Sunday, September 23, 2007

Salsa, Uruguay og Brasilía

Thá er madur kominn aftur til fyrirheitna landsins, Brasiliu. Thví fylgdu blendnar tilfinningar ad yfirgefa Argentínu. Í Buenos Aires festist ég hálfpartinn í ad endurupplifa sama daginn aftur og aftur, nema med nýju fólki, svipad og í kvikmyndinni Groundhog day. Seinustu 3 naeturnar bjó ég á hosteli sem ber heitid Clan Hostel og er thad besta af theim thremur sem ég gisti á. Einn kostur vid hostelid fram yfir hin var sá ad thar voru ekki einungis enskumaelandi túristar heldur einnig fólk frá ôdrum lôndum Sudur-Ameríku, adallega Chile. Á Clan Hostel tók ég byrjendanámsskeid í salsa dansi, sem var ókeypis tharna einn daginn í bodi vidskiptavinar frá Dóminíska Lýdveldinu. Ég fékk thar einnig leidsogn í Merenge, sem er dans aettadur frá Kólumbíu. Ég komst ad thví ad thetta er bara djôfulli skemmtilegt og ég stefni nú ad thví ad verda salsakóngur Íslands. Ég er búinn ad naga stóran part af handarbôkum mínum fyrir ad laera thetta ekki fyrr, thví hingad til í ferdinni hef ég horft ôfundsjúkur á adra salsakónga theyta fôngulegu kvenfólki um dansgólfid í trylltum dansi medan ég stód hjá eins og auli.

Ég eignadist marga góda vini í Buenos Aires, ber thar haest Steven, Mark og Paul og erum vid búnir ad ákveda leida saman hross vor einhversstadar í Evrópu á naesta ári, jafnvel á Íslandi. Ég er ad hugsa um ad draga drengina á Thjódhátíd í Eyjum, enda eru litlar líkur á ad their verdi vonsviknir med slíkt sukk (Mark og Steven eru Írar).

Mér tókst loksins ad losa mig úr thessari djammgildru sem Buenos Aires er og tók stefnuna á Montevideo í Uruguay. Ég kom thangad kl. 7 um morgun og ákvad ad eyda einum degi thar og taka rútu til Florianopolis í Brasilíu um kvôldid. Í Montevideo skrádi ég mig í skodunarferd hjá fyrirtaeki einu. Ég var sá eini í mini-rútunni og fékk thví minn eigin leidsôgumann og bílstjóra um borgina. Thad var bara hressandi og ég óskadi eftir thví ad kynnisferdin yrdi á spaensku. Montevideo er bara helvíti vel útlítandi borg, opin rými, fallegar byggingar, og ég gat séd heidbláan himinn og tré og fleira sem var lítid um í midborg Buenos Aires. Eitt sem sló mig var thad ad thad eru svo gott sem engir Indíánar í landinu, indíánabyggdum var útrýmt. Thegar túrinn var ca. hálfnadur `komu upp vandraedi med mini-rútuna´ (s.s. thad var ekki efnahagi fyrirtaekisins í hag ad keyra um borgina med einn vidskiptavin) og ég var settur í annan hóp sem samanstód af brasilískum bissnessmônnum, og túrinn á portúgôlsku. Spaenskan mín er loksins ordin vidunandi, ég er ordinn vidraeduhaefur á tungumálinu og samtôlin sem ég á núna á spaensku eru ekki bara yfirbordsumraedur samsettar úr einfôldum setningum. Thad var thví hálfleidinlegt ad yfirgefa spaenskumaelandi part álfunnar yfir til portúgôlskumaelandi Brasilíu. Um kvôldid tók vid 18 stunda rútuferd til Florianopolis í Brasilíu. Florianopolis, eda Floripa eins og borgin er kôllud, var stadur sem mig langadi alltaf ad heimsaekja, thví ég var búinn ad heyra góda hluti um stadinn og ad ég myndi falla thar inn eins og flís vid rass. Floripa er á eyju sem heitir Ilha Santa Catarina og thrjár brýr tengja eyna vid meginlandid og eru badstrendur út um allt og godar almenningssamgongur. Velmegun er meiri í sudurhluta Brasilíu og madur verdur ekki jafn var vid thjódfélagsvandamálin sem herja á landid. Í samanburdi vid Rio er Floripa mun meira ad mínu skapi, Rio er alltof stressandi stadur og madur tharf ad halda sig í einsskonar sápukúlu til ad halda sig frá haettu og hlutum sem madur vill helst ekki sjá og/eda upplifa. Reyndar thegar ég paeli í thví er Rio einn af theim stôdum sem ég myndi aldrei vilja búa á og sômu sôgu er ad segja um São Paolo, thar sem ástandid er svipad. Hins vegar er ôldin ônnur í Floripa og gaeti ég vel hugsad mér ad búa thar.

Ég gisti á hosteli sem heitir Backpackers sharehouse, utan borgarinnar, en samt á eynni, sem er eins og stórborg med môrgum kjôrnum dreifdum hér og thar. Tímasetningin var samt ekki sú besta, thad er búid ad vera skýjad og rigning sídan ég kom. Ástrali nokkur ad nafni Ruairi maeldi med hostelinu, thví thar eru strendur og fallegt landslag. Á sólríkum dôgum má líka sjá hvali buslandi í sjávarmálinu. Ruairi upplifdi thetta allt nokkrum dôgum ádur en ég kom, en ég hef hvorki séd bláan himinn né nein sjávarspendýr. Ég er búinn ad kynnast nokkrum strákum frá borginni og á laugardeginum budu their mér og tveimur bandaríkjamônnum af hostelinu í lítid partý í heimahúsi í midborginni.

Thad lídur ad heimkomu og ég hlakka til ad koma heim og hitta vini og aettingja. Ég er thó strax farinn ad plana endurkomu mína í álfuna, enda eru nokkrir stadir í álfunni sem mig langar ad flytja til thannig ad hjarta mitt verdur skilid eftir í álfunni. Naesta stopp er Ríó, svo verdur tekid flug til Parísar og ég lendi á klakanum fôstudaginn 5. október.
Sjáumst!

P.S. Seinasta innlegg á blogginu fyrir heimfôr kemur brádlega.

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert flottur. Hlakka til að sjá þig aftur uppi á klakanum.
Kveðja
Pétur frændi

peramaria said...

Jæja ég skal þá bara vera fjölskyldu-flakkarinn um sinn ;)
Góða ferð heim í slagveðrið og kuldann, heldurðu að þú komist upp til Californiu á næsta leiðangri?

Anna Sigga said...

Hlakka ógislega til að sjá þig!!!

.. og já Októberfest er ekkert núna um helgina silly goose..

Anonymous said...

kqzssdblf www.louisvuittonluggageonline.com lilodtivq [url=http://www.louisvuittonluggageonline.com]louis vuitton wallet[/url] ffusmtcqf
xsucwmmbf www.louisvuittonhandbagson-sale.com jiolzajdf [url=http://www.louisvuittonhandbagson-sale.com]louis vuitton purse[/url] apzrfkzag
ieakiecuj www.louisvuittononlineshoes.com blckozuzp [url=http://www.louisvuittononlineshoes.com]louis vuitton handbags cheap[/url] abzgamyfq
hqkjuphri www.newdiscountlouisvuittonhandbag.com wjytfpwuq [url=http://www.newdiscountlouisvuittonhandbag.com]louis vuitton handbags for sale[/url] gybpcljzt
zaprsdobc www.louisvuittonreplicbagsonline.com qkhcpznyl [url=http://www.louisvuittonreplicbagsonline.com]cheap louis vuitton bags uk[/url] wsimgelfs