Thursday, August 2, 2007

Vetur

Jaeja...tha er madur kominn til Evropu, nanar tiltekid Santiago de Chile. Veturinn er allsradandi og her og mer er skitakalt. Her tidkast ekki ad hita hus almennilega og madur tharf ad hlada fatnadi utan a sig til ad halda velli. Eg var buinn ad heyra marga ljota hluti um Santiago en hef ekkert ordid var vid hid ogedslega andrumsloft og modu sem a ad einkenna borgina. Borgin er reyndar gridarstor og thvi er mitt sjonarhorn litid og gestsaugad kannski ekki svo glatt.

Eg stefni a Argentinu eftir nokkra daga og hyggst taka rutu yfir Andesfjollin. Nu er fjallaskardid lokad vegna ofaerdar en ef thad breytist ekki bradlega tharf eg ad fljuga yfir. Chile er dyrt land, serstaklega a Suramriskan maelikvarda og bakpokaferdalangar eins og eg sneida oft hja landinu sokum thess. Thar sem eg er nuna ad ferdast a lanudu fe tel eg peningum lanadrottna minna betur varid annarsstadar.

Eins og fyrsta setningin gefur til kynna minnir margt herna a Evropu, svolitid eins og madur se a Spani, einhversstadar i hlidum Pyreneafjalla ef marka ma vedrid. Eg sakna Kolumbiu soldid en Argentina og Chile eru Evropulegri og manni finnst madur vera a heimavelli herna samanborid vid heitari londin. Eg er alltaf halfasnalega klaeddur i heitari londum; lit alltaf ut eins og heimskur turisti fra hinum enda kringlunnar. Herna fell eg betur inn i hopa folks, nema hausinn a mer stendur avallt upp ur mannhafinu, sem og annarsstadar.

Seinustu dagana i Kolumbiu var eg i Bogota. Thar kynntist eg finu folki og rakst a nokkra ferdalanga sem eg hafdi hitt adur i Brasiliu og annarsstadar i Kolumbiu. Eg kikti thar a gullsafnid, sem er eitt thad flottasta safn sem eg hef heimsott. Allt morandi i allskyns indianagulli fra ymsum samfelogum fyrri tidar. Einnig laerdi madur mikid um seidmennskuna a theim slodum, enda seidkarlarnir (e: shamans) yfirleitt hladnir gulli til ad syna tengingu sina vid hid guddomlega. Aldrei hef eg sed jafn mikid af logreglumonnum og i Bogota. Til ad mynda labbadi eg fram hja haskola einum og thar er oryggisgaeslan svakaleg og hridskotarifflar aberandi. Thad er vist vegna thess ad afkvaemi politikusa saekja thessa haskola og thykir mikid sport ad raena theim.

Eg er buinn ad laera heilmikid um borgarastyrjoldina i Kolumbiu. Mer var illa vid Uribe, forseta Kolumbiu, thar sem hann er eina Bush-sleikjan sem styrir landi i Suramriku. Nuna ser madur ad thetta samband Uribe og Bush byggist a thvi ad hann faer hergogn fra BNA sem hafa hjalpad hernum ad baeta oryggisastandid i landinu. Uribe er vinsaell, en Kolumbiumenn eru tho ekki hrifnir af sambandi hans vid Bush. Fyrir nokkrum arum var algengt ad FARC (hin hlidin) raendi utlendingum og riku folki til ad fjarmagna stridreksturinn, en sidan Uribe tok vid hefur oryggid i landinu margfaldast og mannranum faekkad snarlega. Reyndar vil eg minna a ad eg thekki bara adra hlidina en nuna virdist vera ad peningar seu krafturinn sem heldur stridinu gangandi. Stridid fer mest fram a Amazon svaedum i austurhluta landsins, en thar eru vist oliulindir sem verda ekki nyttar medan strid rikir. Vegna oliulindanna er nokkud vist ad ekki verdur samid um frid og ad sjalfsstjornarsvaedi verdi stofnad; fullnadarsigur er thad eina sem kemur til greina hja stjornvoldum og virdist nuna stefna i thad.

Eg alpadist lika inn a listasafn i Bogota og a mer nuna uppahaldslistmalara/myndhoggvara. Sa maeti madur heitir Fernando Botero og er mikill humoristi og mjog vinsaell i Kolumbiu. Eg hef aldrei skemmt mer jafn vel i listasafni og mer fannst eg skilja manninn, skilabod hans og humor, sem er yfirleitt ekki raunin hja mer thegar listmalarar eiga i hlut.

Ad morgni 31. juli flaug eg svo ur sumrinu i Kolumbiu yfir i veturinn herna i Chile. Hostelid sem eg gisti a er mjog thaegilegt og gott ad vera thar. Eigandinn, Ian, heldur mikid til thar og er mjog vel ad ser um heiminn. Hann er halfgerd samsuda af Gandalf, (ameriska) jolasveininum og Bobby Fischer (vantar bara derhufuna). Her aetla eg ad eyda helginni og svo tekur Argentina vid.


Svona litur Mona Lisa ut i heimi Botero

2 comments:

Unknown said...

Hæ Óskar gaman lesa um ferðalag þitt þú ert flökkukind :) Steinar er nú í Noregi og Oddur í Koben við gömlu hjónin ákváðum að vera heima slepptum þjóðhátíð í þetta sinn - fréttum að það væri búið vera gaman nema hjá grey Árna Johnsen fékk ekki að vera kynnir fær bara að vera með Brekkusöng ;
Bestu kv Sigrún og Júlli

Oskar said...

Thad hljota ad vera vidbrigdi ad eiga eitt ar an thess ad rekast a mig raenulitinn vid litla svidid i Eyjum a Thjodhatid a manudagsmorgni.

Vera ykkar her bendir til thess ad Steinar hafi lagt gott ord i belg. Eg sendi thakkir til Noregs fyrir thad.

Annars er eg buinn ad taka ut miniverzlunarmannahelgi herna en turhestarnir herna kannast ekki vid hugtokin verzunarmannahelgi og thjodhatid. Folkid herna er heldur ekki ad fatta ad thad er bjart naestum allan solarhringinn thessa helgi og fer thvi ad sofa um midnaetti.

Thjodhatidarkvedja