Wednesday, July 18, 2007

Stutt stopp í Venezuela


Thegar sídast var komid vid sögu var ég staddur í Taganga vid Santa Marta. Ég fór thadan ásamt Franciscu og Keo vinkonu frá Brasilíu til stadar sem heitir Cabo de la Vela og er stadsettur vid Karabísku ströndina nálaegt Venezuela. Keo er mjög afslöppud, handverkshippi, tattúverud í bak og fyrir, alltaf í gódu skapi og notar naestum aldrei skó eda sandala. Manni hefur lidid hálfpartinn eins og Mídasi konungi thegar madur hefur verid ad ferdast med spaenskumaelandi fólki thví naervera mín gerir alla hluti dýrari. Thannig haekka gisting og alls kyns útgjöld um leid ef ég er nálaegur. Cabo de la Vela er eydimerkurstadur vid sjóinn og lítid annad ad sjá en sjó og eydimörk. Baerinn minnir helst á einhvern bae úr spagettívestrunum gömlu, med videigandi thurrki, vindi, sól og mannleysi. Vindurinn er reyndar ekki svo slaemur thví á thessum stad er vindkaeling af hinu góda. Thad var mjög unreal ad vera tharna, naestum enginn á ferli nema flautandi vindurinn. Thad var lítid haegt ad gera tharna og sjórinn ekkert spes, thannig ad vid fórum til Venezuela nokkrum dögum sídar.

Thad fyrsta sem ég tók eftir í Venezuela var rusl medfram vegum, bensínstybba og ad bílarnir eru ad stórum hluta stórir bandarískir bensíndrekar (adallega Chevrolet); flestir á aldur vid mig og eldri. Thad hefur lítil áhrif á budduna ad aka slíkum bílum í Venezuela thví thar er laegsta eldsneytisverd sem thekkist á jördinni, 1,38 krónur lítrinn af dísel, ekki nema 80 falt ódýrara en heima. Reyndar laegra thví ef ég hefdi tekid út pesos í Kólumbíu og keypt bolivares vid landamaerin gaeti ég keypt dísellítrann á 80 aura, thví Venezuelski bolivarinn er ofmetinn. Vid héldum ad stad sem heitir Chichivirichi og seinasti hluti ferdarinnar thangad var nokkud skondinn. Vid nádum ekki seinustu rútunni og vorum ca. 2 klst frá stadnum. Svo fór ad vid tókum leigubíl frá rútustödinni ásamt tveimur innfaeddum. Leigubíllinn var ca. 30 ára gamall Chevrolet med sófasetti frammí og afturí og skotti sem rúmar a.m.k. fimm daudar vaendiskonur. Mér fannst ég vera kominn í einhverja af gettómynd frá níunda áratuginum (Boyz in da Hood, New Jack City, Menace 2 society etc.) thegar ég sat í aftara sófasettinu med thrjá Venezuelska gaura frammí og tvaer latinur til vidbotar afturí, rúntandi um med Cypress Hill rappandi á spaensku í graejunum.

Í Chichivirichi fundum vid ódýrt gistiheimili sem allslenskir suduramerískir hippar á stadnum hafa gert ad sínu heimili. Venezuela er ekki jafn ferdamannavaen og Kólumbía og lítid af enskumaelandi túristum ad finna. Ennfremur er fólkid í Venezuela er ekki jafn gestrisid og í Kólumbíu enda flestir óvanir túristum. Tharna var hangid í rúma viku og m.a. siglt til eyja í nágrenninu til ad bada sig í sól og sumri. Í Chichivirichi var einhver gaur labbandi um med mótorknúna rjómaísvél sem spiladi "vertu til er vorid kallar á thig" lagid aftur og aftur á svo háum styrkleika svo madur heyrdi í vélinni nokkrum götum frá. Manni fannst thetta skemmtilegt til ad byrja med, minnti mann á klakann og madur gat sungid med á Íslensku. Thegar madur var farinn ad heyra lagid (já ég heyrdi lagid!) í höfdinu á sér fyrir svefninn fór gamanid ad kárna. Steinsmugan ógurlega bankadi sídan uppá og hélt mér rúmliggjandi í tvo daga. Eftir ad ég veiktist (steinsmuga = nidurgangur) fór ég ad sakna Kólumbíu og mér leist illa á ad vera veikur ad ferdast um Venezuela, enda af mörgum talid haettulegasta landid í Sudur-Ameríku. Thad var thó kominn tími til ad madur faeri ad veikjast thví ég er ekkert búinn ad gaeta mín neitt sérlega vel og madur var farinn ad trúa thví ad madur vaeri skotheldur (eins gott ad ég lét ekki reyna á thad!). Á eyjunum í kringum Chichiviriche voru líka einhverjar flugur sem bitu mann og í kjölfarid komu litlar blödrur sem voru mjög naemar fyrir sýkingu. Thar sem ónaemiskerfi mitt var í lamasessi vegna smugunnar fékk ég sýkingu í thrjú bitin og hef núna thrjú kýli á haegri fótlegg. Ég ákvad ad snúa aftur til Kólumbíu og fóru tveir dagar í thad. Ég var farinn ad sakna íslensku stelpnanna thannig ad ég ákvad ad nefna kýlin eftir theim thví mig vantadi sárlega félagsskap á ferdalaginu langa til baka. Núna ádan sprakk seinasta kýlid (Inga María) og thad er margfalt meira verdlaunandi reynsla en nokkur kreist graftarbóla eda fílapensill nokkurntímann, enda sjaldan sem fílapenslar og graftarbólur valda thví ad madur haltri. Ádur en ég lagdi af stad fór ég til laeknis til ad vera viss um ad ekkert alvarlegt amadi ad mér og fékk ad kynnast thví ad laeknisthjónusta í landinu er gratis. Á leidinni aftur til Kólumbíu eyddi ég nótt í Maracaibo og thá hugsadi ég í fyrsta skipti sídan ég kom út, ennthá veikur, ad mig langadi heim. Núna kominn aftur "heim" til Santa Marta og aetla ad staldra hér um skeid og er ódum ad ná mér.

Seinustu nóttina í Chichiviriche lenti ég í skemmtilegri reynslu...ég var búinn ad liggja andvaka um nóttina og reyna ad sofna, en thad gekk illa sökum thess ad ég svaf megnid af deginum. Thegar ég loksins sofnadi byrjadi mig ad dreyma um leid og voru Francisca og Keo vakandi fyrir framan mig í draumnum. Ég hugsadi med sjálfum mér ad thaer gaetu ekki verid vakandi thar sem thaer vaeru sofandi í sama herbergi og ég. Thá áttadi ég mig á thví ad mig vaeri ad dreyma. Thetta var ekki í fyrsta skipti sem ég vakna í midjum draumi, en sídast thegar thetta gerdist thá reyndi ég ad fljúga, en thad tókst ekki og ég var ekki reidubúinn ad stökkva fram af byggingu til ad láta reyna á thad...bara ef ske kynni ad ekki vaeri um draum ad raeda. Ég vaknadi skömmu seinna vegna thess ad ég vard of áhugasamur (enthusiastic). Í thessum draum ákvad ég thví ad taka thad rólega og byrja á thví ad athuga hvort ég gaeti eignast fullt af peningum. Ég bad Keo um pening og í kjölfarid kom klink út um munninn á henni. Thá sagdi ég vid hana...."neii, ég vil fá fullt af peningum". Thá lét hún mig fá fullt af sedlum af gjaldmidli sem ég thekkti ekki...thá bad ég hana um dollara og hún lét mig fá kanadíska dollara...svo bad ég um bandaríska dollara og hún lét mig fá ca. 20.000 spírur. Ég vard himinlifandi yfir thví ad thessi tilraun tókst og hljóp í burtu med peninginn í thví skyni ad sjá hvad bidi mín og hugdist láta drauma mína raetast....vid thad vaknadi ég...dóhh...og tókst ekki ad komast aftur inn í drauminn. Annars er haegt ad thjálfa sig upp í thessu og nefnist thetta fyribaeri lucid dreaming. Fyrir thá sem vilja aefa sig í thessu, thá maeli ég med thessum texta hér.

Myndavélin mín hefur gengid í gegnum margt á sídustu mánudum og er bilud aftur, núna virdist um einhvers konar hugbúnadarbilun ad raeda og ég er ekki vongódur á ad hún verdi lögud.
Thegar var komid aftur til Santa Marta rakst ég á Kólumbíumann ad nafni Oscar, frá Bogotá, sem ég hafdi kynnst thegar ég var tharna ádur, toppnáungi. Er búinn ad vera ad hanga med honum í bland vid túrista á Miramar hostelinu. Reyndar er vert ad minnast á thad ad Oscar thykir voda töff og kúl nafn í Sudur-Ameríku (en ekkert svo töff og kúl á Íslandi) thví alls kyns söguhetjur fortídar og nútídar landanna bera thetta nafn. Ég spurdi hann út í herskylduna, en hér er herskylduhappdraetti (draft) hjá ungum mönnum og ef their eru dregnir eiga their kost á ad fara í herinn eda lögguna, adrir sleppa alveg. Ég spurdi hann hvort hann hefdi verid í hernum og hann sýndi mér herútskriftarskírteinid sitt. Ég stardi á skírteinid í 5-6 mínútur thví thad var ótrúlegt hvad gaurinn á myndinni er ólíkur manninum sem sat andspaenis mér. Hann virtist í fyrsta lagi eldri (myndin er tekin fyrir 8 árum) og gersneyddur persónuleika (Oscar er mjög sterkur persónuleiki). Á skírteininu kemur fram hvort madur var útskrifadur med saemd eda skömm. Ef madur er útskrifadur med saemd thá virkar thetta skírteini nokkud eins og "Get out of jail free card" thví löggurnar eru flestar piltar á aldrinum 18-22 ára og madur sem útskrifadur er med saemd er nokkurs konar fyrirmynd theirra og thví ólíklegt ad hann lendi í ótharfa lögguböggi.

Thegar ég kom til Bólivíu og Perú fyrir nokkrum mánudum fannst mér thad fyndid hvernig fólk í thjónustustörfum ávarpadi mann amigo (vinur) frekar en señor (herra) eins og tídkast á Spáni. Manni fannst thetta hressandi og thótti gaman ad vera vinur allra. Í Venezuela og í Kólumbíu nálaegt Venezuela er hins vegar dýpra tekid í árinni og fólk af gagnstaedu kyni er gjarnan ávarpad "mi amor"- ástin mín. Thannig ad ef madur fer út í búd og thad er kona ad afgreida, thá heyrir madur "¿a la orden mi amor?", sem útleggst á íslensku: "Get ég adstodad ástin mín?"

Ég hef ekki nennt ad standa í ad setja myndir á CD en thad koma einhverjar á bloggid brádlega.

4 comments:

Anna Sigga said...

Þú ert uppáhaldssögumaðurinn minn í útlöndum :OD

En hvernig segir maður"Chichivirichi" hehe brjálað nafn ;)

Oskar said...

Hehehe...ég sagdi líka bara eitthvad tjítjívítjí thegar ég var ad kaupa mida og solleis..Thetta er borid fram Tsjítsjívírítsje.

Er ég líka eini sögumadurinn thinn í útlöndum eda er einhver samkeppni?

Anonymous said...

Heidur-bcn
oskar tu er snilingur - en ertu viss ad a la orden mi amor sé get eg ad stodad ástinn min a la orden er under your order eda undir tinum fyrirskipun

Oskar said...

Haebb Heidur

Thad segir náttúrulega enginn á íslensku "undir thinni fyrirskipun" eda álíka. Mér fannst thetta ágaetis thýding, en ég hefdi getad ordad thetta odruvisi.
"Til thjónustu reidubúin, ástin mín" hljómar samt soldid hórulegt :P