Thursday, June 7, 2007

Meira Montañita og myndir

Já...var kominn til Montañita... Mig langadi ad klára seinasta innlegg...en ég var ad laera ad hnýta snaeri og verd ad segja ad eg er bara thokkalega sáttur vid skopunarverk min. Thad er lika skemmtileg tilfinning ad sjá fólk med flott armbond, okklabond og hálsfestar sem madur veit ad madur getur búid til sjálfur, og jafnvel fengid pening fyrir. Vardandi handverksgerdina thá er líka helvíti nett ad geta skapad hluti medan madur liggur í hengirúmi, annar draumur sem raettist hjá mér vardandi atvinnu. Thad er starf sem madur getur unnid liggjandi. Ég hef látid mig dreyma um ad verda rúmdýnuprófari en thad hefur verid takmarkad frambod á slíkum storfum heima. Annad vardandi hnýtingarnar og kannski hvers vegna mér gengur svo vel ad laera thaer er ad thaer minna heilmikid á einfalda forritun, og thar sem ég hef lokid 2 ára tolvunámi hefur thad hugsanlega hjalpad mer, madur laerir einhvern einfaldan kóda og endurtekur hann aftur og aftur. Hljómar skrýtid, en vid nánari athugun thá voru fyrstu eiginlegu forritanlegu vélarnar vefstokkar, thannig ad thad er kannski ekki svo fjarlaegt.

Í sídasta innleggi minntist ég á alkemistan Juan sem ég kynntist tharna í Montañita, sem var á leidinni heim til sín "á morgun". Ég hélt ad gaurinn vaeri farinn og reit thad í bloggid...en svo kom a daginn ad hann gat bara ekki fengid sig til ad fara, enda rakst ég á hann naestum daglega eftir ad ég minntist a ad hann vaeri farinn. Kannski erfitt ad yfirgefa stadinn thegar madur á argentínska kaerustu, býr vid sjóinn á hlýjum stad og tharf ekkert ad hafa fyrir lífinu. Madur sá thad líka á gongulaginu á fólkinu sem býr í Montañita ad margir hverjir eru lausir vid stress og liggur ekkert lifid á - annad en heima thar sem allir thjota um goturnar a bilunum sinum, ad flyta ser i vinnuna eda ad sinna odrum skyldum,i jakkafotum, med stresstosku/fartolvutosku i farthegasaetinu og bindi/taum/snoru um halsinn. Reyndar thegar eg hugsa ut í thad tha hef eg ekki kynnst einni einustu manneskju i Sudur-Ameriku sem á bíl, enda hafa flestir hérna litla thorf fyrir slikt tryllitaeki og almenningssamgongur yfirleitt gódar og ódýrar. Farsími er taeki sem ég hef ekki notad i nokkra manudi, minn dó úr altitude sickness, og madur man varla hvernig madur gat verid jafn hadur honum og madur var heima. Úr og klukkur ber ég ekki á mér; vid midbaug eru skýr skil milli dags og naetur og thad hefur hjálpad minni innri klukku ad stilla sig. Heima er sólarhringurinn minn stodugt í fokki en herna verdur madur syfjadur ef thad er dimmt og madur hefur ekkert fyrir stafni thad kvoldid. Ég fylgist lítid med thvi hvada dagur er, enda skiptir mig litlu máli hvort thad er sunnudagur, mánudagur, páskadagur eda annad, nema madur sé ad fara út ad skemmta sér, thví thá er aeskilegt ad thad sé fostudagur eda laugardagur.

Madur er líka haettur ad taka jafn mikid eftir hlutum sem eru odruvisi en heima, en nokkrir hlutir koma tho upp i huganum á manni. Til daemis má nefna umbúdir, en tómatsósan í Ecuador er í flosku sem er í laginu eins og flaska sem inniheldur uppthvottalog heima. Thad er reyndar ekki jafn súrt og í Filippseyjum, thar sem tómatsósan (ketchup) er búin til úr banonum. Mjólkurduft er í umbúdum sem minna helst á uppthvottaduft, meiradsegja thad sem er prentad á thaer minnir á uppthvottaduft. Í Brasilíu var haegt ad kaupa drykk sem ber heitid Skinka, sem ég smakkadi ekki, en í Ecuador smakkadi ég thó sítrónudrykk sem bragdadist eins og eitthvad sem madur thrífur badherbergid sitt med. Í Ecuador er thad ekki ísbíllinn sem keyrir um goturnar vid undirspil, heldur ruslabíllinn. Svona má lengi halda áfram......

Núna er ég kominn til Kólumbíu og skrifa um hana í naesta innleggi.


Mariana (POR), Jesse (USA), Liz (USA), Tomaz (POR), Símon (GBR) og Marissa (USA) í Cuenca


Nágrenni Vilcabamba er fallegt


Afslappadasti madur í heimi, Katarina (CHI) og Sandro (COL)


Francesca de Chile


Willow performer hippi og Suzanne 52 ára handverkshippi og lífskunstner í grímupartýi


Grímupartíid var sérlega skemmtilegt, og módukennt


Flottasta reidhjól í heimi (eins og mótorhjólid hans Tolla)


Eitt af mínum fyrstu skopunarverkum (gloggir lesendur taka ef til vill eftir thvi ad thad líkist svipudyri)


Handverk mitt


Og thá er ekki fleira í thaettinum hjá okkur í kvöld, veridi sael.

No comments: