypti hana í thví skyni ad aefa mig í spaensku og laera um kappann. Thegar ég hóf lestur laerdi ég ad eg var á heimaslódum hans og búinn ad ferdast um stóran hluta sögusvids aevi hans. Eftir ad ég flaug sudur fór innri klukkan mín aftur í fokk, eins og hún er alltaf heima. Eg staldradi stutt i Mendoza og tok rutu til Cordóba.

Í Cordoba a eg vinkonu sem eg kynntist i Brasiliu og heitir Erika (kollud Eri). Hún er búin ad vera ad sýna mér borgina ad undanfornu og líst mér alls ekki illa á. Föstudaginn sl. fór ég ásamt Eri og vinkonum hennar á tónleika med vinsaelasta bandi Uruguay sem ber heitir Las Vuelas Puercas. Bandid fyllti gamla rafstod med ca. 4000-5000 manns og hélt uppi gódri stemmningu á medan tónleikunum stód. Einhvernveginn komst Eri yfir nokkra baksvidspassa og fórum vid eftir tónleikana i partý baksvids med bandlimum. Theim fannst spennandi ad hitta Íslending og vildu heyra tungumálid. Ég fór thá med rímur úr laginu "Graenir fingur" med Móra og vakti thad talsverda lukku.

Í gaer fór ég svo med Eri og Anitu vinkonu hennar til baejarins Alta Gracia, sem er á heimsminjaskrá Sameinudu Thjódanna og heimabaer Che Guevara. Vid kíktum thar heim til kauda thar sem nú er ad finna safn. Seinna sama dag forum vid i bae sem er byggdur thýsku fólki sem flúdi nasismann á sínum tíma, og afkomendum theirra. Sá baer var eins og leiksvid úr bandarískri kvikmynd, thýskara en allt thýskt á stereótýpískan hátt og algjörlega á skjön vid adra byggdarkjarna i landinu.

Thegar ég kom aftur á gistiheimilid mitt maetti ég í dyrunum félaga mínum sem vinnur thar. Hann sagdi vid mig "¿Reggae?" og ég játti. Ég taldi mig vera á leidinni á bar en thegar á stadinn var komid virkadi thetta helst eins og partý í heimahúsi, med live bandi. Thetta var annad gistiheimili...og svalara en mitt. Ég aetla thó ekki ad refsa mínu heimili fyrir thann djarfa leik ad fara med vidskiptavinina til keppinautanna. Á gistiheimilinu voru tónleikar og veitti eg thví athygli ad songvarinn/gítarleikari mundadi fidluboga vid gítarleik. Eftir tónleikana spurdi ég hann hvort hann kannadist vid Sigur-rós (sem einnig munda fidluboga) og hann sagdi mér ad um vaeri ad raeda uppáhaldshljómsveit hans. Vid Íslendingar eigum nebbla ekki bara áhrifamikla audvaldskaupmenn. Á ferd minni um álfunna hef hitt grídarlega marga sem kunna ad meta hana Björk okkar og Sigur-rós og einnig nokkra sem thekkja til Múm og meira ad segja Emilíönu Torrini. Thetta eru einnig their tónlistarmenn sem ég held hvad mest upp á í heimalandinu og er thví ánaegdur med góda landkynningu. Enn á ég eftir ad hitta áhangendur Skítamórals, Sóldaggar, Á móti sól og Nylon, their virdast halda sig ad mestu utan álfunnar.

Monday, August 6, 2007

Staldrad vid i modunni miklu

Eg akvad ad staldra adeins lengur i Santiago de Chile, enda er borgin ekki alslaem eins og margir ferdamenn, og innfaeddir, hafa viljad haldid fram. Eg kikti upp a fjall herna um daginn og sa tha loksins moduna miklu sem borgin er thekkt fyrir. Thad er vist raunin ad mengad loft festist herna vegna thess ad borgin er umkringd fjollum. Einu skiptin sem haegt er ad taka almennilegar myndir af borginni er eftir rigningu, annars skyggir modan a utsynid. Eftir ad hafa litid moduna miklu augum er eg farinn ad skilja af hverju surt regn a ad vera jafn mikill skadvaldur og madur las um sem litill kutur. Modan hverfur eftir regn, en syrir thad um leid.

Eg hef tekid upp raudvinsdrykkju herna og finnst slikur sopi hreint ekki svo slaemur. Raudvin er heldur ekki drykkur sem eg drekk a slikum hrada ad eg tapi domgreind og samhaefingu handa, fota og hofuds. Eg hef fengid a mig fjoldamorg skot fyrir ad drekka odyrasta raudvinid sem finnst herna, sem ber heitid Gato Negro. Kotturinn svarti thykir agaetis sopi i Nordur-Atlandshafi en neysla min her a thessu vini minnir mig um margt a thad thegar eg var unglinxpiltur og drakk Budweiser. Tha fannst annarri hverri manneskju hun knuin til ad benda mer a ad eg vaeri ad drekka thvag. Mer hefur reyndar aldrei fundist afengi neitt serlega bragdgott og fannst tha Budweiser helst til tekna ad hann vaeri naestum bragdlaus. Hvernig folk thekkti bragdid af thvagi fylgdi aldregi sogunni, en mig grunar ad thvagsmokkun hafi fylgt afengisdrykkju thvi tha er thad gjarnan med laegra innihald uppleystra efna midad vid rummal, og vaentanlega bragdminna sokum thess. Kosturinn vid ad vita ekkert um raudvin er sa ad madur er laus vid raudvinssnobb og odyrt vin i mjolkurfernum bragdast fyrir vikid litid verr en "edalvin" (matsatridi) sem kosta margfalt meira.

Eg er farinn ad finna fyrir thorfinni til ad kaupa mer hly fot thar sem eg er buinn ad vera klaeddur i allan minn hlyjasta fatnad sidan eg flaug sudur. Eg ma thvi eiga von a ad byrja ad lykta illa (matsatridi) bradlega ef eg fer ekki ad kaupa mer a.m.k. eina almennilega yfirhofn.

Mer hefur fundist undanfarid ad eg se ad blogga um ekki neitt, en thad er hugsanlega vegna thess ad eg er i sparnadarhugleidingum thessa dagana. Allskyns upplifun fyrir turista kostar peninga og eg reyni ad eyda bara pening i mat, gistingu og samgongur (islenska tungu vantar sarlega betra ord fyrir transport). Ad skulda pening er i minum huga frelsissvipting og mig langar ad tilheyra sjalfstaedu folki fljotlega eftir ad heim er komid. Jafnvel gaeti eg framlengt veru mina i alfunni ef eg fer sparlega med fe thvi eg er enntha i talsvert betri malum en ef eg hefdi keupt mer nylegan bil a lanum. Hver tharf annars nylegan bil?


Eins og sjá má skyggir módan á útsýnid

Thursday, August 2, 2007

Vetur

Jaeja...tha er madur kominn til Evropu, nanar tiltekid Santiago de Chile. Veturinn er allsradandi og her og mer er skitakalt. Her tidkast ekki ad hita hus almennilega og madur tharf ad hlada fatnadi utan a sig til ad halda velli. Eg var buinn ad heyra marga ljota hluti um Santiago en hef ekkert ordid var vid hid ogedslega andrumsloft og modu sem a ad einkenna borgina. Borgin er reyndar gridarstor og thvi er mitt sjonarhorn litid og gestsaugad kannski ekki svo glatt.

Eg stefni a Argentinu eftir nokkra daga og hyggst taka rutu yfir Andesfjollin. Nu er fjallaskardid lokad vegna ofaerdar en ef thad breytist ekki bradlega tharf eg ad fljuga yfir. Chile er dyrt land, serstaklega a Suramriskan maelikvarda og bakpokaferdalangar eins og eg sneida oft hja landinu sokum thess. Thar sem eg er nuna ad ferdast a lanudu fe tel eg peningum lanadrottna minna betur varid annarsstadar.

Eins og fyrsta setningin gefur til kynna minnir margt herna a Evropu, svolitid eins og madur se a Spani, einhversstadar i hlidum Pyreneafjalla ef marka ma vedrid. Eg sakna Kolumbiu soldid en Argentina og Chile eru Evropulegri og manni finnst madur vera a heimavelli herna samanborid vid heitari londin. Eg er alltaf halfasnalega klaeddur i heitari londum; lit alltaf ut eins og heimskur turisti fra hinum enda kringlunnar. Herna fell eg betur inn i hopa folks, nema hausinn a mer stendur avallt upp ur mannhafinu, sem og annarsstadar.

Seinustu dagana i Kolumbiu var eg i Bogota. Thar kynntist eg finu folki og rakst a nokkra ferdalanga sem eg hafdi hitt adur i Brasiliu og annarsstadar i Kolumbiu. Eg kikti thar a gullsafnid, sem er eitt thad flottasta safn sem eg hef heimsott. Allt morandi i allskyns indianagulli fra ymsum samfelogum fyrri tidar. Einnig laerdi madur mikid um seidmennskuna a theim slodum, enda seidkarlarnir (e: shamans) yfirleitt hladnir gulli til ad syna tengingu sina vid hid guddomlega. Aldrei hef eg sed jafn mikid af logreglumonnum og i Bogota. Til ad mynda labbadi eg fram hja haskola einum og thar er oryggisgaeslan svakaleg og hridskotarifflar aberandi. Thad er vist vegna thess ad afkvaemi politikusa saekja thessa haskola og thykir mikid sport ad raena theim.

Eg er buinn ad laera heilmikid um borgarastyrjoldina i Kolumbiu. Mer var illa vid Uribe, forseta Kolumbiu, thar sem hann er eina Bush-sleikjan sem styrir landi i Suramriku. Nuna ser madur ad thetta samband Uribe og Bush byggist a thvi ad hann faer hergogn fra BNA sem hafa hjalpad hernum ad baeta oryggisastandid i landinu. Uribe er vinsaell, en Kolumbiumenn eru tho ekki hrifnir af sambandi hans vid Bush. Fyrir nokkrum arum var algengt ad FARC (hin hlidin) raendi utlendingum og riku folki til ad fjarmagna stridreksturinn, en sidan Uribe tok vid hefur oryggid i landinu margfaldast og mannranum faekkad snarlega. Reyndar vil eg minna a ad eg thekki bara adra hlidina en nuna virdist vera ad peningar seu krafturinn sem heldur stridinu gangandi. Stridid fer mest fram a Amazon svaedum i austurhluta landsins, en thar eru vist oliulindir sem verda ekki nyttar medan strid rikir. Vegna oliulindanna er nokkud vist ad ekki verdur samid um frid og ad sjalfsstjornarsvaedi verdi stofnad; fullnadarsigur er thad eina sem kemur til greina hja stjornvoldum og virdist nuna stefna i thad.

Eg alpadist lika inn a listasafn i Bogota og a mer nuna uppahaldslistmalara/myndhoggvara. Sa maeti madur heitir Fernando Botero og er mikill humoristi og mjog vinsaell i Kolumbiu. Eg hef aldrei skemmt mer jafn vel i listasafni og mer fannst eg skilja manninn, skilabod hans og humor, sem er yfirleitt ekki raunin hja mer thegar listmalarar eiga i hlut.

Ad morgni 31. juli flaug eg svo ur sumrinu i Kolumbiu yfir i veturinn herna i Chile. Hostelid sem eg gisti a er mjog thaegilegt og gott ad vera thar. Eigandinn, Ian, heldur mikid til thar og er mjog vel ad ser um heiminn. Hann er halfgerd samsuda af Gandalf, (ameriska) jolasveininum og Bobby Fischer (vantar bara derhufuna). Her aetla eg ad eyda helginni og svo tekur Argentina vid.


Svona litur Mona Lisa ut i heimi Botero

Saturday, July 28, 2007

Saddam Lifir!

Ég greindi frá thví í thessu innleggi ad Saddam Hussein lifir gódu lífi í Tayrona Park í Kólumbíu. Ég sagdist mundu setja inn mynd á bloggid og ég er madur orda minna. Hér faest stadfesting á thví ad Saddam lifir. Ágaetis kall, en ekkert sérlega hrifinn af thví ad láta taka myndir af sér.


Halla, Sigga, Saddam og José á gódri stund

Tuesday, July 24, 2007

Stálsleginn flugmidaeigandi


Thad hafdi alltaf verid aetlunin ad faera sig sudur á bóginn fyrir seinasta hluta ferdarinnar. Ég er kominn núna alllangt frá Ríó, thadan sem ég flýg heim í byrjun október. Mig langar til Argentínu, enda hef ég heyrt mikid gott um landid og naestum allir sem ég hef hitt sem hafa farid til Buenos Aires fara fögrum ordum um borgina. Flug til Buenos Aires frá Kólumbíu er virkilega dýrt og reyndar flest flug hédan. Ég var thví mjög heppinn thegar ég fann ódýrt flug til Santiago de Chile, meira en helmingi ódýrara en önnur flug á svipadar slódir. Flugmidinn var svo miklu ódýrari en adrir midar ad ég sparadi hvorki meira né minna en milljón kólumbíska pesos (30 thúsundkell) thegar ég gerdi thessi kostakaup. Í kaupbaeti get ég baett Chile á listann yfir heimsótt lönd, en hyggst thó ekki staldra thar. Núna er midur vetur og metkuldar á thessum slódum, en ég hef fengid nóg af sól í bili og thad styttist í vorid tharna fyrir sunnan.

Thad er kannski vid haefi ad tilkynna ad ég var ad fikta í stillingunum fyrir síduna og nú getur hver sem vill kommentad á blogginu án thess ad thurfa ad skrá sig inn.

Meltingin er komin í lag og kýlin á haegri fótlegg farin. M.ö.o. Stálsleginn

Wednesday, July 18, 2007

Stutt stopp í Venezuela


Thegar sídast var komid vid sögu var ég staddur í Taganga vid Santa Marta. Ég fór thadan ásamt Franciscu og Keo vinkonu frá Brasilíu til stadar sem heitir Cabo de la Vela og er stadsettur vid Karabísku ströndina nálaegt Venezuela. Keo er mjög afslöppud, handverkshippi, tattúverud í bak og fyrir, alltaf í gódu skapi og notar naestum aldrei skó eda sandala. Manni hefur lidid hálfpartinn eins og Mídasi konungi thegar madur hefur verid ad ferdast med spaenskumaelandi fólki thví naervera mín gerir alla hluti dýrari. Thannig haekka gisting og alls kyns útgjöld um leid ef ég er nálaegur. Cabo de la Vela er eydimerkurstadur vid sjóinn og lítid annad ad sjá en sjó og eydimörk. Baerinn minnir helst á einhvern bae úr spagettívestrunum gömlu, med videigandi thurrki, vindi, sól og mannleysi. Vindurinn er reyndar ekki svo slaemur thví á thessum stad er vindkaeling af hinu góda. Thad var mjög unreal ad vera tharna, naestum enginn á ferli nema flautandi vindurinn. Thad var lítid haegt ad gera tharna og sjórinn ekkert spes, thannig ad vid fórum til Venezuela nokkrum dögum sídar.

Thad fyrsta sem ég tók eftir í Venezuela var rusl medfram vegum, bensínstybba og ad bílarnir eru ad stórum hluta stórir bandarískir bensíndrekar (adallega Chevrolet); flestir á aldur vid mig og eldri. Thad hefur lítil áhrif á budduna ad aka slíkum bílum í Venezuela thví thar er laegsta eldsneytisverd sem thekkist á jördinni, 1,38 krónur lítrinn af dísel, ekki nema 80 falt ódýrara en heima. Reyndar laegra thví ef ég hefdi tekid út pesos í Kólumbíu og keypt bolivares vid landamaerin gaeti ég keypt dísellítrann á 80 aura, thví Venezuelski bolivarinn er ofmetinn. Vid héldum ad stad sem heitir Chichivirichi og seinasti hluti ferdarinnar thangad var nokkud skondinn. Vid nádum ekki seinustu rútunni og vorum ca. 2 klst frá stadnum. Svo fór ad vid tókum leigubíl frá rútustödinni ásamt tveimur innfaeddum. Leigubíllinn var ca. 30 ára gamall Chevrolet med sófasetti frammí og afturí og skotti sem rúmar a.m.k. fimm daudar vaendiskonur. Mér fannst ég vera kominn í einhverja af gettómynd frá níunda áratuginum (Boyz in da Hood, New Jack City, Menace 2 society etc.) thegar ég sat í aftara sófasettinu med thrjá Venezuelska gaura frammí og tvaer latinur til vidbotar afturí, rúntandi um med Cypress Hill rappandi á spaensku í graejunum.

Í Chichivirichi fundum vid ódýrt gistiheimili sem allslenskir suduramerískir hippar á stadnum hafa gert ad sínu heimili. Venezuela er ekki jafn ferdamannavaen og Kólumbía og lítid af enskumaelandi túristum ad finna. Ennfremur er fólkid í Venezuela er ekki jafn gestrisid og í Kólumbíu enda flestir óvanir túristum. Tharna var hangid í rúma viku og m.a. siglt til eyja í nágrenninu til ad bada sig í sól og sumri. Í Chichivirichi var einhver gaur labbandi um med mótorknúna rjómaísvél sem spiladi "vertu til er vorid kallar á thig" lagid aftur og aftur á svo háum styrkleika svo madur heyrdi í vélinni nokkrum götum frá. Manni fannst thetta skemmtilegt til ad byrja med, minnti mann á klakann og madur gat sungid med á Íslensku. Thegar madur var farinn ad heyra lagid (já ég heyrdi lagid!) í höfdinu á sér fyrir svefninn fór gamanid ad kárna. Steinsmugan ógurlega bankadi sídan uppá og hélt mér rúmliggjandi í tvo daga. Eftir ad ég veiktist (steinsmuga = nidurgangur) fór ég ad sakna Kólumbíu og mér leist illa á ad vera veikur ad ferdast um Venezuela, enda af mörgum talid haettulegasta landid í Sudur-Ameríku. Thad var thó kominn tími til ad madur faeri ad veikjast thví ég er ekkert búinn ad gaeta mín neitt sérlega vel og madur var farinn ad trúa thví ad madur vaeri skotheldur (eins gott ad ég lét ekki reyna á thad!). Á eyjunum í kringum Chichiviriche voru líka einhverjar flugur sem bitu mann og í kjölfarid komu litlar blödrur sem voru mjög naemar fyrir sýkingu. Thar sem ónaemiskerfi mitt var í lamasessi vegna smugunnar fékk ég sýkingu í thrjú bitin og hef núna thrjú kýli á haegri fótlegg. Ég ákvad ad snúa aftur til Kólumbíu og fóru tveir dagar í thad. Ég var farinn ad sakna íslensku stelpnanna thannig ad ég ákvad ad nefna kýlin eftir theim thví mig vantadi sárlega félagsskap á ferdalaginu langa til baka. Núna ádan sprakk seinasta kýlid (Inga María) og thad er margfalt meira verdlaunandi reynsla en nokkur kreist graftarbóla eda fílapensill nokkurntímann, enda sjaldan sem fílapenslar og graftarbólur valda thví ad madur haltri. Ádur en ég lagdi af stad fór ég til laeknis til ad vera viss um ad ekkert alvarlegt amadi ad mér og fékk ad kynnast thví ad laeknisthjónusta í landinu er gratis. Á leidinni aftur til Kólumbíu eyddi ég nótt í Maracaibo og thá hugsadi ég í fyrsta skipti sídan ég kom út, ennthá veikur, ad mig langadi heim. Núna kominn aftur "heim" til Santa Marta og aetla ad staldra hér um skeid og er ódum ad ná mér.

Seinustu nóttina í Chichiviriche lenti ég í skemmtilegri reynslu...ég var búinn ad liggja andvaka um nóttina og reyna ad sofna, en thad gekk illa sökum thess ad ég svaf megnid af deginum. Thegar ég loksins sofnadi byrjadi mig ad dreyma um leid og voru Francisca og Keo vakandi fyrir framan mig í draumnum. Ég hugsadi med sjálfum mér ad thaer gaetu ekki verid vakandi thar sem thaer vaeru sofandi í sama herbergi og ég. Thá áttadi ég mig á thví ad mig vaeri ad dreyma. Thetta var ekki í fyrsta skipti sem ég vakna í midjum draumi, en sídast thegar thetta gerdist thá reyndi ég ad fljúga, en thad tókst ekki og ég var ekki reidubúinn ad stökkva fram af byggingu til ad láta reyna á thad...bara ef ske kynni ad ekki vaeri um draum ad raeda. Ég vaknadi skömmu seinna vegna thess ad ég vard of áhugasamur (enthusiastic). Í thessum draum ákvad ég thví ad taka thad rólega og byrja á thví ad athuga hvort ég gaeti eignast fullt af peningum. Ég bad Keo um pening og í kjölfarid kom klink út um munninn á henni. Thá sagdi ég vid hana...."neii, ég vil fá fullt af peningum". Thá lét hún mig fá fullt af sedlum af gjaldmidli sem ég thekkti ekki...thá bad ég hana um dollara og hún lét mig fá kanadíska dollara...svo bad ég um bandaríska dollara og hún lét mig fá ca. 20.000 spírur. Ég vard himinlifandi yfir thví ad thessi tilraun tókst og hljóp í burtu med peninginn í thví skyni ad sjá hvad bidi mín og hugdist láta drauma mína raetast....vid thad vaknadi ég...dóhh...og tókst ekki ad komast aftur inn í drauminn. Annars er haegt ad thjálfa sig upp í thessu og nefnist thetta fyribaeri lucid dreaming. Fyrir thá sem vilja aefa sig í thessu, thá maeli ég med thessum texta hér.

Myndavélin mín hefur gengid í gegnum margt á sídustu mánudum og er bilud aftur, núna virdist um einhvers konar hugbúnadarbilun ad raeda og ég er ekki vongódur á ad hún verdi lögud.
Thegar var komid aftur til Santa Marta rakst ég á Kólumbíumann ad nafni Oscar, frá Bogotá, sem ég hafdi kynnst thegar ég var tharna ádur, toppnáungi. Er búinn ad vera ad hanga med honum í bland vid túrista á Miramar hostelinu. Reyndar er vert ad minnast á thad ad Oscar thykir voda töff og kúl nafn í Sudur-Ameríku (en ekkert svo töff og kúl á Íslandi) thví alls kyns söguhetjur fortídar og nútídar landanna bera thetta nafn. Ég spurdi hann út í herskylduna, en hér er herskylduhappdraetti (draft) hjá ungum mönnum og ef their eru dregnir eiga their kost á ad fara í herinn eda lögguna, adrir sleppa alveg. Ég spurdi hann hvort hann hefdi verid í hernum og hann sýndi mér herútskriftarskírteinid sitt. Ég stardi á skírteinid í 5-6 mínútur thví thad var ótrúlegt hvad gaurinn á myndinni er ólíkur manninum sem sat andspaenis mér. Hann virtist í fyrsta lagi eldri (myndin er tekin fyrir 8 árum) og gersneyddur persónuleika (Oscar er mjög sterkur persónuleiki). Á skírteininu kemur fram hvort madur var útskrifadur med saemd eda skömm. Ef madur er útskrifadur med saemd thá virkar thetta skírteini nokkud eins og "Get out of jail free card" thví löggurnar eru flestar piltar á aldrinum 18-22 ára og madur sem útskrifadur er med saemd er nokkurs konar fyrirmynd theirra og thví ólíklegt ad hann lendi í ótharfa lögguböggi.

Thegar ég kom til Bólivíu og Perú fyrir nokkrum mánudum fannst mér thad fyndid hvernig fólk í thjónustustörfum ávarpadi mann amigo (vinur) frekar en señor (herra) eins og tídkast á Spáni. Manni fannst thetta hressandi og thótti gaman ad vera vinur allra. Í Venezuela og í Kólumbíu nálaegt Venezuela er hins vegar dýpra tekid í árinni og fólk af gagnstaedu kyni er gjarnan ávarpad "mi amor"- ástin mín. Thannig ad ef madur fer út í búd og thad er kona ad afgreida, thá heyrir madur "¿a la orden mi amor?", sem útleggst á íslensku: "Get ég adstodad ástin mín?"

Ég hef ekki nennt ad standa í ad setja myndir á CD en thad koma einhverjar á bloggid brádlega.

Sunday, July 1, 2007

Meiri Kólumbía

Thá er madur kominn aftur til Santa Marta, og á leidinni til Tatanga, eda Taganja eins og stadurinn er gjarnan kalladur. Thad urdu miklir fagnadarfundir thegar ég hitti thaer stollur Ingu Maríu, Siggu og Höllu aftur i Santa Marta, enda erum vid ordin bestu vinir. Vid skruppum í Tayrona Park paradísarstad sem ég hreinlega elska. Thar var farid aftur í sama farid, hjakkast á kókoshnetum, synt í sjónum, éta (já, éta) mangó, ýta trjábol út í sjó, og sóla sig. Seinni ferdin í Tayrona var mjög skemmtileg og áttum tharna grídarlega gódar stundir. Eins og í fyrra skiptid langadi mig lítid ad fara úr gardinum thegar hann var yfirgefinn. Annars eru stelpurnar búnar ad blogga um thetta hér, og eru med djöfull fínar myndir hér. Ég komst ad thví ad Saddam Hussein lifir gódu lífi í thjódgardinum og brádlega sýni ég myndir thví til sönnunar.

Thegar vid komum aftur til Santa Marta thurftu stelpurnar ad drífa sig til Venezuela til ad ná flugi úr álfunni. Thegar komid var aftur á hostelid lenti ég í undarlegri reynslu. Ég var nýkominn úr sturtu og klaeddi mig óvart í SOKKA! Thá áttadi ég mig á thví ad ég hef hvorki klaedst sokkum né skóm í ca. 3 vikur. Nokkra dagana í Tayrona notadi madur heldur ekki sandala, var bara á tánum.

Aettbálkafólkid hérna sést inn á milli baedi í borgum og fyrir utan. Thad klaedist hvítum fötum, er med sítt svart slétt hár og almennt frídara (ad minu mati) en annad native american fólk, og er ekki litid hornauga af "sidmenntadri borgurum", enda búnir ad adlagast nokkud okkar menningu. Annars er alveg merkilegt hvernig Kólumbíumenn eru allir vinir hvers annars. Fólk á götum úti talar vid róna og götustráka án thess ad setja sig á háan stall. Ef róni bidur um sígarettu, thá reynir fólk ad útvega honum slíka, og ekki vegna thess ad hann deyr 7 mínútum fyrr. Eins er fólk mjög hjálpsamt vid túrista og ég hef ekki enn ordid var vid neitt ofbeldi eda ordid hraeddur í landinu. Ég hef lítid ordid var vid mannraeningja og skaerulida, en hermannalegir lögreglumenn prýddir M16 hrídskotarifflum eru á hverju strái.
M16


Madur tekur eftir mikilli ásókn ferdamanna í kókaínid hérna, enda landid fraegt fyrir slíkt og frambodid grídarlegt. Á skemmtistödunum verdur madur mikid var vid munnkaeki og undarlega augnsvipi hjá fólki og thad er alltaf einhver ad fá sér í nefid á karlaklósettinu. Ástandid í djammkjörnum hérna er thó skárra en í midbaenum heima um helgar hvad vardar ofbeldi og madur tekur eftir álíka mörgum kókudum hausum. Í Sudur-Ameríku á 5 mánudum hef ég ordid var vid álíka mörg slaxmál (sic) og á venjulegri helgi í midbaenum.

Í Santa Marta kom ég aftur á Miramar hostelid, en ég er hádur ávaxtashake/smoothie/hraeringnum thar. Ég er búinn ad fá mér ca. 3 á dag medan eg hef verid herna, sem eru ca. 2 lítrar. Konurnar í eldhúsinu brosa líka alltaf til mín thegar ég kem og bid um stóran hraering. Rakel í eldhúsinu er mjog elskuleg og thjónar hlutverki brádabirgdamódurímyndarinnar (28 stafir) minnar. Hún minnir mig helst á konuna sem á köttinn Tomma úr teiknimyndunum í den. Thegar ég paeli í thví thá er ég ekki frá thví ad kötturinn Tómas sé ein af mínum helstu fyrirmyndum úr aesku.

Fyrst ég minnist á fíkn í hraeringinn hérna langar mig ad lýsa annarri fíkn og hvernig hún hefur hjálpad mér ad skilja hvernig morfínfíklum lídur. Thad er nefnilega mál med vexti ad mann klaejar gjarnan í moskítóbit, og thegar madur byrjar ad klóra sér thá er erfitt ad haetta. Thad gefur vissa vellídunartilfinningu ad klóra í bitin og madur tharf sífellt ad vidhalda klórinu til ad vellídunartilfinningin hverfi ekki. Thegar madur loksins haettir ad klóra sér finnur madur eins konar náladofa (fráhvarfseinkenni), sem hreinlega kallar á mann: "klóradu mér". Ástaedan er sú ad líkaminn seytir endorfínum, sem eru morfínskyld efni, thegar klórad er og haettir thví thegar klóri linnir (endorfín er stytting á endo-morphine = innmorfín). Thetta er svipud fíkn og skokkfíknin. Ég hef thó aldrei skokkad neitt ad rádi og veit thví ekki í smáatridum hvernig theirra fíkn gengur fyrir sig (Pétur, hinn dyggi lesandi bloxins míns gaeti eflaust fraett okkur um thad).

Á Miramar kynntist ég Chris, lidhlaupa úr bandaríska hernum, og fórnarlambi kirkjuheilathvottamaskínu. Hann virkadi eitthvad undarlegur frá upphafi og var ordinn ótholandi fljótlega. Hann maetti m.a. í heimsókn til mín kl. 8 um morguninn á hostelid (gistir annarsstadar) og hann hefur ekkert tak á óskrádum hegdunarreglum eins og t.d. hvenaer skal hlegid. Reyndar margt sem hann er ad laera núna, thví hann hefur aldrei yfirgefid heimaland sitt ádur, en hann á mjög margt eftir ólaert, og tharf einnig ad aflaera margt, og í thessum skrifudu ordum er hann maettur aftur í heimsókn. Blessadur kappi!

Ég kynntist líka fyrrum kólumbískum hermanni ad nafni Andres. Hann er hinn vaensti madur, med svolitid ógnandi utlit sokum thess hve stor og massadur hann er. Hann sagdist vera buinn ad fa nog af stridi og byssum og baetti vid ad thessi styrjold snerist frá badum hlidum um peninga, ekki um frelsi eda betra stjornarfar. Núna ferdast hann um og selur handverk.

Ég hitti svo Franciscu aftur á strondinni í Taganga, sem er 5 mínútur frá Santa Marta...einskonar Kópavogur Martverja. Veran í Taganga minnir um margt á veruna í Montañita og er gódur stadur til ad adhafast lítid á. Tharna aetla ég ad adhafast lítid naestu daga, hanga á ströndinni og drekka djús.

Thrátt fyrir ad ég sé búinn ad breyta fluginu heim úr 7. júlí í 4. okt finnst mér eins og tími minn í Súrameríku sé ad renna út thví seinasti mánudur leid hradar en ord fá lýst (thessi ord undanskilin). Ég bara hreinlega trúi thví ekki ad ég sé búinn ad vera mánud í Kólumbíu. Hvert ég held naest er óákvedid. Annars liggur mér ekkert á ad yfirgefa Santa Marta og Taganga.

Og svo eru hérna nokkrar stolnar myndir frá stelpunum.


Thessi klettur er nýjasta útstöd íslenskrar menningar.


Aud strond ad Íslendingum undanteknum.


Trjádrumburinn var eldhress en vildi thó ekki synda med okkur í sjónum.


Ég fékk vidurnefnid Brasilíukeisari eftir veruna í Tayrona.


Sjórinn baetir, hressir og kaetir; og sólin líka.


Hversdagslegir hlutir eins og spírandi kókoshnetur gledja augad

Sunday, June 17, 2007

Kólumbía, kókoshnetur og mangó (mig langar í svedju)


Ég var kominn til Kólumbíu, og hér er gott ad vera. Flestir sem ekki hafa farid til Kólumbíu thekkja landid af thremur ástaedum, kókaín, kaffi og Shakira. Their sem hins vegar hafa farid til Kólumbiu tala adallega um gestrisid, opid og lífsglatt fólk, og grídarlega fallegt landslag. Landslagid er mjög haedótt, risafjöll og djúpir dalir um allar trissur. Thegar kvöldar heldur náttúran jafnan sýningar fyrir fólkid sem gerir veruna í Kólumbíu mjög töfrandi. Daemi um slíkar sýningar eru thrumuvedur í fjarska og eldflugur í thúsundavís fljúgandi um í myrkrinu med tilheyrandi ljósasýningu. Thessar náttúrusýningar gerdu langar og threytandi rútuverdir ánaegjulegri.Vid Francesca tókum rútu inn í landid frá Ecuador ad morgni afmaelisdags míns. Um kvoldid komum vid í borg sem heitir Popayan. Thar thekkir Francesca náunga ad nafni Daniel sem er handverksmadur og vinnur núna í tattoobúd thar í borg. Vid fórum í tattoo-búdina og vinur hans sem einnig vinnur thar baud okkur gistingu heima hjá sér. Vid héldum litla afmaelisveislu heima hjá honum um kvoldid og héldum svo áfram naesta dag. Naesta kvold vorum vid komin í borg sem heitir Cali, heldur skítug og stressandi borg. Í Cali fékk ég ad kynnast thví ad Francesca er tvaer manneskjur. Annars vegar er hún róleg, skapgód, úrraedagód og hinn skemmtilegasti félagsskapur, en hegar hún er stodd í stórborg er hún stressud, vidskotaill og lítid gaman ad vera nálaegt henni. í Cali fengum vid gistingu hjá fjolskyldu Daniels, sem býr thar. Kólumbíumenn eru sérlega gestrisid fólk, og gerir allt sem thad getur til ad adstoda ferdamenn sem eiga leid um. Vid fengum tharna kvoldmat og morgunmat og módir Daniels baud okkur ad vera lengur á heimili theirra. Vid héldum thó áfram naesta morgun og komum í borg sem heitir Medellin. Medellin er uppaborg og allt mjog hreint, fínt, öruggt.....og dýrt. Ég ákvad ad eyda helginni í Medellin, en Francesca hélt áfram ad Karabísku strondinni, til Santa Marta, thar sem ég er staddur núna. Í Medellin gisti ég á hosteli sem var eins og heimili manns. Mjög afslappadur stadur og audvelt ad kynnast fólki. Thar kynntist ég tveimur kátum piltum, Tékkanum Alexander, sem er mikill áhugamadur um parkour og Walter frá Costa Rica. Vid fórum út baedi kvoldin ásamt nokkrum saenskum sundköppum ad nafni Emma, Ebba og Lova, sem einnig gistu tharna á hostelinu.
Thegar helgin var lidin tók ég rútu til Santa Marta vid karabísku ströndina og hitti aftur hana Francescu. Vid héldum thví naest í thjódgard sem ber heitid Tayrona Park. Thessi blessadi thjódgardur er paradís á jördu og naut ég verunnar thar til hins ítrasta. Fyrsta daginn kynntumst vid norskum hippa ad nafni Erik sem býr svo vel ad eiga pott, hníf og litla öxi, sem allt kom ad gódum notum naestu daga. Erik kenndi mér listina ad opna kókoshnetur med öxinni, og eftir ad hafa opnad eina med herkjum vard ekki aftur snúid. Allir morgnar í thjódgardinum byrjudu á thví ad ég opnadi kókoshnetu og drakk úr henni safann (kókossafi er uppáhaldsdrykkurinn minn núna) og át innan úr henni. Á ödrum degi fundum vid mangótré, sem hreinlega dritadi nidur mangóávöxtum. Mangó er sérlega bragdgódur ávöxtur og ekki skemmir thegar hann er ókeypis. Thetta tré á reyndar lítid erindi í slíkan thjodgard vegna thess ad mangó kemur einhversstadar frá Asíu. Thetta sýnir thó reyndar hversu úrraedagott mangótréd er thví thad laetur prímata af tegundinni Homo Sapiens dreifa fraejum sínum um nágrennid, og jafnvel milli heimsálfa, gegn thví ad verdlauna thá med gódgaeti, enda tók ég eftir litlum afkomendum thess í nágrenninu.
Ég tók heldur lítid fjármagn med mér inn í thjódgardinn, en thad reyndist hin mesta lukka thví tharna fékk madur thjálfun í thví ad lifa á landsins gaedum. Erik er heldur enginn nýgraedingur thegar kemur ad slíku thví hann hefur eytt talsverdum tíma í svokölludum Rainbow gatherings, thar sem hippar úr öllum áttum safnast saman og búa saman í sátt vid módur náttúru; ég gaeti vel hugsad mér ad heimsaekja slíka samkomu í náinni framtíd. Veran í Tayrona Park minnti mann helst á Survivor thaettina, safna eldividi, sjóda vatn, safna kókoshnetum, safna mangó. Thegar vid átum notudum vid kókoshnetuskeljar sem bolla og diska og skeidar. Ekki skemmdi ad thad voru paradísarstrendur í nágrenninu og sólskin allan daginn, og engar myndatökuvélar. Ég prófadi einnig ad opna kókoshnetur med svedju, sem tekur mun minni tíma, en er ad sama skapi haettulegra thví svedjur eru jafnan mjög beittar. Á regnskógasvaedum hef ég tekid eftir thví ad enginn er alvoru karlmadur nema hann beri svedju. Heima er hringt á lögguna og skrifad í bladid ef madur sést á ferli med slíkt tharfathing. Ég komst ad thví ad til ad lifa gódu lífi í Tayrona Park er svedja allt sem madur tharf. Ég var farinn ad hugleida ad gerast kókosbóndi, thví thad er haegt ad búa til allan fjandann úr kókoshnetum (t.d. trommu sem hljómar helvíti vel). Madur minnti helst á Bubba raekjubónda úr Forrest Gump thví manni datt svo margt í hug ad framleida úr kókoshnetunum. Fyrst ég minnist á Forrest Gump langar mig einnig ad gagnrýna myndina fyrir hippafordóma. Myndin fjallar um seinfaeran (seinfaer er víst ordid sem madur má nota í dag) mann sem ameríski draumurinn raetist hjá. Í myndinni eydir Jenny, verdandi barnsmódir Gumps talsverdum tíma med vondu hippunum, en hleypur sídan grátandi til seinfaera kaerastans síns eftir thessa erfidu tíma. Ég tel ad thessi mynd hafi ef til vill haft einhver áhrif á samvitund bandarísku thjódarinnar thví illi tvíburabródir Forrest Gump er núna ordinn forseti.
Eftir Tayrona park hélt ég aftur til Santa Marta, thegar thangad var komid rakst ég á Walter og Alexander og their voru búnir ad kynnast nokkrum hressum local stelpum. Vid fórum med theim á ströndina og svo út um kvöldid. Núna eftir 2-3 daga hitti ég aftur íslensku stelpurnar sem ég kynntist í Brasilíu. Ég tel ad stefnan verdi tekin aftur í Tayrona park thví thaer eru ad leita ad bongóblídu vid karíbahafid, og ég hef lítid á móti thví ad fara aftur thangad.

Thursday, June 7, 2007

Meira Montañita og myndir

Já...var kominn til Montañita... Mig langadi ad klára seinasta innlegg...en ég var ad laera ad hnýta snaeri og verd ad segja ad eg er bara thokkalega sáttur vid skopunarverk min. Thad er lika skemmtileg tilfinning ad sjá fólk med flott armbond, okklabond og hálsfestar sem madur veit ad madur getur búid til sjálfur, og jafnvel fengid pening fyrir. Vardandi handverksgerdina thá er líka helvíti nett ad geta skapad hluti medan madur liggur í hengirúmi, annar draumur sem raettist hjá mér vardandi atvinnu. Thad er starf sem madur getur unnid liggjandi. Ég hef látid mig dreyma um ad verda rúmdýnuprófari en thad hefur verid takmarkad frambod á slíkum storfum heima. Annad vardandi hnýtingarnar og kannski hvers vegna mér gengur svo vel ad laera thaer er ad thaer minna heilmikid á einfalda forritun, og thar sem ég hef lokid 2 ára tolvunámi hefur thad hugsanlega hjalpad mer, madur laerir einhvern einfaldan kóda og endurtekur hann aftur og aftur. Hljómar skrýtid, en vid nánari athugun thá voru fyrstu eiginlegu forritanlegu vélarnar vefstokkar, thannig ad thad er kannski ekki svo fjarlaegt.

Í sídasta innleggi minntist ég á alkemistan Juan sem ég kynntist tharna í Montañita, sem var á leidinni heim til sín "á morgun". Ég hélt ad gaurinn vaeri farinn og reit thad í bloggid...en svo kom a daginn ad hann gat bara ekki fengid sig til ad fara, enda rakst ég á hann naestum daglega eftir ad ég minntist a ad hann vaeri farinn. Kannski erfitt ad yfirgefa stadinn thegar madur á argentínska kaerustu, býr vid sjóinn á hlýjum stad og tharf ekkert ad hafa fyrir lífinu. Madur sá thad líka á gongulaginu á fólkinu sem býr í Montañita ad margir hverjir eru lausir vid stress og liggur ekkert lifid á - annad en heima thar sem allir thjota um goturnar a bilunum sinum, ad flyta ser i vinnuna eda ad sinna odrum skyldum,i jakkafotum, med stresstosku/fartolvutosku i farthegasaetinu og bindi/taum/snoru um halsinn. Reyndar thegar eg hugsa ut í thad tha hef eg ekki kynnst einni einustu manneskju i Sudur-Ameriku sem á bíl, enda hafa flestir hérna litla thorf fyrir slikt tryllitaeki og almenningssamgongur yfirleitt gódar og ódýrar. Farsími er taeki sem ég hef ekki notad i nokkra manudi, minn dó úr altitude sickness, og madur man varla hvernig madur gat verid jafn hadur honum og madur var heima. Úr og klukkur ber ég ekki á mér; vid midbaug eru skýr skil milli dags og naetur og thad hefur hjálpad minni innri klukku ad stilla sig. Heima er sólarhringurinn minn stodugt í fokki en herna verdur madur syfjadur ef thad er dimmt og madur hefur ekkert fyrir stafni thad kvoldid. Ég fylgist lítid med thvi hvada dagur er, enda skiptir mig litlu máli hvort thad er sunnudagur, mánudagur, páskadagur eda annad, nema madur sé ad fara út ad skemmta sér, thví thá er aeskilegt ad thad sé fostudagur eda laugardagur.

Madur er líka haettur ad taka jafn mikid eftir hlutum sem eru odruvisi en heima, en nokkrir hlutir koma tho upp i huganum á manni. Til daemis má nefna umbúdir, en tómatsósan í Ecuador er í flosku sem er í laginu eins og flaska sem inniheldur uppthvottalog heima. Thad er reyndar ekki jafn súrt og í Filippseyjum, thar sem tómatsósan (ketchup) er búin til úr banonum. Mjólkurduft er í umbúdum sem minna helst á uppthvottaduft, meiradsegja thad sem er prentad á thaer minnir á uppthvottaduft. Í Brasilíu var haegt ad kaupa drykk sem ber heitid Skinka, sem ég smakkadi ekki, en í Ecuador smakkadi ég thó sítrónudrykk sem bragdadist eins og eitthvad sem madur thrífur badherbergid sitt med. Í Ecuador er thad ekki ísbíllinn sem keyrir um goturnar vid undirspil, heldur ruslabíllinn. Svona má lengi halda áfram......

Núna er ég kominn til Kólumbíu og skrifa um hana í naesta innleggi.


Mariana (POR), Jesse (USA), Liz (USA), Tomaz (POR), Símon (GBR) og Marissa (USA) í Cuenca


Nágrenni Vilcabamba er fallegt


Afslappadasti madur í heimi, Katarina (CHI) og Sandro (COL)


Francesca de Chile


Willow performer hippi og Suzanne 52 ára handverkshippi og lífskunstner í grímupartýi


Grímupartíid var sérlega skemmtilegt, og módukennt


Flottasta reidhjól í heimi (eins og mótorhjólid hans Tolla)


Eitt af mínum fyrstu skopunarverkum (gloggir lesendur taka ef til vill eftir thvi ad thad líkist svipudyri)


Handverk mitt


Og thá er ekki fleira í thaettinum hjá okkur í kvöld, veridi sael.

Monday, May 28, 2007

20 bananar

Nuna skulda eg blogginu nokkrar vikur og aetla ad skoppa yfir thaer. Eg var kominn til Cuenca og hélt thar til í rúma viku. Cuenca er hinn rolegasti baer og mjog vinalegur. Nuna er madur mest megnis haettur ad nenna ad standa i typisku ferdamannabasli, turum og sliku. Thad er dyrt og nuna snyst ferdalagid adallega um ad kynnast folki. Cuencabuum er audvelt ad kynnast, madur faer aldrei a tilfinninguna ad their vilji selja manni eitthvad eins og a flestum odrum stodum sem madur hefur farid a. Thar kynntist eg nokkrum piltum sem reka handverksbud. Annars er til litils ad kynna til sogunnar personur og leikendur a hverjum stad thvi madur kvedur nyja vini yfirleitt nokkrum dogum eftir ad madur kynnist theim. En I Cuenca kynntist eg honum Simoni fra Bretlandi sem kenndi mer ad lata vasaklut hverfa, thannig ad eg er ordinn loggildur toframadur. Eg let skerda hadd minn adur en eg helt fra Cuenca og er nuna med stutt har, og strax farinn aftur ad sakna makkans. Eftir Cuenca for eg til Vilcabamba, sem er afslappelsisstadur, slappadi af
thar i viku, full afslappad og litid af folki. Hekk mikid thar med barstelpunni, henni Emmu, fra Frakklandi.

Thegar eg kom til Montañita rakst eg a Franciscu og Katarinu handverkshippa fra Chile sem eg kynntist i Baños. Thaer ferdast um Sudur-Ameriku an thess ad taka med ser peninga. Thaer fjarmagna sin ferdalog med thvi ad smida skartgripi og bua til hluti ur snaeri og hlutum sem thau annad hvort kaupa, eda finna t.d. a strondinni. Strondin er eins og markadur fyrir handverkshippana, skeljar og alls kyns steinar liggja thar eins og their seu til synis fyrir vegfarendur. Eg hafdi akvedid thegar eg lagdi af stad fra Vilcabamba ad ef eg myndi hitta skemmtilegt folk sem er a leidinni til Columbiu, ad eg myndi slast i for med theim. Eg er buinn ad hitta mikid af ferdamonnum sem eru nykomnir fra Kolumbiu og naestum allir eru sammala um ad Kolumbia se uppahaldsstadurinn theirra i S-Ameriku. Folk hugsar kannski fyrst um ad thad geti verid haettulegt, en their sem hafa farid tharna segjast ekki hafa skynjad neitt slikt, enda fara faestir turistar a svaedin thar sem borgarastyrjoldin er i fullum gangi. Montañita er mikill ferdamannastadur, og medan allt Ecuador er i turistalaegd, tha er bons af lidi herna i Montañita. Flestir sem bua herna eru fra odrum londum S-Ameriku og hafa akvedid ad vera herna lengur, margir af theim hippar sem selja handverk sitt. Hippapleisin herna i S-Ameriku eru thaegilegir stadir, yfirleitt med fallegt natturulegt umhverfi, mikid af ferdamonnum (mjolkurkyr handverkshippa), litid um ofbeldisglaepi og ran.

Francesca er fyrir mer ordin stora systirin sem eg eignadist aldrei. Thad er agaett ad eiga stora systur til tilbreytingar. Nuna er eg lika farinn ad kynnast mun meira af spaenskumaelandi folki og tharf meira a spaenskukunnattu ad halda til ad komast af. Spaenskunam mitt hefur ekki gengid jafn vel og eg atti von a, en nuna gaeti allt farid ad smella saman thar sem eg er farinn ad nalgast dypri enda laugarinnar hvad vardar spaenskunotkun.

Francisca og Katarina hafa kennt mer undirstoduatridin i handverksgerd med snaeri, thannig ad nu get eg skapad armbond, halsfestar og slikt ef eg einungis hef snaeri til ad hnyta. Tharna raettist hja mer draumur sem eg hef haft i kollinum sidan eg var snádi og laerdi a peninga, thad er, ad bua til peninga ur engu, eda nanast engu. Sidan um daginn thegar eg var ad hnyta snaeri uti a gotu kom til min madur sem keypti eitt armband sem eg hnytti a einn dollara!!! Eg vard himinlifandi og fékk tharna vidurkenningu thess ad se ordinn handverksmadur. Einn dollari herna getur gert marga goda hluti fyrir mann, t.d. getur madur keypt 20 banana fyrir thessa upphaed, thannig ad ef eg vildi gaeti eg haldid til herna og lifad a banonum og fiskisupu (1/2 dollar). Nuna a eg afmaeli eftir nokkra daga og afmaelisgjofin sem myndi gledja mig mest vaeri nokkrar rullur af vaxhududu snaeri, og blobb, jibby!

Annars er thetta hippalif agaett. Hippalifstillinn er ad lifa i nuinu og folk stydst ekki jafn mikid vid kerfid og adrir til ad komast af. A flestum stodum gerir kerfid og popullinn manni erfitt ad nalgast slikan lifsstil en i Montañita er mikid af sliku og liku folki og gerir thad folki audveldara um vik. Eftir ad hafa lesid baekur eins og "Munkurinn sem seldi sportbilinn sinn", Alkemistinn, When the tripods came/White Mountains/City of gold and lead (um geimverur sem ferdudust um jordina a thrifotum, toku yfir hana og settu malmplotu i hausinn a folkinu og notadi thad sem thraela), og sed biomyndir eins og the Matrix, tha hef eg komist ad theirri nidurstodu ad oll thessi skaldverk eru leidarvisir i thvi hvernig madur eigi ad vera hippi. Eg las Alkemistann eftir Paolo Coelho (sem er mest lesni rithofundurinn i S-Ameriku) um daginn og nokkrum dogum seinna hitti eg gaur sem lifir lifi sinu naestum eins og Coelho radleggur manni ad haga thvi. Sa einstaklingur heitir Juan, er fra Chile og er buinn ad vera herna i 8 manudi og er buinn ad vera ad fara "a morgun" i ruma viku (og aetlar ad snua aftur bradlega). Hann eignast peninga med ad kaupa hluti odyrt thar sem hann er og selja tha dyrara thar sem hann fer. Hann tekur turista lika i tura og smidar handverk. Eg hef tho ekki sed hann vinna neitt, og nuna er hann loksins skroppinn a heimaslodir sinar. Otrulegur viskubrunnur sa madur.

Internetid herna er kúkdýrt (40 bananar/klst) og eg er bara med 3,5 dollara i vasanum og tharf thvi ad haetta nuna. Meira seinna.

Fridur

Tuesday, May 1, 2007

Baños og útjadar Amazon

Hallo Island og til hamingju med vedrid.

Fra Quito helt eg til Baños, sem er baer 4-5 klst i rutu sudur af Quito. A rutustodinni sa eg tvaer vestraenar fraukur sem eg giskadi a ad vaeru fra Noregi eda thyskalandi. Eg akvad ad tala vid thaer ef thaer vaeru i somu rutu. Svo reyndist vera og kom a daginn ad onnur theirra er Islendingur. Hun heitir Olof og er fra Njardvik og er litid buin ad vera a klakanum undanfarin ar. Hun er med TEFL skirteini sem gerir henni kleyft ad ferdast um heiminn og kenna ensku, og hun er einmitt a leidinni til Kina ad kenna ensku thar, eitthvad sem eg gaeti vel hugsad mer ad gera sjalfur. I rutuferdinni vard eg fyrir annarri ovaentri anaegju thegar eg sa gjosandi eldfjall ut um gluggann a rutunni. Eldfjallid faerdist alltaf naer og kom a daginn ad Baños stendur vid raetur fjallsins. Gosid er tho i minni kantinum, litid oskugos og einungis gult haettuastand (= vera a verdi).

I Baños heilsadi eg upp a trukklimi i Shanna trukki sem er a leidinni til Quito; miklir fagnadarfundir. Thau foru daginn eftir og eg rakst tha a folk sem eg hafdi hitt i Quito. Svo kynntist eg lika fullt af odru folki i Baños.

A fimmtudeginum for eg a fjorhjoli upp a eldfjallid asamt Mahul fra Bretlandi og sama kvold kiktum vid i hopferd upp a utsynisstad thar sem vid saum nakvaemlega ekki neitt. Eg var buinn ad minnast a thad ad thad er gjarnan skyjad i Ecuador thegar er regntimabil.

Daginn eftir hitti eg svo Camilu, Veronicu vinkonu hennar og Esteban bladamann og logdum vid af stad i utjadar Amazon skogarins daginn eftir. Camila var buin ad segja mer ad Esteban vaeri feitasti madur i heimi ("fattest guy ever") og vard eg fyrir vonbrigdum thegar hann reyndist bara vera alika feitur og Orn Arnason. Veronica vinkona Camilu er hin fridasta, skemmtilegasti felagsskapur og kvenmadur ad minu skapi. Vid kiktum i heimsokn i litid indianathorp sem vesturheimur hefur ad mestu leyti samlagad sinni menningu og bonkudum upp a hja tofralaekni og sem baud okkur ad gista hja ser um nottina. Um kvoldid helt hann athofn fyrir okkur og hreinsadi okkur af illum ondum. Athofnin var tho sidri utgafa af alvoru athofn, thvi tofralaeknirinn var ekki buinn ad stilla sig inn a andaheiminn, sem hann gerir med thvi ad drekka kynngimagnadan drykk sem heitir Ayahuasca. Hann saup bara sma og gaf okkur einnig litinn sopa en skogargydjan og graeni madurinn letu tho hvergi sja sig.

Daginn eftir, sunnudag, syndi folkid okkur dans og bumbu- og flautuspil ad haetti thorpsbua. Eftir thad forum vid i stutta skogarferd og kynntumst thvi ad thad thykir ekki tiltokumal ad maeta manni med svedju a fornum vegi, og seinna um daginn heldum vid ad nokkrum fogrum fossum i nagraenninu. Um kvoldid var svo timi kominn fyrir thau ad fara heim thvi thau eru atvinnu- og namsthraelar a virkum dogum. Thad var leidinlegt thvi thad segir sig sjalft ad tveir dagar er ekki nog til ad kanna Amazon skoginn i heild sinni (nema madur se jolasveinninn). Vid upplifdum tho margt a thessum stutta tima og fengum ad kynnast lifshattum folksins tharna sem gestur theirra.

Thad er kannski vid haefi herna ad kynna langtima visindatilraunirnar sem eg er med i gangi thessa stundina. Su fyrri gaeti kostad mig harid, en eg er ad athuga hvort harid a mer myndi natturulega dreadlocks ef eg sleppi thvi ad thvo thad med sapu og hondum. Engir slongulokkar enn, en tilraunin hefur stadid yfir i viku eda svo.

Hin tilraunin hefur stadid yfir i ruma 2 manudi. Eg hef gaelt vid tha hugmynd ad gerast graenmetisaeta, m.a. af sidferdislegum astaedum. Thad tharf ad gerast i skrefum og fyrsta skrefid er ad haetta ad borda spendyr. Eg hef ekki neytt spendyra sidan eg var i Argentinu og get ekki sagt ad eg sakni thess ad hafa daud spendyr i maganum.

Nuna er eg i Cuenca og hyggst vera thar i viku eda svo, skrai mig jafnvel a spaenskunamskeid. Medan thetta var ritad rakst eg a tvaer kvennsur sem eg kynntist i Baños og aetlum vid ad kikja a naeturlifid herna i kvold.


Tungurahua eldfjall er reitt vegna thess ad mennirnir eru ad skemma skoginn i kringum thad.


Leo (tvifari Hlyns) handverkshippi fra Brasiliu, Karis sem eg rakst a adan (fremst), Katarina, Francisca handverkshippi fra Chile og David fra NY


Thjonn! Thad eru kjuklingafaetur i supunni minni


Oskugosid sed fra rotum fjallsins (og sky lika)


Camila og Veronica


Esteban


Hluti thorpsins sem vid gistum i


Tofralaeknirinn undirbyr sig fyrir salarhreinsun


Tofralaeknirinn hreinsadi salina af miklum eldmód


Vettvangur salarhreinsunar og gististadur okkar


Tofralaeknirinn mundar flautuna


Dansad vid undirleik


Pocahontas og Will Smith


Laufskeramaurar skera lauf til ad naera sveppina sina


Fridur

Monday, April 23, 2007

Quito

Tha er madur staddur i Ecuador. Eg brunadi beint til Quito fra Lima og tok rutuferdin ca. 40 klst. 40 klukkustundir er tho ekki neitt thvi eftir ca. 2 vikur aetla eg fara i a.m.k. 80 klst. rutuferd til Santiago de Chile. Thad er drulludyrt ad fljuga til Santiago og Buenos Aires, 2 sinnum dyrara en til New York, einhverra hluta vegna, og rutuferdirnar eru agaetar. I Quito hafdi eg samband vid Camilu, sem er fyrrverandi kaerasta Omars vinar mins ur liffraedinni og var i skiptinami a Islandi fyrir nokkrum arum. Aetlunin var ad fara ut med vinum hennar a fostudagskvoldid en vid tokum skyndiakvordun ad bruna i Amazon skoginn med odrum vini hennar, bladamanni. Thar var aetlunin ad kikja a nokkra ahugaverda stadi og medal annars ad heimsaekja tofralaekni sem bladamannsi hyggst taka vidtal vid. Ekkert vard ur ferdinni thar sem thad var hellidemba og tha vilja aurskridur loka vegum. Aetlunin er tho ad fara naestu helgi ef adstaedur leyfa.

Nu er eg i Quito og er a leidinni til Baños eftir klukkustund, thegar eg fae myndavelina mina aftur ur vidgerd. Annars er thad alveg magnad hvad madur ser god ljosmyndaskot alls stadar thegar madur er myndavelarlaus. Vedrid herna i Quito minnir mann heilmikid a Islenskt sumarvedur og I tha fjora daga sem eg hef verid herna hef eg sed solina i ca. 30 minutur, annars hefur verid skyjad og rigning til skiptis. A laugardag okum vid Cami ad midbaugi jardar, thar sem eg fekk ad kynnast thvi hvernig thad er ad standa a badum jardarhvelum i einu. Um kvoldid var kikt i bio, a Apocalypto, og eg verd ad vidurkenna ad Melurinn (Gibson) kom bara nokkud a ovart. Myndin fjallar um vidburdarikan dag i lifi Indiana eins og thad var serstaklega gaman ad horfa a thessa mynd vitandi hvad thad er stutt i sidmenninguna. Eftir ad hafa horft a "Kristur laminn" bjost eg vid thvi ad Melurinn myndi gera adra alika slaema mynd. Mer fannst thad a.m.k. mjog odyrt trikk til ad vekja tilfinningar hja folki ad lata thad sja frelsara sinn laminn i spad i 120 minutur. Jaeja...Baños og Amazon i naesta innleggi.

Thursday, April 12, 2007

Lima

Nuna er eg staddur i Lima a hosteli sem heitir Nomade. Voda notalegt, hengirum og allar graejur. Hostelid er statt i Miraflores, uppahverfi i Lima - thar sem rika og fallega spaenskaettada folkid byr og gjorsamlega a skjon vid restina af borginni. Maturinn i Lima er vidbjodur og virdist vera ad Limverjar viti ekki ad thad er til annar matur en kjuklingur og franskar. Hreinlaeti virdist einnig abotavant thvi eg fekk i magann og er ekki sa eini. Eg vard thvi fyrir upplifgandi reynslu thegar eg smakkadi taco a skyndibitastad herna i Miraflores og thad bragdadist vel, reyndar fyrsta almennilega maltidin sem eg at herna eftir ad hafa verid i fjora daga. Daginn adur en eg for a hostelid for eg ut a posthus ad losa mig vid allt sem eg keypti i La Paz, 9 kilo af fotum og minjagripum. A posthusinu lenti eg i skemmtilegri reynslu, thar var kona ein sem benti mer a ad eg hafdi eitthvad oged a buxum minum og bol, eg vard strax tortrygginn og gaetti vasa minna, thegar eg leit i hina attina tok eg eftir manni sem oged spyttist fra i att ad mer og a golfid. Um var ad raeda gengi 3 vasathjofa sem taka athyglina fra manni med thvi ad benda manni a ogedid og bjodast svo til ad hjalpa manni ad thurrka thad burt og laumast svo i vasana hja manni thegar madur horfir i ranga att. Vid hofdum verid vorud vid svonalogudu og eg gaetti vasa minna vel medan a thessu stod. Thau lobbudu ekki ut rikari, en eg var heppinn, eg labbadi ut reynslunni rikari, og okeypis reynsla i thetta skiptid.

Eg aetla ad taka thad rolega yfir helgina, stifur turistapakki i 7 vikur faer mann til ad vilja taka ser fri. Eftir helgi kemur i ljos hvort eg fari til nordur Ecuador og svo sudur til Chile og Argentinu eda bara beint sudur.

Tuesday, April 10, 2007

Peru

Thad er ordid soldid langt sidan eg reit i bloggid mitt og margt drifid a daga mina i millitidinni. En.... Sidan eg komst nalaegt Peru Boliviumegin hefur allt snuist um Inkana og forfedur theirra, menningarlegi hluti ferdarinnar hafinn. I boliviu heimsottum vid pre-inca rustir i Tiuhanaco (ef eg man rett). Eftir thad forum vid til Peru og gistum a eyju i Titicaca vatni og fengu trukklimir ad gista (gegn greidslu) hja fjolskyldum af gamla skolanum a eyjunni, sem var mjog hressandi. Landslagid i Peru vid Andesfjoll minnir um margt a landslagid i Boliviu. Thad sem er helst markvert er ad fjallshlidar a Inkaslodum eru allar riffladar vegna thess ad Inkarnir byggdu raektunarstalla i thaer. Naest var farid til Cuzco, og thadan i Helga, dal inkanna (sacred valley). I Cuzco og Helga var allt morandi i allskonar Inkarustum og vandlega tilhoggnum veggjum. Inkarnir virtust hafa helviti stora lagstett thvi hver steinn tharf gridarlega vinnu og their hofdu engin almennileg verkfaeri og engum datt i hug ad finna upp hjolid. I Sacsayhuaman (borid fram Sexy Woman) utan Cuzco matti finna hoggna steina allt upp i tuttugu og eitthvad tonn i veggjum. Thegar (bannsettir) spanverjarnir komu voru their duglegir vid ad eydileggja Inkamenjar, braeddu gullid ur gullgripum og byggdu kirkjur a helgum stodum, rifu nidur byggingar og byggdu kirkjurnar ofan a thaer i stadinn. Ur dalnum helga logdum vid af stad i Inka trail gonguferdina, sem entist i 4 daga og endadi i Macchu Picchu. Macchu Picchu var, og er, helviti mognud sjon og risastor og mikil smid, uppi a fjalli, og ferd thangad orugglega thad naesta sem madur kemst ad thvi ad ferdast aftur i timann (ef thad vaeri ekki fyrir utan alla bannsetta turistana tharna). Eftir Macchu Picchu forum vid aftur til Cuzco. Nokkrum dogum seinna var haldid til Nazca, thar sem Nazca linurnar eru, og thadan i eydimork sunnan Lima og thar foru trukklimir i rall a sandbilum (fengum tho ekki ad keyra sjalf) upp og nidur sandoldur, sem minnti helst a russibanaferd. I eydimorkinni forum vid einnig a snjobretti thar sem madur renndi ser nidur gridarlega brattar brekkur liggjandi a maganum med andlitid a undan. Eydimerkurdagurinn var sidan toppadur med grillveislu og tilheyrandi svalli i midri eydimorkinni undir stjornu- og tunglskini, thar sem vid gistum undir berum himni. Kvoldid var agaetis skemmtun en endadi a leidinlegum notum thegar ein stelpan, Nicole, (sem er ein besta vinkona min ur ferdinni) renndi ser nidur sandoldu i myrkrinu og small a odrum trukklim, Brendon, sem la a bakinu i sandinum. Thetta gerdist fyrir framan andlitid a mer og leit mjog illa ut. Brendon thurfti ad lata sauma tuttugu og thrju spor i andlitid og fekk myndarleg glodaraugu, en Nicole vard verr uti, Hun small med tennurnar a honum og braut a ser gominn, missti nokkrar tennur og thurfti ad fara i adgerd. Nuna er skipulagdi turinn a enda, eg kominn til Lima og er i oda onn ad akveda hvad skal gera naest. Einhverra hluta vegna komst sandur i zip-loq pokann sem eg geymdi myndavelina i og hun tharf ad fara i vidgerd. Eg eydilagdi lika skjainn a ipodnum minum og siminn minn er daudur. Ekkert af thessu er thau naudsynlegt a ferdalagi nema helst myndavelin, sem haegt er ad laga.


Alpaca (thessi) og lamadyr koma mer alltaf i gott skap


Lagstettin a Inkatimum var dugleg ad hoggva steina til


By the power of Greyskull!!!


Sonnun thess ad eg hef farid til Macchu Picchu


Longu daudir dreadlock rasta tofralaeknar i Nazca


Trukklimir ur Shanna, sem er trukkurinn eg a frekar heima i en Moose
(Matt, George, Louise, Drew og Nyree)


Ana, Bianca, Tristen, Matt og eg