Monday, April 23, 2007

Quito

Tha er madur staddur i Ecuador. Eg brunadi beint til Quito fra Lima og tok rutuferdin ca. 40 klst. 40 klukkustundir er tho ekki neitt thvi eftir ca. 2 vikur aetla eg fara i a.m.k. 80 klst. rutuferd til Santiago de Chile. Thad er drulludyrt ad fljuga til Santiago og Buenos Aires, 2 sinnum dyrara en til New York, einhverra hluta vegna, og rutuferdirnar eru agaetar. I Quito hafdi eg samband vid Camilu, sem er fyrrverandi kaerasta Omars vinar mins ur liffraedinni og var i skiptinami a Islandi fyrir nokkrum arum. Aetlunin var ad fara ut med vinum hennar a fostudagskvoldid en vid tokum skyndiakvordun ad bruna i Amazon skoginn med odrum vini hennar, bladamanni. Thar var aetlunin ad kikja a nokkra ahugaverda stadi og medal annars ad heimsaekja tofralaekni sem bladamannsi hyggst taka vidtal vid. Ekkert vard ur ferdinni thar sem thad var hellidemba og tha vilja aurskridur loka vegum. Aetlunin er tho ad fara naestu helgi ef adstaedur leyfa.

Nu er eg i Quito og er a leidinni til Baños eftir klukkustund, thegar eg fae myndavelina mina aftur ur vidgerd. Annars er thad alveg magnad hvad madur ser god ljosmyndaskot alls stadar thegar madur er myndavelarlaus. Vedrid herna i Quito minnir mann heilmikid a Islenskt sumarvedur og I tha fjora daga sem eg hef verid herna hef eg sed solina i ca. 30 minutur, annars hefur verid skyjad og rigning til skiptis. A laugardag okum vid Cami ad midbaugi jardar, thar sem eg fekk ad kynnast thvi hvernig thad er ad standa a badum jardarhvelum i einu. Um kvoldid var kikt i bio, a Apocalypto, og eg verd ad vidurkenna ad Melurinn (Gibson) kom bara nokkud a ovart. Myndin fjallar um vidburdarikan dag i lifi Indiana eins og thad var serstaklega gaman ad horfa a thessa mynd vitandi hvad thad er stutt i sidmenninguna. Eftir ad hafa horft a "Kristur laminn" bjost eg vid thvi ad Melurinn myndi gera adra alika slaema mynd. Mer fannst thad a.m.k. mjog odyrt trikk til ad vekja tilfinningar hja folki ad lata thad sja frelsara sinn laminn i spad i 120 minutur. Jaeja...Baños og Amazon i naesta innleggi.

1 comment:

Lafan said...

hola loco... vona ad thu hafir nad manndomsvigslunni.. vid skemmtum okkur thraelvel i menningarleysinu i frumskoginum og meghan fekk apa i hausinn!!!

gangi ther vel!
Olof Dadey