Friday, March 16, 2007

Argentina

Nuna er madur kominn til Boliviu, er skyjum ofar, 3700 metrum yfir sjavarmali og verd i 4060 metrum daginn eftir ad thetta er ritad. Thvi er vid haefi ad skrifa um Argentinu i thessu innleggi.
Argentina er MADURINN!! . Thad er svo god tilfinning ad geta tjad sig vid folk med sinni takmorkudu spaenskukunnattu i stadinn fyrir ad segja bara uhh...ahhh....ehhh...og benda a hluti, eins og madur gerdi i Brasiliu. Nuna er rum vika sidan trukkurinn helt ut ur Brasiliu og yfir til Argentinu. Argentina er bara sma hluti af ferdinni og vid keyrdum mestmegnis bara i gegnum nordurhlutann til ad komast til Boliviu. Vid byrjudum a thvi ad skoda Iguazu fossa, hofdum skodad tha Brasiliumegin daginn adur. Tha kikti madur einnig i dagsferd til Paraguay, til ad baeta thvi a listann yfir heimsott lond. Iguazu-fossar Argentinumeginn voru mun meira spennandi en Brasiliumeginn. Flestir trukklimir foru i batsferd upp ad fossunum og eg thar a medal. Finar myndir og vidjo thadan og fullt af myndum ur fokus (pussadi linsuna a myndavelinni i dag og vonandi bjargar thad fokus i ljosmyndum framtidar). Naesti stadur sem vid stoppudum a var Salta, og thad er stadur sem eg kann vel ad meta. Salta er gridarlega odyr stadur, litri af bjor i gleri kostar 50 kall ut ur bud, 70 kall ef madur kaupir floskuna lika. Startgjaldid i leigubilum er 20 kall og klukkutimi af internetnotkun kostar tikall. I nagrenni Salta forum vid trukklimir i River rafting og renndum okkur i zip-line virum nidur fjallshlidar, yfir dali og ar, gridarlega hressandi. Madur er ordinn alveg feikilegur gringo/turisti, thvi madur hefur litid val um annad thegar madur ferdast um i 30 manna hopi aettudum fra Breska heimsveldinu (England, Astralia, Nyja Sjaland). Ad blanda gedi vid lokalinn er til litils thvi vid stoppum yfirleitt ekki nema i 1-2 daga a hverjum stad. Uhh....eg man eiginlega ekki hvad eg aetladi ad skrifa um Argentinu, en Argentina er voda finn stadur til ad vera a...odyr, vidkunnalegt og fallegt folk, spaenska tolud og agaetis enska lika. Argentina er lika blessunarlega laus vid thjodfelagsvandamalin sem herja a Brasiliu. Thad var agaetis tilbreyting ad thurfa ekki ad vera a verdi gagnvart stettleysingjum og geta gengid um gotur med kreditkort og myndavel i vasa. I stuttu mali, Argentina er kül og eg hyggst snua thangad i seinni hluta ferdalagsins, ad ollu obreyttu. Thar hyggst eg m.a. na tokum a spaensku og heimsaekja nokkra ferdalanga sem eg kynntist fyrir gringoturinn. En nuna er madur kominn til Boliviu og Bolivia er ekkert slor. Madur attar sig a thvi herna hversu svakalega vitlaus madur hefur verid i Brasiliu vardandi peninga. Trukkurinn leggur af stad til La Paz ekki a morgun heldur hinn og tha mun fridurinn rikja. Tha er farid ad styttast iskyggilega i Inca trail turinn til Macchu Picchu, rum vika eda svo. Bolivia i naesta innleggi.

Paz

1 comment:

Unknown said...

Elsku Óskar
Frábært að geta fylgst með þér í þessari ævintýraferð.
Gaman að geta lifað sig inn í
skemmtilega og fræðandi pístla, þú ert snilldar penni strákur.
Bestu kveðjur Helena frænka