Sunday, June 17, 2007

Kólumbía, kókoshnetur og mangó (mig langar í svedju)


Ég var kominn til Kólumbíu, og hér er gott ad vera. Flestir sem ekki hafa farid til Kólumbíu thekkja landid af thremur ástaedum, kókaín, kaffi og Shakira. Their sem hins vegar hafa farid til Kólumbiu tala adallega um gestrisid, opid og lífsglatt fólk, og grídarlega fallegt landslag. Landslagid er mjög haedótt, risafjöll og djúpir dalir um allar trissur. Thegar kvöldar heldur náttúran jafnan sýningar fyrir fólkid sem gerir veruna í Kólumbíu mjög töfrandi. Daemi um slíkar sýningar eru thrumuvedur í fjarska og eldflugur í thúsundavís fljúgandi um í myrkrinu med tilheyrandi ljósasýningu. Thessar náttúrusýningar gerdu langar og threytandi rútuverdir ánaegjulegri.Vid Francesca tókum rútu inn í landid frá Ecuador ad morgni afmaelisdags míns. Um kvoldid komum vid í borg sem heitir Popayan. Thar thekkir Francesca náunga ad nafni Daniel sem er handverksmadur og vinnur núna í tattoobúd thar í borg. Vid fórum í tattoo-búdina og vinur hans sem einnig vinnur thar baud okkur gistingu heima hjá sér. Vid héldum litla afmaelisveislu heima hjá honum um kvoldid og héldum svo áfram naesta dag. Naesta kvold vorum vid komin í borg sem heitir Cali, heldur skítug og stressandi borg. Í Cali fékk ég ad kynnast thví ad Francesca er tvaer manneskjur. Annars vegar er hún róleg, skapgód, úrraedagód og hinn skemmtilegasti félagsskapur, en hegar hún er stodd í stórborg er hún stressud, vidskotaill og lítid gaman ad vera nálaegt henni. í Cali fengum vid gistingu hjá fjolskyldu Daniels, sem býr thar. Kólumbíumenn eru sérlega gestrisid fólk, og gerir allt sem thad getur til ad adstoda ferdamenn sem eiga leid um. Vid fengum tharna kvoldmat og morgunmat og módir Daniels baud okkur ad vera lengur á heimili theirra. Vid héldum thó áfram naesta morgun og komum í borg sem heitir Medellin. Medellin er uppaborg og allt mjog hreint, fínt, öruggt.....og dýrt. Ég ákvad ad eyda helginni í Medellin, en Francesca hélt áfram ad Karabísku strondinni, til Santa Marta, thar sem ég er staddur núna. Í Medellin gisti ég á hosteli sem var eins og heimili manns. Mjög afslappadur stadur og audvelt ad kynnast fólki. Thar kynntist ég tveimur kátum piltum, Tékkanum Alexander, sem er mikill áhugamadur um parkour og Walter frá Costa Rica. Vid fórum út baedi kvoldin ásamt nokkrum saenskum sundköppum ad nafni Emma, Ebba og Lova, sem einnig gistu tharna á hostelinu.
Thegar helgin var lidin tók ég rútu til Santa Marta vid karabísku ströndina og hitti aftur hana Francescu. Vid héldum thví naest í thjódgard sem ber heitid Tayrona Park. Thessi blessadi thjódgardur er paradís á jördu og naut ég verunnar thar til hins ítrasta. Fyrsta daginn kynntumst vid norskum hippa ad nafni Erik sem býr svo vel ad eiga pott, hníf og litla öxi, sem allt kom ad gódum notum naestu daga. Erik kenndi mér listina ad opna kókoshnetur med öxinni, og eftir ad hafa opnad eina med herkjum vard ekki aftur snúid. Allir morgnar í thjódgardinum byrjudu á thví ad ég opnadi kókoshnetu og drakk úr henni safann (kókossafi er uppáhaldsdrykkurinn minn núna) og át innan úr henni. Á ödrum degi fundum vid mangótré, sem hreinlega dritadi nidur mangóávöxtum. Mangó er sérlega bragdgódur ávöxtur og ekki skemmir thegar hann er ókeypis. Thetta tré á reyndar lítid erindi í slíkan thjodgard vegna thess ad mangó kemur einhversstadar frá Asíu. Thetta sýnir thó reyndar hversu úrraedagott mangótréd er thví thad laetur prímata af tegundinni Homo Sapiens dreifa fraejum sínum um nágrennid, og jafnvel milli heimsálfa, gegn thví ad verdlauna thá med gódgaeti, enda tók ég eftir litlum afkomendum thess í nágrenninu.
Ég tók heldur lítid fjármagn med mér inn í thjódgardinn, en thad reyndist hin mesta lukka thví tharna fékk madur thjálfun í thví ad lifa á landsins gaedum. Erik er heldur enginn nýgraedingur thegar kemur ad slíku thví hann hefur eytt talsverdum tíma í svokölludum Rainbow gatherings, thar sem hippar úr öllum áttum safnast saman og búa saman í sátt vid módur náttúru; ég gaeti vel hugsad mér ad heimsaekja slíka samkomu í náinni framtíd. Veran í Tayrona Park minnti mann helst á Survivor thaettina, safna eldividi, sjóda vatn, safna kókoshnetum, safna mangó. Thegar vid átum notudum vid kókoshnetuskeljar sem bolla og diska og skeidar. Ekki skemmdi ad thad voru paradísarstrendur í nágrenninu og sólskin allan daginn, og engar myndatökuvélar. Ég prófadi einnig ad opna kókoshnetur med svedju, sem tekur mun minni tíma, en er ad sama skapi haettulegra thví svedjur eru jafnan mjög beittar. Á regnskógasvaedum hef ég tekid eftir thví ad enginn er alvoru karlmadur nema hann beri svedju. Heima er hringt á lögguna og skrifad í bladid ef madur sést á ferli med slíkt tharfathing. Ég komst ad thví ad til ad lifa gódu lífi í Tayrona Park er svedja allt sem madur tharf. Ég var farinn ad hugleida ad gerast kókosbóndi, thví thad er haegt ad búa til allan fjandann úr kókoshnetum (t.d. trommu sem hljómar helvíti vel). Madur minnti helst á Bubba raekjubónda úr Forrest Gump thví manni datt svo margt í hug ad framleida úr kókoshnetunum. Fyrst ég minnist á Forrest Gump langar mig einnig ad gagnrýna myndina fyrir hippafordóma. Myndin fjallar um seinfaeran (seinfaer er víst ordid sem madur má nota í dag) mann sem ameríski draumurinn raetist hjá. Í myndinni eydir Jenny, verdandi barnsmódir Gumps talsverdum tíma med vondu hippunum, en hleypur sídan grátandi til seinfaera kaerastans síns eftir thessa erfidu tíma. Ég tel ad thessi mynd hafi ef til vill haft einhver áhrif á samvitund bandarísku thjódarinnar thví illi tvíburabródir Forrest Gump er núna ordinn forseti.
Eftir Tayrona park hélt ég aftur til Santa Marta, thegar thangad var komid rakst ég á Walter og Alexander og their voru búnir ad kynnast nokkrum hressum local stelpum. Vid fórum med theim á ströndina og svo út um kvöldid. Núna eftir 2-3 daga hitti ég aftur íslensku stelpurnar sem ég kynntist í Brasilíu. Ég tel ad stefnan verdi tekin aftur í Tayrona park thví thaer eru ad leita ad bongóblídu vid karíbahafid, og ég hef lítid á móti thví ad fara aftur thangad.

3 comments:

Petur Helga said...

Hæ Óskar,
Fylgist með þér og þínu áhyggjulausa lífi. Það er svo áhyggjulaust að maður veður næstum áhyggjufullur.
Kveðja,
Pétur

Anna Sigga said...

Magnað!!!

Ekkert nema magnað!

Já hvað get ég sagt, annað en öfund enn á ný! Jisús ég lifði mig alveg inn í frásögn þína og var komin hálfaleið á fallega strönd með mangó í annari og kókóshnetu í hinni. Ég fékk æði fyrir mangó eftir Asíuferð mína en kókóshnetan var aðeins of væmin fyrir minn smekk...
jæja haltu áfram að njóta!

Oskar said...

Haebbs.

Gaman ad fá eitthvad respons.

Og ekki dissa kókoshnetur...thad eru bara thaer fyrstu sem bragdast undarlega...sídan verdur madur húkkt.