Tuesday, February 6, 2007

Copacabana og Ipanema


Ipanema strondin

Eg gisti a hosteli vid Copacabana strondina og hef veitt thvi athygli ad hlutinn sem eg er i i Rio minnir mig heilmikid a heimaslodir minar. Thegar madur situr a Copacabana strondinni um kvold med sjoinn vinstra megin vid sig, minnir hun mann soldid a strondina vid Eidsgranda og Orfyrisey er fyrir framan mann. Rett hja er tjorn sem sem heitir Tjornin (Lagoa) og thar er laekur ut i sjo (Laekjargata). I Reykjavik verdur ibud verdmaetari ef sja ma Esju ut um stofugluggann en i Rio verdur ibud verdmaetari ef sja ma Jesu ut um stofugluggan. I gaer atti eg fyrsta strandardaginn minn i Rio, en madur hefur sifellt frestad strondinni thvi thad hefur verid nog annad ad gera. Vid forum nokkur a Ipanema strondina, thar sem rika og fallega folkid heldur til og madur fekk ser sundsprett i sjonum. Sjorinn vid Ipanema er gridarlega skemmtilegur thvi thar er oldugangur og madur leikur ser ad ad synda upp oldurnar og passar ad lata thaer ekki na ser ovidbunum. Thetta hljomar kannski ekki spennandi en thetta er alveg malid. Ein aldan nadi mer tho...hun var mun staerri en allar hinar og reif solgleraugun min af mer og at thau. Madur er strax ordinn mjolkursukkuladibrunn en madur tekur kannski ekki jafn mikid eftir thvi vegna thess ad allir i kringum mig eru einnig i Brasiliu og eg er frekar ljos herna, serstaklega midad vid ibuana.

1 comment:

Unknown said...

sæll bró,
gaman að frétta frá þér á vefnum, keep up the good work.
kveðja frá okkur öllum,
Hjálmar, Ellý, Dagur, Eva og Orri