Thegar vid komum aftur til Santa Marta thurftu stelpurnar ad drífa sig til Venezuela til ad ná flugi úr álfunni. Thegar komid var aftur á hostelid lenti ég í undarlegri reynslu. Ég var nýkominn úr sturtu og klaeddi mig óvart í SOKKA! Thá áttadi ég mig á thví ad ég hef hvorki klaedst sokkum né skóm í ca. 3 vikur. Nokkra dagana í Tayrona notadi madur heldur ekki sandala, var bara á tánum.
Aettbálkafólkid hérna sést inn á milli baedi í borgum og fyrir utan. Thad klaedist hvítum fötum, er med sítt svart slétt hár og almennt frídara (ad minu mati) en annad native american fólk, og er ekki litid hornauga af "sidmenntadri borgurum", enda búnir ad adlagast nokkud okkar menningu. Annars er alveg merkilegt hvernig Kólumbíumenn eru allir vinir hvers annars. Fólk á götum úti talar vid róna og götustráka án thess ad setja sig á háan stall. Ef róni bidur um sígarettu, thá reynir fólk ad útvega honum slíka, og ekki vegna thess ad hann deyr 7 mínútum fyrr. Eins er fólk mjög hjálpsamt vid túrista og ég hef ekki enn ordid var vid neitt ofbeldi eda ordid hraeddur í landinu. Ég hef lítid ordid var vid mannraeningja og skaerulida, en hermannalegir lögreglumenn prýddir M16 hrídskotarifflum eru á hverju strái.
Madur tekur eftir mikilli ásókn ferdamanna í kókaínid hérna, enda landid fraegt fyrir slíkt og frambodid grídarlegt. Á skemmtistödunum verdur madur mikid var vid munnkaeki og undarlega augnsvipi hjá fólki og thad er alltaf einhver ad fá sér í nefid á karlaklósettinu. Ástandid í djammkjörnum hérna er thó skárra en í midbaenum heima um helgar hvad vardar ofbeldi og madur tekur eftir álíka mörgum kókudum hausum. Í Sudur-Ameríku á 5 mánudum hef ég ordid var vid álíka mörg slaxmál (sic) og á venjulegri helgi í midbaenum.
Í Santa Marta kom ég aftur á Miramar hostelid, en ég er hádur ávaxtashake/smoothie/hraeringnum thar. Ég er búinn ad fá mér ca. 3 á dag medan eg hef verid herna, sem eru ca. 2 lítrar. Konurnar í eldhúsinu brosa líka alltaf til mín thegar ég kem og bid um stóran hraering. Rakel í eldhúsinu er mjog elskuleg og thjónar hlutverki brádabirgdamódurímyndarinnar (28 stafir) minnar. Hún minnir mig helst á konuna sem á köttinn Tomma úr teiknimyndunum í den. Thegar ég paeli í thví thá er ég ekki frá thví ad kötturinn Tómas sé ein af mínum helstu fyrirmyndum úr aesku.
Fyrst ég minnist á fíkn í hraeringinn hérna langar mig ad lýsa annarri fíkn og hvernig hún hefur hjálpad mér ad skilja hvernig morfínfíklum lídur. Thad er nefnilega mál med vexti ad mann klaejar gjarnan í moskítóbit, og thegar madur byrjar ad klóra sér thá er erfitt ad haetta. Thad gefur vissa vellídunartilfinningu ad klóra í bitin og madur tharf sífellt ad vidhalda klórinu til ad vellídunartilfinningin hverfi ekki. Thegar madur loksins haettir ad klóra sér finnur madur eins konar náladofa (fráhvarfseinkenni), sem hreinlega kallar á mann: "klóradu mér". Ástaedan er sú ad líkaminn seytir endorfínum, sem eru morfínskyld efni, thegar klórad er og haettir thví thegar klóri linnir (endorfín er stytting á endo-morphine = innmorfín). Thetta er svipud fíkn og skokkfíknin. Ég hef thó aldrei skokkad neitt ad rádi og veit thví ekki í smáatridum hvernig theirra fíkn gengur fyrir sig (Pétur, hinn dyggi lesandi bloxins míns gaeti eflaust fraett okkur um thad).
Á Miramar kynntist ég Chris, lidhlaupa úr bandaríska hernum, og fórnarlambi kirkjuheilathvottamaskínu. Hann virkadi eitthvad undarlegur frá upphafi og var ordinn ótholandi fljótlega. Hann maetti m.a. í heimsókn til mín kl. 8 um morguninn á hostelid (gistir annarsstadar) og hann hefur ekkert tak á óskrádum hegdunarreglum eins og t.d. hvenaer skal hlegid. Reyndar margt sem hann er ad laera núna, thví hann hefur aldrei yfirgefid heimaland sitt ádur, en hann á mjög margt eftir ólaert, og tharf einnig ad aflaera margt, og í thessum skrifudu ordum er hann maettur aftur í heimsókn. Blessadur kappi!
Ég kynntist líka fyrrum kólumbískum hermanni ad nafni Andres. Hann er hinn vaensti madur, med svolitid ógnandi utlit sokum thess hve stor og massadur hann er. Hann sagdist vera buinn ad fa nog af stridi og byssum og baetti vid ad thessi styrjold snerist frá badum hlidum um peninga, ekki um frelsi eda betra stjornarfar. Núna ferdast hann um og selur handverk.
Ég hitti svo Franciscu aftur á strondinni í Taganga, sem er 5 mínútur frá Santa Marta...einskonar Kópavogur Martverja. Veran í Taganga minnir um margt á veruna í Montañita og er gódur stadur til ad adhafast lítid á. Tharna aetla ég ad adhafast lítid naestu daga, hanga á ströndinni og drekka djús.
Thrátt fyrir ad ég sé búinn ad breyta fluginu heim úr 7. júlí í 4. okt finnst mér eins og tími minn í Súrameríku sé ad renna út thví seinasti mánudur leid hradar en ord fá lýst (thessi ord undanskilin). Ég bara hreinlega trúi thví ekki ad ég sé búinn ad vera mánud í Kólumbíu. Hvert ég held naest er óákvedid. Annars liggur mér ekkert á ad yfirgefa Santa Marta og Taganga.
Og svo eru hérna nokkrar stolnar myndir frá stelpunum.
Thessi klettur er nýjasta útstöd íslenskrar menningar.
Aud strond ad Íslendingum undanteknum.
Trjádrumburinn var eldhress en vildi thó ekki synda med okkur í sjónum.
Ég fékk vidurnefnid Brasilíukeisari eftir veruna í Tayrona.
Sjórinn baetir, hressir og kaetir; og sólin líka.
Hversdagslegir hlutir eins og spírandi kókoshnetur gledja augad
2 comments:
Komdu sæll og blessaður Óskar Bjarni, Sverrir Unnsteinsson frændi þinn hérna megin... Ævintýrin hljóma endalaus í Suður-Ameríkunni og eftirminnileg og ég vona að þú njótir þeirra til botns, ég sé reyndar ekki betur en þú gerir það... Vona (þó ég telji það ekki líklegt) að þú gætir jafnvel fundið löngu týnda fjölskyldumeðlimi sem gætu útskýrt eftir allt hví við erum einsog við erum... Eitthvað fyrir Kára að vinna úr... En hafðu þsð sem best og skrifaðu sem mest, mjög gaman af skrifum þínum...
Bestu kveðjur,
Sverrir U.
svessunn@gmail.com
Gaman ad sjá ad einhver úr kótelettuklúbbnum álpadist hingad eftir emailid hans Birgis. Vardandi fjoldskyldumedlimina thá fékk ég nú ekki mikil vidbrogd vid beidninni um upplýsingar um týnda fjolskyldumedlimi í Brasilíu thannig ad líkurnar á ad ég rekist á thá eru hverfandi.
Post a Comment