Saturday, July 28, 2007

Saddam Lifir!

Ég greindi frá thví í thessu innleggi ad Saddam Hussein lifir gódu lífi í Tayrona Park í Kólumbíu. Ég sagdist mundu setja inn mynd á bloggid og ég er madur orda minna. Hér faest stadfesting á thví ad Saddam lifir. Ágaetis kall, en ekkert sérlega hrifinn af thví ad láta taka myndir af sér.


Halla, Sigga, Saddam og José á gódri stund

Tuesday, July 24, 2007

Stálsleginn flugmidaeigandi


Thad hafdi alltaf verid aetlunin ad faera sig sudur á bóginn fyrir seinasta hluta ferdarinnar. Ég er kominn núna alllangt frá Ríó, thadan sem ég flýg heim í byrjun október. Mig langar til Argentínu, enda hef ég heyrt mikid gott um landid og naestum allir sem ég hef hitt sem hafa farid til Buenos Aires fara fögrum ordum um borgina. Flug til Buenos Aires frá Kólumbíu er virkilega dýrt og reyndar flest flug hédan. Ég var thví mjög heppinn thegar ég fann ódýrt flug til Santiago de Chile, meira en helmingi ódýrara en önnur flug á svipadar slódir. Flugmidinn var svo miklu ódýrari en adrir midar ad ég sparadi hvorki meira né minna en milljón kólumbíska pesos (30 thúsundkell) thegar ég gerdi thessi kostakaup. Í kaupbaeti get ég baett Chile á listann yfir heimsótt lönd, en hyggst thó ekki staldra thar. Núna er midur vetur og metkuldar á thessum slódum, en ég hef fengid nóg af sól í bili og thad styttist í vorid tharna fyrir sunnan.

Thad er kannski vid haefi ad tilkynna ad ég var ad fikta í stillingunum fyrir síduna og nú getur hver sem vill kommentad á blogginu án thess ad thurfa ad skrá sig inn.

Meltingin er komin í lag og kýlin á haegri fótlegg farin. M.ö.o. Stálsleginn

Wednesday, July 18, 2007

Stutt stopp í Venezuela


Thegar sídast var komid vid sögu var ég staddur í Taganga vid Santa Marta. Ég fór thadan ásamt Franciscu og Keo vinkonu frá Brasilíu til stadar sem heitir Cabo de la Vela og er stadsettur vid Karabísku ströndina nálaegt Venezuela. Keo er mjög afslöppud, handverkshippi, tattúverud í bak og fyrir, alltaf í gódu skapi og notar naestum aldrei skó eda sandala. Manni hefur lidid hálfpartinn eins og Mídasi konungi thegar madur hefur verid ad ferdast med spaenskumaelandi fólki thví naervera mín gerir alla hluti dýrari. Thannig haekka gisting og alls kyns útgjöld um leid ef ég er nálaegur. Cabo de la Vela er eydimerkurstadur vid sjóinn og lítid annad ad sjá en sjó og eydimörk. Baerinn minnir helst á einhvern bae úr spagettívestrunum gömlu, med videigandi thurrki, vindi, sól og mannleysi. Vindurinn er reyndar ekki svo slaemur thví á thessum stad er vindkaeling af hinu góda. Thad var mjög unreal ad vera tharna, naestum enginn á ferli nema flautandi vindurinn. Thad var lítid haegt ad gera tharna og sjórinn ekkert spes, thannig ad vid fórum til Venezuela nokkrum dögum sídar.

Thad fyrsta sem ég tók eftir í Venezuela var rusl medfram vegum, bensínstybba og ad bílarnir eru ad stórum hluta stórir bandarískir bensíndrekar (adallega Chevrolet); flestir á aldur vid mig og eldri. Thad hefur lítil áhrif á budduna ad aka slíkum bílum í Venezuela thví thar er laegsta eldsneytisverd sem thekkist á jördinni, 1,38 krónur lítrinn af dísel, ekki nema 80 falt ódýrara en heima. Reyndar laegra thví ef ég hefdi tekid út pesos í Kólumbíu og keypt bolivares vid landamaerin gaeti ég keypt dísellítrann á 80 aura, thví Venezuelski bolivarinn er ofmetinn. Vid héldum ad stad sem heitir Chichivirichi og seinasti hluti ferdarinnar thangad var nokkud skondinn. Vid nádum ekki seinustu rútunni og vorum ca. 2 klst frá stadnum. Svo fór ad vid tókum leigubíl frá rútustödinni ásamt tveimur innfaeddum. Leigubíllinn var ca. 30 ára gamall Chevrolet med sófasetti frammí og afturí og skotti sem rúmar a.m.k. fimm daudar vaendiskonur. Mér fannst ég vera kominn í einhverja af gettómynd frá níunda áratuginum (Boyz in da Hood, New Jack City, Menace 2 society etc.) thegar ég sat í aftara sófasettinu med thrjá Venezuelska gaura frammí og tvaer latinur til vidbotar afturí, rúntandi um med Cypress Hill rappandi á spaensku í graejunum.

Í Chichivirichi fundum vid ódýrt gistiheimili sem allslenskir suduramerískir hippar á stadnum hafa gert ad sínu heimili. Venezuela er ekki jafn ferdamannavaen og Kólumbía og lítid af enskumaelandi túristum ad finna. Ennfremur er fólkid í Venezuela er ekki jafn gestrisid og í Kólumbíu enda flestir óvanir túristum. Tharna var hangid í rúma viku og m.a. siglt til eyja í nágrenninu til ad bada sig í sól og sumri. Í Chichivirichi var einhver gaur labbandi um med mótorknúna rjómaísvél sem spiladi "vertu til er vorid kallar á thig" lagid aftur og aftur á svo háum styrkleika svo madur heyrdi í vélinni nokkrum götum frá. Manni fannst thetta skemmtilegt til ad byrja med, minnti mann á klakann og madur gat sungid med á Íslensku. Thegar madur var farinn ad heyra lagid (já ég heyrdi lagid!) í höfdinu á sér fyrir svefninn fór gamanid ad kárna. Steinsmugan ógurlega bankadi sídan uppá og hélt mér rúmliggjandi í tvo daga. Eftir ad ég veiktist (steinsmuga = nidurgangur) fór ég ad sakna Kólumbíu og mér leist illa á ad vera veikur ad ferdast um Venezuela, enda af mörgum talid haettulegasta landid í Sudur-Ameríku. Thad var thó kominn tími til ad madur faeri ad veikjast thví ég er ekkert búinn ad gaeta mín neitt sérlega vel og madur var farinn ad trúa thví ad madur vaeri skotheldur (eins gott ad ég lét ekki reyna á thad!). Á eyjunum í kringum Chichiviriche voru líka einhverjar flugur sem bitu mann og í kjölfarid komu litlar blödrur sem voru mjög naemar fyrir sýkingu. Thar sem ónaemiskerfi mitt var í lamasessi vegna smugunnar fékk ég sýkingu í thrjú bitin og hef núna thrjú kýli á haegri fótlegg. Ég ákvad ad snúa aftur til Kólumbíu og fóru tveir dagar í thad. Ég var farinn ad sakna íslensku stelpnanna thannig ad ég ákvad ad nefna kýlin eftir theim thví mig vantadi sárlega félagsskap á ferdalaginu langa til baka. Núna ádan sprakk seinasta kýlid (Inga María) og thad er margfalt meira verdlaunandi reynsla en nokkur kreist graftarbóla eda fílapensill nokkurntímann, enda sjaldan sem fílapenslar og graftarbólur valda thví ad madur haltri. Ádur en ég lagdi af stad fór ég til laeknis til ad vera viss um ad ekkert alvarlegt amadi ad mér og fékk ad kynnast thví ad laeknisthjónusta í landinu er gratis. Á leidinni aftur til Kólumbíu eyddi ég nótt í Maracaibo og thá hugsadi ég í fyrsta skipti sídan ég kom út, ennthá veikur, ad mig langadi heim. Núna kominn aftur "heim" til Santa Marta og aetla ad staldra hér um skeid og er ódum ad ná mér.

Seinustu nóttina í Chichiviriche lenti ég í skemmtilegri reynslu...ég var búinn ad liggja andvaka um nóttina og reyna ad sofna, en thad gekk illa sökum thess ad ég svaf megnid af deginum. Thegar ég loksins sofnadi byrjadi mig ad dreyma um leid og voru Francisca og Keo vakandi fyrir framan mig í draumnum. Ég hugsadi med sjálfum mér ad thaer gaetu ekki verid vakandi thar sem thaer vaeru sofandi í sama herbergi og ég. Thá áttadi ég mig á thví ad mig vaeri ad dreyma. Thetta var ekki í fyrsta skipti sem ég vakna í midjum draumi, en sídast thegar thetta gerdist thá reyndi ég ad fljúga, en thad tókst ekki og ég var ekki reidubúinn ad stökkva fram af byggingu til ad láta reyna á thad...bara ef ske kynni ad ekki vaeri um draum ad raeda. Ég vaknadi skömmu seinna vegna thess ad ég vard of áhugasamur (enthusiastic). Í thessum draum ákvad ég thví ad taka thad rólega og byrja á thví ad athuga hvort ég gaeti eignast fullt af peningum. Ég bad Keo um pening og í kjölfarid kom klink út um munninn á henni. Thá sagdi ég vid hana...."neii, ég vil fá fullt af peningum". Thá lét hún mig fá fullt af sedlum af gjaldmidli sem ég thekkti ekki...thá bad ég hana um dollara og hún lét mig fá kanadíska dollara...svo bad ég um bandaríska dollara og hún lét mig fá ca. 20.000 spírur. Ég vard himinlifandi yfir thví ad thessi tilraun tókst og hljóp í burtu med peninginn í thví skyni ad sjá hvad bidi mín og hugdist láta drauma mína raetast....vid thad vaknadi ég...dóhh...og tókst ekki ad komast aftur inn í drauminn. Annars er haegt ad thjálfa sig upp í thessu og nefnist thetta fyribaeri lucid dreaming. Fyrir thá sem vilja aefa sig í thessu, thá maeli ég med thessum texta hér.

Myndavélin mín hefur gengid í gegnum margt á sídustu mánudum og er bilud aftur, núna virdist um einhvers konar hugbúnadarbilun ad raeda og ég er ekki vongódur á ad hún verdi lögud.
Thegar var komid aftur til Santa Marta rakst ég á Kólumbíumann ad nafni Oscar, frá Bogotá, sem ég hafdi kynnst thegar ég var tharna ádur, toppnáungi. Er búinn ad vera ad hanga med honum í bland vid túrista á Miramar hostelinu. Reyndar er vert ad minnast á thad ad Oscar thykir voda töff og kúl nafn í Sudur-Ameríku (en ekkert svo töff og kúl á Íslandi) thví alls kyns söguhetjur fortídar og nútídar landanna bera thetta nafn. Ég spurdi hann út í herskylduna, en hér er herskylduhappdraetti (draft) hjá ungum mönnum og ef their eru dregnir eiga their kost á ad fara í herinn eda lögguna, adrir sleppa alveg. Ég spurdi hann hvort hann hefdi verid í hernum og hann sýndi mér herútskriftarskírteinid sitt. Ég stardi á skírteinid í 5-6 mínútur thví thad var ótrúlegt hvad gaurinn á myndinni er ólíkur manninum sem sat andspaenis mér. Hann virtist í fyrsta lagi eldri (myndin er tekin fyrir 8 árum) og gersneyddur persónuleika (Oscar er mjög sterkur persónuleiki). Á skírteininu kemur fram hvort madur var útskrifadur med saemd eda skömm. Ef madur er útskrifadur med saemd thá virkar thetta skírteini nokkud eins og "Get out of jail free card" thví löggurnar eru flestar piltar á aldrinum 18-22 ára og madur sem útskrifadur er med saemd er nokkurs konar fyrirmynd theirra og thví ólíklegt ad hann lendi í ótharfa lögguböggi.

Thegar ég kom til Bólivíu og Perú fyrir nokkrum mánudum fannst mér thad fyndid hvernig fólk í thjónustustörfum ávarpadi mann amigo (vinur) frekar en señor (herra) eins og tídkast á Spáni. Manni fannst thetta hressandi og thótti gaman ad vera vinur allra. Í Venezuela og í Kólumbíu nálaegt Venezuela er hins vegar dýpra tekid í árinni og fólk af gagnstaedu kyni er gjarnan ávarpad "mi amor"- ástin mín. Thannig ad ef madur fer út í búd og thad er kona ad afgreida, thá heyrir madur "¿a la orden mi amor?", sem útleggst á íslensku: "Get ég adstodad ástin mín?"

Ég hef ekki nennt ad standa í ad setja myndir á CD en thad koma einhverjar á bloggid brádlega.

Sunday, July 1, 2007

Meiri Kólumbía

Thá er madur kominn aftur til Santa Marta, og á leidinni til Tatanga, eda Taganja eins og stadurinn er gjarnan kalladur. Thad urdu miklir fagnadarfundir thegar ég hitti thaer stollur Ingu Maríu, Siggu og Höllu aftur i Santa Marta, enda erum vid ordin bestu vinir. Vid skruppum í Tayrona Park paradísarstad sem ég hreinlega elska. Thar var farid aftur í sama farid, hjakkast á kókoshnetum, synt í sjónum, éta (já, éta) mangó, ýta trjábol út í sjó, og sóla sig. Seinni ferdin í Tayrona var mjög skemmtileg og áttum tharna grídarlega gódar stundir. Eins og í fyrra skiptid langadi mig lítid ad fara úr gardinum thegar hann var yfirgefinn. Annars eru stelpurnar búnar ad blogga um thetta hér, og eru med djöfull fínar myndir hér. Ég komst ad thví ad Saddam Hussein lifir gódu lífi í thjódgardinum og brádlega sýni ég myndir thví til sönnunar.

Thegar vid komum aftur til Santa Marta thurftu stelpurnar ad drífa sig til Venezuela til ad ná flugi úr álfunni. Thegar komid var aftur á hostelid lenti ég í undarlegri reynslu. Ég var nýkominn úr sturtu og klaeddi mig óvart í SOKKA! Thá áttadi ég mig á thví ad ég hef hvorki klaedst sokkum né skóm í ca. 3 vikur. Nokkra dagana í Tayrona notadi madur heldur ekki sandala, var bara á tánum.

Aettbálkafólkid hérna sést inn á milli baedi í borgum og fyrir utan. Thad klaedist hvítum fötum, er med sítt svart slétt hár og almennt frídara (ad minu mati) en annad native american fólk, og er ekki litid hornauga af "sidmenntadri borgurum", enda búnir ad adlagast nokkud okkar menningu. Annars er alveg merkilegt hvernig Kólumbíumenn eru allir vinir hvers annars. Fólk á götum úti talar vid róna og götustráka án thess ad setja sig á háan stall. Ef róni bidur um sígarettu, thá reynir fólk ad útvega honum slíka, og ekki vegna thess ad hann deyr 7 mínútum fyrr. Eins er fólk mjög hjálpsamt vid túrista og ég hef ekki enn ordid var vid neitt ofbeldi eda ordid hraeddur í landinu. Ég hef lítid ordid var vid mannraeningja og skaerulida, en hermannalegir lögreglumenn prýddir M16 hrídskotarifflum eru á hverju strái.
M16


Madur tekur eftir mikilli ásókn ferdamanna í kókaínid hérna, enda landid fraegt fyrir slíkt og frambodid grídarlegt. Á skemmtistödunum verdur madur mikid var vid munnkaeki og undarlega augnsvipi hjá fólki og thad er alltaf einhver ad fá sér í nefid á karlaklósettinu. Ástandid í djammkjörnum hérna er thó skárra en í midbaenum heima um helgar hvad vardar ofbeldi og madur tekur eftir álíka mörgum kókudum hausum. Í Sudur-Ameríku á 5 mánudum hef ég ordid var vid álíka mörg slaxmál (sic) og á venjulegri helgi í midbaenum.

Í Santa Marta kom ég aftur á Miramar hostelid, en ég er hádur ávaxtashake/smoothie/hraeringnum thar. Ég er búinn ad fá mér ca. 3 á dag medan eg hef verid herna, sem eru ca. 2 lítrar. Konurnar í eldhúsinu brosa líka alltaf til mín thegar ég kem og bid um stóran hraering. Rakel í eldhúsinu er mjog elskuleg og thjónar hlutverki brádabirgdamódurímyndarinnar (28 stafir) minnar. Hún minnir mig helst á konuna sem á köttinn Tomma úr teiknimyndunum í den. Thegar ég paeli í thví thá er ég ekki frá thví ad kötturinn Tómas sé ein af mínum helstu fyrirmyndum úr aesku.

Fyrst ég minnist á fíkn í hraeringinn hérna langar mig ad lýsa annarri fíkn og hvernig hún hefur hjálpad mér ad skilja hvernig morfínfíklum lídur. Thad er nefnilega mál med vexti ad mann klaejar gjarnan í moskítóbit, og thegar madur byrjar ad klóra sér thá er erfitt ad haetta. Thad gefur vissa vellídunartilfinningu ad klóra í bitin og madur tharf sífellt ad vidhalda klórinu til ad vellídunartilfinningin hverfi ekki. Thegar madur loksins haettir ad klóra sér finnur madur eins konar náladofa (fráhvarfseinkenni), sem hreinlega kallar á mann: "klóradu mér". Ástaedan er sú ad líkaminn seytir endorfínum, sem eru morfínskyld efni, thegar klórad er og haettir thví thegar klóri linnir (endorfín er stytting á endo-morphine = innmorfín). Thetta er svipud fíkn og skokkfíknin. Ég hef thó aldrei skokkad neitt ad rádi og veit thví ekki í smáatridum hvernig theirra fíkn gengur fyrir sig (Pétur, hinn dyggi lesandi bloxins míns gaeti eflaust fraett okkur um thad).

Á Miramar kynntist ég Chris, lidhlaupa úr bandaríska hernum, og fórnarlambi kirkjuheilathvottamaskínu. Hann virkadi eitthvad undarlegur frá upphafi og var ordinn ótholandi fljótlega. Hann maetti m.a. í heimsókn til mín kl. 8 um morguninn á hostelid (gistir annarsstadar) og hann hefur ekkert tak á óskrádum hegdunarreglum eins og t.d. hvenaer skal hlegid. Reyndar margt sem hann er ad laera núna, thví hann hefur aldrei yfirgefid heimaland sitt ádur, en hann á mjög margt eftir ólaert, og tharf einnig ad aflaera margt, og í thessum skrifudu ordum er hann maettur aftur í heimsókn. Blessadur kappi!

Ég kynntist líka fyrrum kólumbískum hermanni ad nafni Andres. Hann er hinn vaensti madur, med svolitid ógnandi utlit sokum thess hve stor og massadur hann er. Hann sagdist vera buinn ad fa nog af stridi og byssum og baetti vid ad thessi styrjold snerist frá badum hlidum um peninga, ekki um frelsi eda betra stjornarfar. Núna ferdast hann um og selur handverk.

Ég hitti svo Franciscu aftur á strondinni í Taganga, sem er 5 mínútur frá Santa Marta...einskonar Kópavogur Martverja. Veran í Taganga minnir um margt á veruna í Montañita og er gódur stadur til ad adhafast lítid á. Tharna aetla ég ad adhafast lítid naestu daga, hanga á ströndinni og drekka djús.

Thrátt fyrir ad ég sé búinn ad breyta fluginu heim úr 7. júlí í 4. okt finnst mér eins og tími minn í Súrameríku sé ad renna út thví seinasti mánudur leid hradar en ord fá lýst (thessi ord undanskilin). Ég bara hreinlega trúi thví ekki ad ég sé búinn ad vera mánud í Kólumbíu. Hvert ég held naest er óákvedid. Annars liggur mér ekkert á ad yfirgefa Santa Marta og Taganga.

Og svo eru hérna nokkrar stolnar myndir frá stelpunum.


Thessi klettur er nýjasta útstöd íslenskrar menningar.


Aud strond ad Íslendingum undanteknum.


Trjádrumburinn var eldhress en vildi thó ekki synda med okkur í sjónum.


Ég fékk vidurnefnid Brasilíukeisari eftir veruna í Tayrona.


Sjórinn baetir, hressir og kaetir; og sólin líka.


Hversdagslegir hlutir eins og spírandi kókoshnetur gledja augad