Klùbbarnir hèrna eru svakalegir og m.a. heimsòtti èg um daginn klùbb sem ber heitid Sunset og er flottasti naeturklùbbur sem èg hef komid à og ekki spillti útsýnid fyrir. Thad er kannski til lìtils ad lýsa stadnum hèr en tvaer myndir segja meira en tvöthúsund ord. Ég jàta thad ad èg er ekki bùinn ad vera neitt sèrlega menningarlegur hèrna, enda erfitt thegar madur er umkringdur Írum allan daginn. Their eru partyljòn og drekka mikid.
Paul, Steven og Èg tókum nokkur vel valin dansspor fyrir myndavélina
Fagurskapadir líkamar á Sunset (jafnréttisnóta: thad voru líka einhverjir hunks ad dansa berir ad ofan ofan á bordum thannig ad fyllsta jafnréttis var gaett)
Ég kíkti í kirkjugard hérna um daginn, uppakirkjugardur thar sem m.a. má finna Evu Perón og fleiri audkýfinga. Thessi kirkjugardur er magnadur, grafhýsi út um allt og madur getur meira ad segja séd líkkisturnar inni í theim. Einnig var thad undarlegt ad kettir voru allsrádandi í gardinum, eins og their vaeru verndarar hinna daudu (sem egyptar trúdu). Ég hef àdur komid i kirkjugard af svipudu kalìberi, ì Parìs, thar sem Jim Morrison hvìlir, en thessi slaer öllu vid.
Verndarar hinna làtnu
Kisi er greinilega vanur myndatokum
Fyrir mig hefur Buenos Aires verid hàlfgerd borg daudans thví nokkrum dögum eftir kirkjugardsferdina fór ég á sýningu sem ber heitid Bodies. Thýskur madur hefur fengid ì hendurnar lìk og bùid til ùr theim lìffraedileg mòdel sem sýna byggingu mannslíkamans á mun nákvaemari hátt en eitthvad plastdrasl eda ljósmyndir. Ég var mjög hrifinn af thessari sýningu, enda líffraedingur ad mennt, og gat tharna séd í eigin persónu hversu grídarlega flóknar og listilega fallega samsettar maskínur vid erum. Mér vard hugsad til thess ad ofbeldisseggir hefdu gott af thví ad sjá thetta svo their gaetu áttad sig á thví hvad their vaeru ad skemma thegar their taekju upp á thví ad stunda thetta mjög svo vafasama áhugamál sitt.
Einn mannshamurinn sýningarinnar
Thar sem styttist í heimkomu er einnig tilvalid ad skipta út gömlum tuskum fyrir ný föt. Ég er búinn ad kaupa mér tvenn pör af skóm, fernar buxur, tvaer skyrtur og jakka og lít núna út eins og nýr madur. Ég tek líka eftir thví ad ég kann ad hafa ordid álitlegri karlkostur fyrir vikid enda virdist allflest fólk daema bók eftir kápunni, thar á medal ég. Ástkaer módir mín tharf thví vart ad hafa áhyggjur af thví á naestunni ad yngsti sonur hennar minni á útigangsmann. Gallabuxurnar mìnar voru ordnar gatslitnar med óthrífanlegum blettum og meiradsegja mèr, sem hef grídarlegt ògedsgallabuxnathol, var farinn ad blöskra ùtgangurinn à sjàlfum mér.
Ég skipti sìdan um hostel àsamt Paul, Steven og Mark enda búnir ad fà of stòran skammt af skemmtanalìfi ì hjörd Englendinga og Íra. Nýja hostelid er smaerra og heimilislegra, en annars ekkert svaka spes.
Í dag fór ég á knassbirnuleik med Boca Juniors, en addáendur theirra thykja med ofstaekisfyllri knassbirnuàhugamönnum. Boca vann 2-0 en annars var leikurinn ekkert thad merkilegur og stemmningin eftir thví. Í S-Ameríku er knattspyrna eins konar trùarbrögd og minnir stemmningin um margt á trúarsamkomur í Afríku, med tilheyrandi bumbuslaetti, söng og dansi/hoppi sem oft á tídum koma fólki í nokkurs konar leidsluástand, sérstaklega thegar vel gengur. Annars er knassbirnan ekki svo slaem trúarbrögd í samanburdi vid önnur rótgrónari kerfi eins og t.d. kristni, gydingdóm og islam, sem allt eru ofbeldisfull fedraveldisstjórnunartól, stýrikerfi valdasjúkra manna (èg er tilbùinn ad rökraeda thetta à kommentakerfinu).
Ég var ad skrá mig á facebook.com . Èg lét undan eftir ad hafa verid spurdur í thúsundasta skipti med breskum hreim "Are you on Facebook?". Thrátt fyrir ad thetta kerfi sé himnasending fyrir stóra bródur heimsins hef èg ákvedid ad fara gegn hugsjónum mínum til ad geta haldid betur sambandi vid túristana sem ég er búinn ad kynnast í ferdinni. Reyndar er ég farinn ad taka eftir thví ad ég hef lítid hagnast á thví sjálfur ad fylgja hugsjónum mínum og hafa thaer oft verid takmarkandi tháttur í velgengni minni hér á jörd. Ég aetla thvì ad leggja nokkurn hluta hugsjóna minna á hilluna á naestunni og vera sellout hóra hvad vardar persónufrelsi og neyslu, ganga í merkjavöruumbùdum og jafnvel snaeda à McDonalds (allt ì thàgu vìsindanna, ad sjàlfsögdu) og drekka kók. Baràttan vid vèlina/(stýri)kerfid/matrix/vegginn (a la Pink Floyd) er ad mestu glötud og aetla èg ad laera ad mjólka vèlina í stadinn og plögga mig inn ì Matrixid um stund. Èg hef vanraekt bloggid thvì èg er ordinn fèsbòkarfìkill og farinn ad endurnýja samskipti vid gamla vini og ferdafèlaga. Èg fer lìka bràdlega ad fara ad finna thar myndir sem hafa verid teknar mèr ì ferdinni. Ef thù ert à fèsbòk/grìmuskruddu er um ad gera ad adda mèr.
Ég aetla ad skreppa í dagsferd til Uruguay á naestu dögum, en annars hef ég ekki ákvedid hvert ég held naest. Mig langar aftur til Córdoba, enda er ég farinn ad gaela vid ad halda námi mínu áfram í theirri borg. Satt best ad segja langar mig lítid aftur til Brasilíu, thví thar er dýrt ad vera (í samanburdi vid naerliggjandi lond) og madur finnur ekki fyrir sömu öryggistilfinningu og á flestum ödrum stödum. Mér fannst glansmyndin sem ég hafdi í huga mínum fyrir ferdina mun meira spennandi en raunveruleikinn. Reyndar er ég mjög hrifinn af brasilískri menningu og tónlist (besta tónlistin í S-Ameríku, ad mínu mati), en ókostirnir (misskipting auds, ofbeldi og rán og verdlag) vega thungt. Fleira verdur thad ekki ad thessu sinni.
Fridur
No comments:
Post a Comment